Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 58
skólinn byrjar Helgin 15.-17. ágúst 20142 A far fjölbreytt úrval náms er í boði í Námsflokkum Hafnarfjarðar – Miðstöð símenntunar næsta vetur. Má þar finna ýmis konar tölvunámskeið, tungumálanám, handverk og listir og sjálfsstyrkingarnámskeið svo fátt eitt sé nefnt. Þar að auki stunda fjölmargir nám við Háskólann á Akureyri í fjarnámi hjá Námsflokk- unum. „Við byrjuðum með lítinn hóp árið 2002 en nú eru um 400 nemendur skráðir hjá okkur sem stunda fjar- nám við Háskólann á Akureyri,“ segir Theodór Hallsson skóla- stjóri. Nemendurnir sækja þjón- ustu í Námsflokkana, bæði varðandi kennslu og próftökur og allt þar á milli. Kennsla fer að mestu leyti fram í gegnum fjarfundabúnaði og hefur færst í aukana hin síðari ár að kennt sé frá Hafnarfirði vegna stað- setningar skólans. Að sögn Theodórs er hægt að stunda nær allt nám við HA í fjar- námi gegnum Námsflokka Hafn- arfjarðar. Nú í haust verður til að mynda í fyrsta sinn boðið upp á 1. árs nám í hjúkrunarfræði. Það hefur fengið góðan hljómgrunn og um 80 nemendur skráðir í fyrstu tilraun sem er rúmlega helmingur af þess- um hjúkrunarfræðinemum við HA. „Þessi hluti starfseminnar er orð- inn mjög viðamikill,“ segir Theodór um fjarnámið. Alls eru um eitt þúsund nemend- ur í Námsflokkum Hafnarfjarðar – Miðstöð símenntunar á hverjum vetri og viðfangsefni þeirra eru sannarlega fjölbreytt. Boðið er upp á starfsréttinda- og símenntunar- námskeið fyrir dagforeldra, ýmis námskeið í samvinnu við Vinnu- málastofnun og fjölbreytt úrval af tónlistarnámi og matreiðslunám- skeiðum. Þá er hægt að læra kín- versku og fræðast um kínverska menningu, skella sér á hraðlestrar- námskeið eða hressa upp á dönsku- kunnáttuna. Vinsælasta tungu- málanámið er þó enska, að sögn Theodórs. Eitt athyglisverðasta námskeiðið á síðustu önn var námskeið í pylsugerð sem haldið var samstarfi við Pyls- umeistarann. „Þetta gekk frábærlega, það voru 30 manns á námskeiðinu og fólk fór heim með alls kyns tegundir af pylsum,“ segir Theodór. Áformað er að bjóða upp á samskonar námskeið aftur nú á haustönninni. Þá verður einnig boðið upp á nýtt og spennandi námskeið í persónulegum fatastíl sem Hildur Inga Björnsdóttir sér um. Hún er m.a. menntuð í tískuhönnun frá Mílanó. Námsflokkar Hafnarfjarðar voru settir á stofn í núverandi mynd árið 1971 og hafa starfað óslitið síðan. Að sögn Theodórs varð mikil breyting til batnaðar árið 2003 þegar starfsemi þeirra var flutt í gamla Lækjarskólann í Hafnarfirði. „Það var vendipunktur. Nú heitir þetta Menntasetrið við Læk- inn.“ Nánari upplýsingar um Námsflokka Hafnarfjarðar og námsframboð þar má finna á heimasíðunni nhms.is. Unnið í samstarfi við Námsflokka Hafnarfjarðar  Símenntun námSflokkAr HAfnArfjArðAr Kenna allt frá pylsu- gerð til hjúkrunarfræði t æplega 3000 nýnemar hafa innritað sig í grunnnám við Háskóla Íslands í haust. Skipting nemenda eftir kynjum er sú sama og undanfarin ár, tveir þriðju nemenda eru konur og þriðj- ungur karlar. Viðskiptafræði er fjöl- mennasta námsgreinin meðal ný- nema núna líkt og síðustu ár, en alls 275 nemendur hafa innritað sig í ár. Vinsældir tölvunarfræði aukast með hverju árinu sem líður en hún kemur fast á hæla viðskiptafræðinn- ar, með 220 nýnema. Til samanburð- ar voru nýnemar í tölvunarfræði að- eins 54 haustið 2010. Um 200 nemendur hafa skráð sig í sálfræði, 150 í hjúkrunarfræði og 220 í verkfræði. Athygli vekur að konum fjölgar verulega í rafmagns- og tölvuverkfræði miðað við síðustu ár. Fjöldi nýnema í lögfræði lækkar verulega, en nú hefja 80 nýnemar nám til samanburðar við 200 í fyrra. Björn Gíslason, kynningarstjóri Há- skóla Íslands, segir fækkunina skýr- ast af því að tekin voru inntökupróf við lagadeild í vor. Stefnt er að því að taka upp inntökupróf í fleiri náms- leiðum við skólann á næstu misser- um með það að markmiði að draga úr brottfalli, ef la gæði háskóla- starfsins og auka stoðþjónustu. Auk lögfræðinnar eru nú tekin inntöku- próf í læknisfræði, sjúkraþjálfun og hagfræði, sem Björn segir gefa mjög góða raun. -hh  nýnemAr ViðSkiptAfræði VinSæluSt í HáSkólA íSlAndS Viðskiptafræðin er vinsælasta grein Háskóla Íslands líkt og fyrri ár en vinsældir tölvunarfræðinnar vaxa hratt. Stefnt er að því að setja inntökupróf á fleiri námsleiðir til að draga úr brottfalli. Tveir þriðju nemenda við HÍ eru konur og þriðjungur karlar. Konum fjölgar verulega í rafmagns- og tölvuverkfræði miðað við síðustu ár. Konum fjölgar í rafmagns- og tölvunarverkfræði Aldrei of seint! Langar þig í stutt hagnýtt nám? Námssprettir í september og október! Danska og menningarmiðlun – 39.000 kr Hagnýt enska – 39.000 kr Íslenska og Illustrator/Photoshop – 39.000 kr Sögur, ljóð og hreymyndagerð – 39.000 kr Fagurfræði og silfursmíði – 49.000 kr Lífsspeki og jóga – 39.000 kr Öðruvísi heimspeki – 39.000 kr Skapandi skrif og leikræn tjáning – 39.000 kr Spænska og spænsk matargerð – 51.000 kr Fatahönnun og silkiþrykk – 41.000 kr auk efnis Nánari upplýsingar á http://namsokkar.is/ Skráning: idunn.antonsdottir@reykjavik.is eða esther.agustsdottir@reykjavik.is eða í síma 411 6540 Tvisvar í viku, mánudaga – mmtudaga kl. 14:00-16:00 Alls 16 skipti Hússtjórnarskólinn í Reykjavík Opið hús í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur laugar- daginn 11. maí kl. 13:30-17:00 Sýning á handavinnu nemenda, ka- og kökusala. Allir velkomnir. ússtjórnarskólinn í Reykjavík Hússtjórnarskólinn í Reykjavík er einnar annar nám ,teknir eru inn 24 nemendur á önn. Heimavist er fyrir 15 nemendur. Kennd er matreiðsla, prjón, hekl, vefnaður, fata og vél- saum - Námið er eininganám og til að einingar fáist þarf að skila skyldustykkjum í handmenntagreinum til prófs. Próf eru tekin í verklegum og bóklegum greinum. Mætingaskylda 85%. Mikil heimavinna . Haustönn hefst 25. ágúst. Vorönn hefst snemma í janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.