Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 40
40 matur & vín Helgin 15.-17. ágúst 2014  SóSa heimagert en ekki flókið Mæ-ón-es Þ að var bara síðast í morgun sem hringt var í mig og ég spurð um uppskriftina að Gíslamarteins­ pasta,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgar­ fulltrúi Vinstri grænna. Síðla júlímánað­ ar birti hún mynd á samfélagsmiðlum af pastarétti sem hún kallaði Gíslamarteins­ pasta og voru margir forvitnir vegna nafn­ giftarinnar, þeirra á meðal Gísli Marteinn sjálfur. „Þetta er uppskrift sem ég fékk frá Þóru Tómasdóttur systur minni þegar hún var að vinna á RÚV hér um árið. Hún fékk uppskriftina frá Gísla Marteini og síðan hefur rétturinn heitið Gíslamarteinspasta í okkar meðförum og verið mikið eldaður af okkur systrum í ýmsum útgáfum án þess að Gísli sjálfur hafi frekar komið við sögu,“ segir Sóley. Gíslamarteinspasta byggir á því að steikja vel af hvítlauk og chilli í mikilli olíu og blanda sítrónusafa saman við. Það er í raun pastasósan sjálf og út á pastað þarf að rífa vel af parmesanosti. „Hlutföllin eru frjálsleg og byggja á smekk og smakki og meðlætið getur að öðru leyti verið hvern­ ig sem er. Mikið af ferskri steinselju eða basilikku er gott, eða öðrum kryddjurtum eftir smekk. Svo má setja kjöt og fisk, en það má vel vera að uppskriftin sé orðin ein­ hvern veginn allt öðruvísi en Gísli eldaði hana í upphafi. Eftir að Sóley deildi myndinni hefur hún fengið fjölda fyrirspurna um hvernig gera skuli Gíslamarteinspasta og meðal þeirra sem fóru að hennar ráði og settu mynd af sínu Gíslamarteinspasta á Instagram er Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræð­ ingur og matgæðingur, og Freyja Haralds­ dóttir, varaþingmaður Bjartrar Framtíðar, fékk einnig uppskriftina. Í umræðum um myndina hennar Sól­ eyjar á Instagram áttar Gísli Marteinn sig fljótt á því hvaða uppskrift er um að ræða og segir að hneturnar hafi ruglað hann í ríminu. Hann kannast sannarlega við að hafa gefið Þóru uppskrift á sínum tíma eft­ ir að hún hafði tala um að kunna fáar pasta­ uppskriftir. „Ég gaf henni þá einföldustu pastauppskrift í heimi. Í grunninn snýst þetta bara um að blanda saman hvítlauk og sítrónu. Þú sýður pastað og á meðan hend­ ir þú smá hvítlauk á pönnuna í olíu, kreistir sítrónu yfir og raspar aðeins af berkinum. Þegar pastað er búið að sjóða er vatninu hellt af því og pastanu blandað saman á við á pönnunni. Þetta er síðan sett á diska og ferskri steinselju stráð yfir,“ segir Gísli Marteinn sem er afar hrifinn af þessu einfalda rétti en bendir á að hægt sé að bæta við þennan grunn líkt og þær systur hafa gert. „Það er síðan auðvitað fráleitt að eigna mér heiðurinn af þessu en ég er þó mjög stoltur af því að vera tengdur við sítrónur og hvítlauk.“ Gísli Marteinn er í óða önn að vinna að opnun kaffihússins Kaffi Vest sem opnar á næstum vikum á Hverfisgötunni. Aðspurður segir hann ekki útilokað að Gísla­ marteinspasta verði þar á boðstólum. „Það verður að koma í ljós. Kannski við fáum Sóleyju sem gestakokk og hún eldar Gíslamarteinspasta,“ segir Gísli Marteinn. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ég er mjög stoltur af því að vera tengdur við sítrónur og hvítlauk.  matur gíSlamarteinSpaSta er afar einfaldur paStaréttur Nefndu pastarétt í höfuðið á Gísla Marteini Vinir systranna Sóleyjar og Þóru Tómasdætra hafa flestir heyrt um Gíslamarteinspasta. Gísli Mar- teinn sjálfur kom af fjöllum þegar hann heyrði upphaflega af nafngiftinni en man þó vel eftir að hafa gefið Þóru uppskrift að einföldum pastarétti þegar þau unnu saman á RÚV fyrir um áratug. #gislamarteinspasta sem Sóley Tómas- dóttir birti mynd af á Instagram og en hér bætti hún við cashew- hnetum og basiliku. Gísli Marteinn Baldursson gaf Þóru Tómas- dóttur, systur Sóleyjar, upphaflega uppskriftina. Sóley Tómasdóttir eldar gjarnan Gísla- marteinspasta sem hún útfærir eftir smekk hverju sinni. Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is Gunnar er farinn á hausinn, í það minnsta í kennitöluflakk og þá er kominn tími til að búa til sitt eig­ in mæjónes. Það er ekki flókið að gera mæjó heima en þarf örlitla þolinmæði. Það sem þarf í verkið er handþeytari og skál. Rafmagnsþeyt­ ari er þægilegt tól við þessa athöfn en ekki nauðsynlegur. Líka hægt að nota matvinnsluvél en eiginlega bara ef það þarf að hræra fyrir ferm­ ingarveislu. Gott að hafa líka í huga að heimagert mæjónes hefur ekki mikið geymsluþol. Þrjá, fjóra daga í kæliskáp og því gott að gera bara lítið í einu. Tekur enda bara fimm mínútur, max. Það tekur ekki bara fimm mín­ útur að búa það til heldur eru líka bara fimm hráefni í mæjónesi; Eggja­ rauða, sinnep, olía, edik og salt. Það er hægt að nota hvaða edik sem er en hvítvínsedik er ljómandi. Fyrir þá sem eru hræddir við edikið er hægt að nota sítrónusafa í staðinn. Á móti einni eggjarauðu er á bilinu einn, til einn og hálfur desilítri af olíu. Fer eftir því hve rauðan er stór og hvað hænan borðaði. Það má nota hvaða matarolíu sem er en því bragðminni sem olían er, því hlutlausara verður mæjónesið. Hafist handa Byrjað er á að hræra eggjarauðunni saman við smá slettu af sinnepi, te­ skeið eða tæplega svo. Dijon fyrir þessa hörðu, sætt fyrir hina veikari. Hræra vel saman þangað til að bland­ an verður ljósari og byrjar að þykkna. Bæta þá dropa eða tveimur af olíu og hræra eins og lífið velti á því. Halda svo áfram að hræra olíuna, fyrst í dropum og síðan í örmjórri bunu sam­ an við þangað til mæjónesið er orðið þykkt og fínt. Heimagert mæjónes er frekar gult, Enda búið til úr bæði eggjarauðu og sinnepi. Hafði því ekki miklar áhyggj­ ur af litnum. Að lokum eru svo tvær til þrjár teskeiðar af hvítvínsediki eða annarri matarsýru, eins og sítr­ ónusafa, hrært saman við og saltað eftir smekk. Þá er mæjónesið tilbúið og hægt að löðra því á franskar, gera eggjasalat eða bara sleikja það af písknum, við segjum engum. Gómsæ og glútenlaust Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KJÚKLINGAMÁLTÍÐ FYRIR 4 Grill sumar! Pantaðu á www.noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun. GRILLVEISLUR Gómsætar grillveislur tilbúnar beint á grillið. FYRIR HÓPA OG SAMKVÆMI Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Vönduð vinna Stofnað 1952 Mikið úrval af fylgihlutum Steinsmiðjan Mosaik Legsteinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.