Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Page 62

Fréttatíminn - 15.08.2014, Page 62
Námskeið á haustönn 2014 Hefjast frá 15. september! Nánari upplýsingar og innritun í síma 585-5860 og einnig er fyrirspurnum svarað á nhms@hafnarfjordur.is Ný námskrá kemur út um miðjan september og verður aðgengileg á heimasíðu skólans www.nhms.is • TUNGUMÁL • ENSKUSKÓLINN • ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA Icelandic as a second language • HANDVERK OG LISTIR • HANNYRÐIR • HEILSA – ÚTLIT OG HREYSTI • TÖLVUR OG REKSTUR • TÓNLIST • NÁMSAÐSTOÐ Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði - Námsflokkar Hafnarfjarðar • Sími 585 5860 Tónsalir er ryþmískur tónlistarskóli þar sem leitast er við að viðhalda gleðinni í hljóðfæranáminu. Upplýsingar og innritun á www.tonsalir.is ...BARA GAMAN... Bæjarlind 12. Sími 534-3700. www.tonsalir.is Nú er tekið á móti umsóknum á eftirfarandi tónlistarnám: SKEMMTILEG TÓNLISTARNÁM * Gítarnám * Píanónám * Trommunám * Rafbassanám * Söngnám ónsalir FORNÁMSDEILD - myndlist, hönnun og mótun Myndlistaskólinn á Akureyri býður upp á hnitmiðað 72 fein eininga fjölþætt og heildstætt nám í sjónlistum veturinn 2014-2015. Námið er skipulagt með hliðsjón af aðalnámskrá framhaldsskóla og í því felst listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir framhaldsnám á sviði myndlistar, hönnunar og arkitektúrs. Markmiðið er að mennta fagfólk með sterkan grunn sem tilbúið er til að takast á við verkefni framtíðarinnar. Umsóknarfrestur til 1. september. Nánari upplýsingar á www.myndak.is Sími 462 4958 Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku í fornámsdeild skólaárið 2014-2015 1974-2014 Helgin 15.-17. ágúst 2014 B aldur Gíslason, skólameistari Tækni-skólans, segir bráðvanta trésmiði og iðnaðarmenn á atvinnumarkaðinn. Eftir hrunið hafi margir farið til Noregs vegna mikils at- vinnuleysis en nú hafi markaður- inn tekið við sér á ný. „Við erum ekki enn farin að sjá aukn- ingu í þessi fög eftir hrun þrátt fyrir að það bráðvanti fólk. Eina greinin sem hefur tekið kipp innan byggingargeirans er húsgagnasmíði. Ásóknin var frekar dauf fyrir hrun eins og í flestar hand- verksgreinar, en í dag er þetta ein af okkar vinsælustu brautum.“ Baldur segir aukinn sköpunarkraft og áhuga á frumkvöðlastarfi vera í loftinu. „Það er eins og fólk hafi farið að meira að hugsa um handverk og að gera upp gamla hluti eftir hrun. Það er mikill áhugi á sköpun og fólk virðist líka vilja gera hlutina sjálft.“ Tölvufræðibraut er vinsælasta brautin í Tækniskólanum og hefur verið það í nokkur ár. Brautin gefur réttindi til að fara beint í háskóla og námið er sett upp í nánu sam- starfi við Háskólann í Reykjavík. Baldur segir brautina vera mjög góðan undirbúning fyrir háskólann en líka fyrir atvinnumark- aðinn. „Tölvufræðibrautin gefur mönnum tækifæri á að fara beint út á vinnumarkað- inn og vinna sem tölvufræðingur í minni fyrirtækjuum og reka til að mynda minni netkerfi, svo margir gera það líka. Námið er mjög praktískt og þar að auki er eftirspurn eftir tölvufræðingum á atvinnumarkað- inum.“ -hh Merkimiðar frá breska fyrirtækinu MyNametags verða sífellt algengari á fötum sem börn og ungmenni nota í skólanum. Merkimiðarnir eru ekki aðeins sérlega fallegir – en hægt er að velja úr hundruðum mynstra, mynda og lita – heldur endast þeir út í hið óendanlega og eru með 10 ára þvottekta ábyrgð. Þeir eru eilítið dýrari en merkimiðar frá ís- lenskum framleiðendum en eru komnir inn um póstlúguna um viku eftir pöntun á netinu. Hægt er að panta miða sem eru straujaðir á flíkina sjálfa en einnig límmiða sem henta á þvotta- miðann á flíkinni, sem og á hlaupahjólið, nestis- boxið, sólgleraugun eða í skó. Íslenskir stafir eru ekki vandamál og tilvalið að láta prenta síma- númer á miðana. - eh Endingargóðir merkimiðar  Tækniskólinn iðnaðarmenn vanTar Húsgagnasmíði slær í gegn eftir hrun Baldur Gíslason, skólameistari Tækniskólans, segir aukinn sköpunarkraft og áhuga á frumkvöðlastarfi liggja í loftinu. Eftir hrun sækja sífellt fleiri í nám í húsgagna- smíði í Tækniskólanum. Það er eins og fólk hafi farið að meira að hugsa um handverk og að gera upp gamla hluti eftir hrun. Það er mikill áhugi á sköpun og fólk virðist líka vilja gera hlutina sjálft.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.