Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 12
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. S Sýnd hafa verið í fréttum alvarleg dæmi um utanvegaakstur. Fram hefur komið hjá þeim sem til þekkja, lögreglu og land- vörðum, að utanvegaakstur hafi færst í aukana. Mikið er um för eftir bíla á Kverk- fjallaleið þar sem ferðamenn sneiða fram hjá pollum, grjóti og öðrum farartálmum með því að aka út fyrir veg. Sama gildir um Fjallabaksleiðir og á veginum að Laka, auk fleiri hálendisvega. Utanvegaakstur- inn er þó ekki bundinn við hálendið. Algengt er að sjá hjólför á söndum Suður- lands. Þar leika einhverjir sér að því að spóla í hringi og skilja eftir sig ljót för. Utanvegaakstur er bann- aður. Fyrir tveimur árum var lögum um náttúruvernd breytt og viðurlög við akstri utan vegar hert. Verði alvar- leg spjöll á náttúru landsins vegna utanvegaaksturs skal brotamaður sæta sektum að lágmarki 350 þúsund krónur, eða fangelsi allt að fjórum árum. Séu spjöllin alvarleg eða akstur utan vega sérlega vítaverður er heimilt að gera ökutækið upptækt með dómi, nema það sé annars eign. Íslendingum á að vera það kunnugt að óheimilt sé að aka utan vegar og að refsingar liggi við athæfinu. Margir hafa þó gerst sekir um slíkt og eru dæmi um ljót sár víða, ára- og jafnvel áratuga gömul því land því djúp hjólför gróa seint eða jafn- vel aldrei. Þegar einn hefur markað för telja aðrir sér fært að aka þar líka. Þá leitar vatn í hjólförin svo þau geta orðið farvegir lækja. Nú steðjar að okkur frekari vandi vegna fleiri erlendra ferðamanna á hálendis- slóðum og víðar á alls konar farartækjum. Hluti þeirra kemur á eigin farartækjum með ferjunni til Seyðisfjarðar og dæmi eru um stóra og þunga fjallabíla í þeim hópi, jafnvel allt að 10 tonnum að þyngd. Umhugsunarefni hlýtur að vera hvort leyfa eigi takmarkalausa umferð slíkra öku- tækja á viðkvæmum slóðum. Nýleg dæmi eru um alvarleg umhverfisspjöll af völdum þeirra. Flestir ferðamennirnir leigja sér hins vegar bíla við komu hingað, fólksbíla, jepp- linga eða jeppa eftir atvikum. Allar þessar gerðir sjást á hálendinu, jafnvel smábílar. Sjónvarpið birti mynd á dögunum af smá- jeppa sem ökumaður festi í mýrarmosa utanvegar á leið að Laka í Vatnajökulsþjóð- garði. Sá hafði ekið út fyrir veginn til að forðast poll á veginum. Sárið var ljótt. Lög- regla losaði bílinn og sektaði ökumann um nokkur hundruð þúsund krónur. Spurning er hins vegar hversu vel erlendum ökumönnum eru kynntar reglur um akstur hér á landi, einkum bann við utanvegaakstri? Viðbrögð ökumanna sem staðnir eru að akstri utan vegar eru gjarna að þeir hafi ekki vitað af banninu. Lág- mark er að afhentar séu reglur um akstur- inn í hvern bíl sem með Norrænu kemur og skýrt tekið fram um viðurlög við utan- vegaakstri – og sama upplýsingaskylda sé á bílaleigum og reglur þar um í hverjum bíl. Ferðamennirnir eru hingað komnir til að njóta náttúru landsins en það er á okkar ábyrgð að kynna þeim það rækilega að við þá náttúruskoðun ber að vernda hana og fara eftir settum reglum. Tilkynningaskylda almennings er rík, verði menn vitni að náttúruspjöllum. Erfitt er að ná til spellvirkja nema sönnun sé til staðar, til dæmis mynd. Aukin ábyrgð er enn fremur á yfirvöldum. Keppt er að því að laða ferðamenn hingað – en við verðum að vera reiðubúin að taka á móti þeim, meðal annars með viðhaldi hálend- is- og annarra óbyggðavega. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hafði það eftir Snorra Baldurssyni, þjóðgarðsverði í Vatnajökuls- þjóðgarði, að slæmt ástand vega yki utan- vegaakstur, fólk hlífði jafnvel bílum sínum með því að aka utan vegar því vegurinn væri verri yfirferðar en landið í kring. Hjá því verður heldur ekki komist að auka eftirlit með akstri í óbyggðum – og beita þeim viðurlögum sem fyrir hendi eru gagnvart brotlegum. Á endanum er það buddan sem kennir mönnum. Ábyrgð á utanvegaakstri er okkar Ólíðandi náttúruspjöll Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýSdóTTiR MMikilvægt Magnesíum plús með B12, B6 og fólinsýru er slakandi og styrkjandi fyrir líkama og sál. fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420 Kæliskápadagar út ágúst 20% afsláttur 20-50% AFSLÁTTUR Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri Heilsurúm - Svefnsófar - Sængur Sængurver - Heilsukoddar - o.fl. 12 viðhorf Helgin 15.-17. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.