Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 15.08.2014, Blaðsíða 50
 TónlisT PlaTan Mannabörn koMin úT Tómasi fátt óviðkomandi Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari gaf út á dögunum nýja plötu. Platan heitir Mannabörn og inniheldur áður útgefin sönglög eftir Tómas í nýjum útsetningum Gunnars Gunnarssonar píanóleikara og organista Fríkirkjunnar. G unnar Gunnarsson organisti lagðist í það fyrir um tveimur árum að útsetja nokkur af lögunum fyrir kórinn sem hann er með í Fríkirkjunni. Mér fannst takast svo vel til að ég fékk þá hugmynd að gera heilt prógram með útsetningum Gunnars,“ segir Tómas. „Kórinn fékk nafnið Söng- hópurinn við Tjörnina og ákveð- ið var að taka þessar útsetningar upp. Ég fékk Sigríði Thorlacius til þess að syngja með í þessum lögum, og Sigtrygg Baldursson til þess að spila á Conga trommur í 6 lögum og útkoman er platan Mannabörn.“ Tómas hefur verið iðinn við það að semja sönglög í gegnum tíðina og gerði plötu með Ólafíu Hrönn sem kom út fyrir 19 árum. Einnig hefur hann samið sönglög sem söngvarar eins og Ragnheiður Gröndal, Mugison, Ragnhildur Gísladóttir og Ellen Kristjánsdóttir hafa meðal annarra flutt. „Ljóð hafa mikil áhrif á mig. þeg- ar ég les fallegt og gott ljóð þá lang- ar mig að semja við það lag,“ segir Tómas. Á plötunni Mannabörn eru ljóð eftir ýmsa höfunda, Halldór Laxness, Gyrði Elíasson, Kristínu Svövu Tómasdóttur og Sveinbjörn I. Baldvinsson. Tómas sjálfur á einnig texta en hann segir það alls ekki vera eitthvað sem hann geti gert mikið af. „Nei biddu fyrir þér, nógu langan tíma tekur það mig að semja lög, hvað þá texta, svo það er ekki á stefnuskránni.“ Plötur Tómasar sem gefnar hafa verið út í hans nafni eru á þriðja tug og fátt hefur honum verið óviðkomandi. Hvort sem það er djass, þjóðlög, sönglög eða techno, en árið 2007 kom út platan Romm- tommtechno með endurgerðum lögum Tómasar í techno útgáfum. Hvað er þá næst hjá Tómasi? „Ætli það sé ekki bara hip-hop,“ segir hann og hlær. „Ég veit það hreinlega ekki. Ég ætla að fara til Kúbu í nóvember og apríl og hafa augun opin og eyrun, meira veit ég ekki.“ Útgáfutónleikar Tómasar og Mannabarna verða á sunnudags- kvöldið í Hörpu. Tónleikarnir eru partur af dagskrá Djasshátíðar Reykjavíkur. Tómas R. Einarsson hefur sent frá sér plötuna Mannabörn. Á henni nýtur hann aðstoðar Sigríðar Thorlacius og Sigtryggs Baldurs- sonar. Ljósmynd/Dagur Gunnarsson Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is ÚTHLUTUN ÚR HÖNNUNAR SJÓÐI AURORU Í NÓVEMBER 2014 ��������������� FRESTUR TIL AÐ SKILA INN UM SÓKNUM RENNUR ÚT 15. SEPTEMBER HÖNNUNARSJÓÐUR Auroru hefur að mark miði að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum og arkitektum fjárhags lega aðstoð� Nánari upplýsingar um út hlutaða styrki og leið­ beiningar vegna um sókna er að finna á www.honnunarsjodur.is� Umsóknir og fyrir spurnir sendist á info@honnunarsjodur. is�Hönnunarsjóður Auroru ALLRI SUMAR VÖRU 50-60 TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 www.habitat.is | Vefverslun á www.tekk.is TEVA sólstóll/bekkur Fjórir litir – 7.250 kr. MAUI sólstóll með taubaki 8.725 kr. ÚTSÖL UNNI LÝKUR Á SUNNU DAG 50 AFSLÁTTUR 50 AFSLÁTTUR 30 AFSLÁTTUR 30 AFSLÁTTUR Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is SKÓLADAGAR 14-17 ÁGÚST 15% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM *GILDIR EKKI FYRIR ÚTSÖLUVÖRUR 50 menning Helgin 15.-17. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.