Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 2
 20% afsláttur Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.  Netmiðlar GreiNiNG á hatursorðræðu Fordómafull ummæli í garð múslima algengust Töluvert ber á ummælum sem ein- kennast af kynþáttafordómum, byggðum á staðalmyndum um hópa fólks, að því er fram kemur í nýrri greiningu á hatursorðræðu á ís- lenskum netfréttamiðlum. Af þeim 14.815 ummælum sem voru lesin fyrir greininguna voru 75% skrifuð af körlum og 25% af konum. Algeng- ast er að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. Einnig eru algeng ummæli sem einkennast af þjóðernishyggju og ný-rasisma, að því er fram kemur í tilkynningu Reykjavíkurborgar en greiningin var kynnt á fundi mannréttindaráðs Reykjavíkur á þriðjudaginn. Greiningin var unnin af Bjarn- eyju Friðriksdóttur, doktorsnema í Evrópulöggjöf, og var markmiðið að greina helstu einkenni umræð- unnar í ummælakerfum á netfrétta- síðum og kanna hvort hún einkenn- ist af hatursorðræðu. Tímabilið sem greiningin nær til er frá mars 2013 – mars 2014. Efnisflokkar sem skoð- aðir voru; hælisleitendur/flóttafólk, fólk af erlendum uppruna/innflytj- endur, bygging mosku í Reykjavík, jafnrétti kynjanna, femínismi, kyn- ferðislegt ofbeldi og hinsegin fólk. „Í greiningunni er,“ segir meðal annars í tilkynningunni, „sérstak- lega fjallað um umræðu um bygg- ingu mosku í Reykjavík þar sem komu fyrir gróf ummæli sem ein- kennast af ný-rasisma, kynþátta- hyggju og þjóðernishyggju. Meðal annars voru settar fram morðhót- anir í garð eins af forsvarsmönnum Félags múslima á Íslandi og aðrar persónuárásir. Fram kemur að um það bil 8-10 manna hópur sé mjög virkur í umræðunni um byggingu mosku og búsetu múslima á Íslandi. Nokkrir af þeim halda úti vefsíðum þar sem settur er fram haturs- og hræðsluáróður gagnvart múslim- um.“ -jh  ForsetaFramboð Niðurstaða úr köNNuN FréttatímaNs er ljós Vilja Rögnu Árnadóttur sem næsta forseta Ragna Árnadóttir er sú sem lesendur Fréttatímans myndu helst kjósa sem næsta forseta Íslands. Undanfarna viku hefur staðið yfir kosning milli þeirra tveggja sem efst stóðu í Facebook-könnun blaðsins, Jóns Gnarr sem var þá efstur og Rögnu. Ragna hefur lengi verið orðuð við forsetafram- boð en hún hefur lítið gefið út á það. Ragna Árnadóttir Ragna er lögfræðingur sem vakti athygli þegar hún var dómsmálaráð- herra, utan þings, í kjölfar hrunsins. Hún hefur lengi verið orðuð við forsetaframboð en hefur hvorki sagt af né á um áform sín í þeim efnum. Hún er í dag aðstoðarforstjóri Lands- virkjunar. Hún er fædd árið 1966. Eiginmaður hennar er Magnús Jón Björnsson tannlæknir og eiga þau tvær dætur, fæddar 1993 og 2000. Ragna hefur mikla reynslu úr opinberri stjórnsýslu, hefur verið í stjórnunarstöðum í heilbrigðisráðu- neytinu og dómsmálaráðuneytinu og var dómsmálaráðherra á árunum 2009-10. Hún stýrir samstarfshópi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair sem vinnur að því að finna nýjan stað fyrir Reykjavíkurflugvöll. Þá stýrir Ragna einnig þverpólitískum og þverfag- legum samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi. Á vettvangnum eiga sæti formenn allra stjórnmála- flokka sem sæti eiga á Alþingi og ýmis hagsmunasamtök, fulltrúar sveitar- félaga og stjórnendur fyrirtækja. Í viðtali við RÚV sagði Ragna frá því að hún væri mikill teiknimyndanörd og safnaði sögum um Andrés önd, Dick Tracy og fleiri. Hún sótti námskeið í Beyoncé-dönsum hjá Kramhúsinu í fyrravetur og sagði frá uppátækinu í fjölmiðlum. -sda r agna Árnadóttir er óskafor-seti lesenda Fréttatímans, samkvæmt niðurstöðum óvísindalegrar könnunar á Facebo- ok-síðu blaðsins. Í síðustu viku trónaði Jón Gnarr á toppnum eftir að kosið var á milli 20 efstu en eftir að kosið var á milli tveggja efstu, þeirra Jóns og Rögnu, stendur Ragna uppi sem sigurvegari. Ragna fékk 64% atkvæða en Jón 36% en 414 manns tóku þátt. Um sjálfvalsúrtak var að ræða. Fréttatíminn hóf leitina að næsta forseta lýðveldisins í byrjun mán- aðarins með dyggri aðstoð lesenda en Fréttatíminn hefur undanfarnar vikur staðið fyrir könnun á Facebo- ok-síðu sinni þar sem fjöldi fólks hefur sagt skoðun sína á því hver eigi að vera næsti forseti. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir fyrir síðustu forsetakosningar að hann myndi hugsanlega ekki sitja allt fimmta kjörtímabilið – sem nú er hálfnað. Því fer að draga til tíðinda á þeim vígstöðvum og ekki seinna vænna að fara að undirbúa jarðveg- inn fyrir væntanlegan arftaka. Lesendur nefndu ótal nöfn í upp- hafi og eftir fyrstu lotu gafst fólki tækifæri á að kjósa á milli 20 efstu án þess þó að fram hefði komið hver röðun þeirra væri, en meðal þeirra sem voru á listanum eru Þóra Arnórsdóttir, Davíð Odds- son og Katrín Jakobsdóttir. Eftir þá kosningu trónaði Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri, á toppnum með 24% atkvæða en Ragna Árnadóttir var í öðru sæti með 19% atkvæða. Þó þessi könnun hafi verið til gamans gerð varpar hún ljósi á þá staðreynd að endanleg úrslit kosninga geta verið önnur þegar kosið er aftur á milli tveggja efstu. Í síðustu kosningum til forseta Ís- lands voru sex manns í framboði og upp kom um- ræða um að þegar slíkur fjöldi er í framboði skyldi kjósa á milli tveggja efstu en þar. Raunar skáru tvö efstu sig verulega úr þegar kom að atkvæðafjölda en þá var Ólafur Ragnar Grímsson endur- kjörinn með 53% atkvæða en Þóra Arnórsdóttir fékk 33%. Ragna Árnadóttur hafði betur þegar kosið var milli hennar og Jóns Gnarr. Jón Gnarr 36% Ragna 64% Hugmyndin um tvennar kosn- ingar hefur ekki hlotið brautar- gengi þó þær tíðkist víða, meðal annars vegna kostnaðar og mögu- legs áhugaleysis kjósenda á báð- um kosningum. Þorkell Helgason, stærðfræðingur og fyrrverandi stjórnlagaráðsþingmaður, ritaði grein í Fréttatímann árið 2011 þar sem hann greindi frá því að hann hafi árið 2006 lagt til við stjórnar- skrárnefnd sem þá var að störfum að nota svokallaða forgangsröðun- araðferð við forsetakosningu, sams- konar aðferð og var notuð við kjör til stjórnlagaþings. Þá raða kjósendur frambjóðendum í forgangsröð. Fái enginn þeirra meirihluta er sá sem fær minnst fylgi að fyrsta vali kjós- enda dæmdur úr leik og atkvæði hans færð til hinna í samræmi við annað val viðkomandi kjósenda, og svo framvegis allt þar til meirihluti liggur fyrir. Hversu margir, og ekki síst hverj- ir, bjóða sig fram fyrir næstu for- setakosningar á hins vegar enn eftir að koma í ljós. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri NATO í kveðjuheimsókn Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, hélt af landi brott í gærmorgun, fimmtudag, en hann kom hingað til lands að morgni miðvikudags í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Heimsóknin var liður í undirbúningi fyrir leiðtogafund bandalagsins, sem haldinn verður í Wales dagana 4.-5. september næstkomandi, að því er fram kemur á síðu forsætisráðuneytisins. Jafnframt var um að ræða kveðjuheimsókn framkvæmdastjóra NATO, en hann lætur af störfum í lok næsta mánaðar. Anders Fogh Rasmussen átti fundi með forsætisráðherra og Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. Þá heimsótti hann Alþingi. - jh Bandaríkjamenn sjúkir í allt norrænt Foss distillery, sem framleiðir hina geysi- vinsælu líkjöra og snafsa Björk og Birki, hafa nú hafið útrás til Bandaríkjanna. Björk og Birkir líkjörarnir eru unnir úr íslensku birki og birkisafa og hafa selst mjög vel á Íslandi. Öll tilskilin leyfi eru í höfn og undirbúningur á fyrstu sendingu á vörunum er á lokastigi. Stefnt er á að vörurnar verði komnar í dreifingu í Bandaríkjunum í byrjun október. Það er fyrirtækið Vendetta Spirits í New Orleans sem mun annast sölu- og markaðs- setningu en Vendetta Spi- rits hefur sérhæft sig í inn- flutningi til Bandaríkjanna á líkjörum og snöfsum frá minni framleiðendum út um allan heim. „Varan verður bara seld á sérvöldum kokteilbörum og verður markaðssett sem norræn vara,“ segir Eva Sædal, markaðs- stjóri hjá Foss distillery. „Bandaríkjamenn eru alveg sjúkir í allt sem er norrænt, sérstaklega matargerð og vínmenningu svo við erum viss um að þetta muni falla vel í kramið vestanhafs. Þetta er einhver tískubylgja.“ Ungt fólk mætir síður á kjörstað Kjörsókn í nýafstöðnum borgarstjórnar- kosningum var sú minnsta frá því 1928 eða 62,8%. Fjórum árum fyrr var hún 73,5%. Í þessum kosningum ákvað skrifstofa borgarstjórnar að taka saman tölur yfir kjörsókn eftir aldri. Er þetta í fyrsta sinn sem áreiðanlegar tölur um kjörsókn eftir aldri eru teknar saman á Íslandi. Kjörsóknin var minnst hjá fólki á aldrinum 20-26 ára, eða 41,6%, og litlu meiri hjá 18- 19 ára eða 45%. Það er ekki fyrr en komið er upp í 40 ára og eldri sem kjörsóknin nær því að komast yfir þau 62,8% sem var heildarkjörsókn á öllum aldursbilum. Á heildina litið var kjörsókn kvenna meiri en karla, 64% á móti 62%. Þúsundir hlaupa til góðs Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2014 fer fram laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Þegar tíu dagar voru í hlaup höfðu safnast um 27 milljónir króna til góðra málefna á áheitavef hlaupsins, hlaupastyrkur.is. Heildar upphæðin er 15% hærri en sú sem hafði safnast á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu Redykjavíkurmaraþons. Þrjú þúsund þátttakendur í Reykja- víkurmaraþoni Íslandsbanka eru að safna áheitum á hlaupastyrkur.is. Rúmlega 700 manns hafa safnað 10 þúsund krónum eða meira og 28 hafa safnað 100 þúsund krónum eða meira. Algengast er að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 2 fréttir Helgin 15.-17. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.