Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 70
skólinn byrjar Helgin 15.-17. ágúst 201414  Námskeið Næsta kyNslóð hjá Dale CarNegie Alger sprenging í vinsældum Rekstrarvörur – fyrir skrifstofuna og skólann Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Þ etta snýst um að styrkja sjálfsmyndina, bæta sjálfs-traustið og auka jákvæðni,“ segir Anna Steinsen, þjálfari hjá Dale Carnegie. Námskeiðið Næsta kynslóð hefur notið mikilla vinsælda hjá íslensk- um ungmennum. Alls hafa yfir fjög- ur þúsund þátttakendendur útskrif- ast síðan árið 2004. „Þetta verður sífellt vinsælla og síðustu þrjú ár hefur orðið alger sprenging,“ segir Anna. Námskeiðið er kennt í fjórum ald- urshópum, 10-12 ára, 13-15 ára, 16- 20 ára og 21-25 ára. Þjálfunin bygg- ist á hvatningu, hrósi og jákvæðni. Þátttakendur geta notað það sem þeir læra á námskeiðinu í raunveru- legum aðstæðum í lífinu. „Það er öll flóran af krökkum sem kemur á þessi námskeið. Þetta unga fólk vill undirbúa sig vel fyrir lífið og ef þú ert með sterka sjálfsmynd áttu auðveldara með að segja þína skoðun og að segja nei þegar það á við. Það hefur gríðarlega þýðingu að geta staðið upp fyrir sjálfan sig í stað þess að verða undir.“ Anna segir að unnið sé að fimm markmiðum á námskeiðinu. Fyrsta markmiðið er að efla sjálfstraustið. „Gott og heilbrigt sjálfstraust er lyk- illinn að vellíðan á öllum aldri. Það er ekki sjálfgefið að vera með sjálfs- traust, við þurfum að vinna fyrir því eins og öllu öðru. Þess vegna er ekki nóg að lesa um það, við þurf- um að þjálfa okkur til að bæta það. Nákvæmlega eins og ef þú ætlar að ná árangri í fótbolta eða handbolta, þá verður þú ekki góður með því að hugsa um það eingöngu, það þarf að æfa og æfa til að skila árangri “. Annað markmiðið er að ef la mannleg samskipti og það þriðja er að bæta tjáningu. „Þetta er ekki eitt- hvað ræðunámskeið eins og margir halda. Við kennum fólki að þora að standa upp og koma fram. Að ungt fólk geti haldið fyrirlestur eða sagt skoðun sína ef kennarinn spyr að einhverju í skólanum. Geta sagt hvernig þér líður og talað um til- finningar. Fjórða markmiðið er að styrkja leiðtogahæfileika og fimmta mark- miðið er að tileinka sér jákvætt við- horf. Þeir sem koma á námskeiðið segja að það hafi gert sig jákvæð- ari. Um leið og þú verður jákvæðari verður tilveran skemmtilegri.“ Anna segir að árangurinn tali sínu máli á Næstu kynslóðar-nám- skeiðunum. „Krakkarnir sem koma líður betur og þeir eru bæði jákvæð- ari og öflugri. Á námskeiðunum kynnast þeir allskonar krökkum sem hafa farið í gegnum ólíka hluti og læra hver af öðrum. Þeir sjá að lífið og tilveran er stærri en bara bakgarðurinn hjá þeim sjálfum og að það eru stærri mál að pæla í heldur en hvaða dressi eigi að fara í diskóið á föstudaginn,“ segir hún og hlær. Hvert Næstu kynslóðar-nám- skeið er átta skipti, auk eftirfylgni. Næstu námskeið verða í september. Skráning er hafin í síma 555-7080 og á netföngunum jon@dale.is og anna@dale.is. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni naesta- kynslod.is. Unnið í samstarfi við Næstu kyn- slóð  heimilið 24 NýNemar á hverri öNN Fjölbreytt og skemmtilegt nám Hússtjórnarskólinn í Reykjavík er með aðsetur í einu fallegasta húsi borgarinnar, við Sólvallagötu 12 í Reykjavík. Húsið var byggt árið 1921 af Jónatan Þorsteinssyni og hefur skólinn starfað óslitið frá árinu 1942, ýmist sem heilsársskóli eða í annarri mynd. Árið1975 breyttist Húsmæðraskóli Reykjavíkur í Hússtjórnarskólann í Reykjavík og var þá gerður að ríkis- skóla. Margrét Sigfúsdóttir, sem hefur verið skólastýra hússtjórnar- skólans síðan 1998, segir námið mjög fjölbreytt og skemmtilegt. „Námið er ein önn sem er 16 og hálf vika. Það eru teknir inn 24 ný- nemar á hverri önn og ekki er hægt að taka inn fleiri þó eftirspurnin sé mikil,“ segir Margrét Stefna skólans er að kenna nem- endum hefðbundna matargerð sem nýtist þeim í daglegu lífi sem og að kynna þeim gamlar matreiðslu- aðferðir og matarhefð. Nemendur kynnist nýjungum í matargerð ásamt því að læra um framandi rétti og vörur sem notaðar eru í erlendri matargerð. Stefna skólans í hand- menntagreinum er að nemendur geti nýtt sér og aukið þekkingu sína við saum, prjón, hekl og vefnað og búið til flíkur og aðra nytsamlega hluti sér og öðrum til ánægju og gleði. „Nemendur eru flestir um tvítugt og eldri, námið er mjög gefandi og er mikil heimavinna í handavinnu- fögunum og hver kennsludagur er frekar langur, enda bara ein önn,“ segir Margrét. „Þeir sem hafa stundað nám hjá okkur hafa talað um að skólinn sé góður undirbúningur fyrir annað nám vegna mikilla anna og skipu- lags á heimavinnu.“ Allar upplýsingar um nám í Hús- stjórnarskólanum í Reykjavík er hægt að nálgast á www.husstjorn- arskolinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.