Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 52
 Í takt við tÍmann Elfa arnardóttir Dreymir um brimbretti á Balí Elfa Arnardóttir er 27 ára Reykvíkingur sem er menntuð í heilbrigðisverkfræði og starfar sem markaðsstjóri fyrir Nike á Íslandi hjá Icepharma. Hún elskar ristað brauð með túnfisksalati og leikur sér á brimbrettum og hjólabrettum. Staðalbúnaður Ætli helsti staðalbúnaðurinn minn sé ekki æfingataskan mín? Ég fer allavegana ekki út úr húsi á morgnana án þess að taka hana með mér. Hún inniheldur yfir- leitt tvær tegundir af dressi, hlaupadress og crossfit dress. Svo ákveð ég yfir daginn hvort verður fyrir valinu. Eðlilega fylgir það svo starfslýsingu að vera forfall- inn skósjúklingur en þar er lang stærstur hluti af safninu Nike strigaskór í öllum litum og gerð- um. Stíllinn minn einkennist svo af því hvað hentar hverju sinni við skóna mína. Leðurjakki, víðir bolir, derhúfa, gallabux- ur, strigaskór og mynstr- aðar tights eru það sem verður oftast fyrir valinu en fötin mín kaupi ég yfirleitt erlendis. Annars kann ég best við mig í svörtu, hvítu og gráu að ofan þar sem skórnir mínir ráða yfirleitt allri litagleðinni. Hugbúnaður Ég æfi í Crossfit stöðinni 4-5 sinnum í viku og þess á milli stunda ég hlaup og jóga í World Class. Þegar ég fer út að skemmta mér vel ég mér að fara þangað sem fólkið mitt fer. Þar sem er skemmtilegt fólk, þar er gaman. Uppáhalds kaffihúsið mitt þessa dagana er svo líkleg- ast Kaffitár í Borgartúni en þar er hægt að sitja úti undir berum himni í stórum hópi og njóta. Svo er ristað brauð með túnfisksalati þar „to die for!“ Það þarf mikið til þess að ég nái að halda einbeitingu út heilan sjónvarpsþátt þar sem ég þykist hafa ógurlega mikið á minni könnu en einu þættirnir sem ná að sjokkera mig nógu mikið til þess að halda mér fastri við skjáinn kall- ast Shameless. Þeir standa vissu- lega undir nafni! Vélbúnaður Nike og Apple eru í nánu samstarfi og þar sem öll „öppin“ frá Nike og annað eru stíluð inn á Apple tæki þá flokkast ég sem i-manneskja. Mest notuðust öppin mín eru In- stagram, Snapchat og Nike plus en það forrit heldur utan um hlaupin mín. Ég er lítið fyrir tölvuleiki nú til dags en einu sinni sigraði ég í Zeldu leikinn í GameBoy, er það ekki eitthvað? Aukabúnaður Ég er þeim fríðindum gædd að starfið mitt býður upp á mikið af ferðalögum. Ég reyni þá yfir- leitt að búa til mínar eigin ferðir í kring um vinnuferðirnar þannig að ég nái að upplifa sem allra mest. Draumurinn er að fara í mánuð til Balí eða eyjanna þar í kring í surf-skóla þar sem ég get æft mig á brimbretti allan daginn og drukkið bjór á ströndinni á kvöldin. Ég er líka að byrja aftur að leika mér á hjólabretti en ég var nokkuð kræfur krakki á þeim sviðum. Annars er Berlín uppá- halds borgin mín. Ég gæti vel hugsað mér að búa erlendis en þá finnst mér líklegast að Amster- dam eða Stokkhólmur verði fyrir valinu. Ætli ítölsk matargerð flokkist svo ekki undir uppá- halds mat en ég tel mig vera voða mikinn matgæðing og fæ það líklegast beint í æð frá foreldrum mínum sem kunna svo sannarlega að njóta. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að elda en góð borðs- tund þar sem fjölskylda eða vinir ná að setjast niður saman og segja frá deginum sínum þykir mér afar mikilvæg. Ljósmynd/Hari  appafEngur Buycott Gjarna er talað um að kjósa með veskinu og versla þannig aðeins við fyrirtæki sem sýna samfélagslega ábyrgð eða leggjast gegn barnaþrælkun. Það er hins vegar meira en að segja það að hafa reiður á þessu öllu saman. Þá kemur appið Buycott til sögunnar. Nafnið er orðaleikur og vísar til enska orðsins „boycott“ sem merkir að sniðganga. Í Buycott setur þú inn þín við- mið, hvort sem þú vilt sniðganga vörur frá Ísrael vegna árásanna á Gaza, sniðganga Bertolli vegna andúðar stjórnarformanns- ins í garð samkynhneigðra, Nestlé því forsvarsmenn vilja einkavæða vatn eða sniðganga allt súkkulaði frá fyrirtækjum sem láta fátæk börn á Fílabeinsströnginni þræla. Buycott sýnir þér valmöguleikana og þú velur. Snjallsímann notar þú síðan til að skanna strikamerki á vörum og appið sýnir þér hvort varan er frá fyrirtæki sem er þér að skapi. Stundum er tæknin bara ótrúleg. - eh Aukum framleiðni Býrðu yfir góðri hugmynd? Samtök iðnaðarins óska eftir tillögum frá nemum, rannsakendum, frumkvöðlum og öðru hugmyndaríku fólki sem gengur með hugmynd eða vinnur að verkefnum sem fela í sér aukna framleiðni íslensks iðnaðar eða að greina stöðu framleiðni. Í boði er starfs- og fundaraðstaða, aðgangur að sérfræðingum, að mynda tengsl við aðildarfélög og annað sem Samtökin geta lagt að mörkum. Sendu inn hnitmiðaða lýsingu á verkefninu og hvernig það getur stuðlað að aukinni framleiðni. Láttu fylgja starfsferilsskrá og ef fyrirtæki koma að verkefninu er æskilegt að senda stutta greinargerð um starfsemi þeirra. Frestur til að senda inn hugmyndir er til 31. ágúst nk. og sendist á framleidni@si.is. Samtök iðnaðarins eru stærstu hagsmunasamtök atvinnurekenda hér á landi og mynda þéttriðið net 1600 fyrirtækja. Á 20 ára afmæli Samtakanna leggja þau sérstaka áherslu á aukna framleiðni. Markaður, veitingar, and lits máln ing happ drætti og upp ákomur. Fjölskyldudagur á KEX til styrktar börnum í Palestínu KEX Hostel 17. ágúst frá 14–17 Allur peningur sem safnast rennur óskipt ur til hjálpar­ starfs Rauða krossins. Frjáls framlög eru einnig vel þegin, hægt er að leggja inn á reikning 0140­05­071350, kt. 081288­2839. 52 dægurmál Helgin 15.-17. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.