Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Side 58

Fréttatíminn - 15.08.2014, Side 58
skólinn byrjar Helgin 15.-17. ágúst 20142 A far fjölbreytt úrval náms er í boði í Námsflokkum Hafnarfjarðar – Miðstöð símenntunar næsta vetur. Má þar finna ýmis konar tölvunámskeið, tungumálanám, handverk og listir og sjálfsstyrkingarnámskeið svo fátt eitt sé nefnt. Þar að auki stunda fjölmargir nám við Háskólann á Akureyri í fjarnámi hjá Námsflokk- unum. „Við byrjuðum með lítinn hóp árið 2002 en nú eru um 400 nemendur skráðir hjá okkur sem stunda fjar- nám við Háskólann á Akureyri,“ segir Theodór Hallsson skóla- stjóri. Nemendurnir sækja þjón- ustu í Námsflokkana, bæði varðandi kennslu og próftökur og allt þar á milli. Kennsla fer að mestu leyti fram í gegnum fjarfundabúnaði og hefur færst í aukana hin síðari ár að kennt sé frá Hafnarfirði vegna stað- setningar skólans. Að sögn Theodórs er hægt að stunda nær allt nám við HA í fjar- námi gegnum Námsflokka Hafn- arfjarðar. Nú í haust verður til að mynda í fyrsta sinn boðið upp á 1. árs nám í hjúkrunarfræði. Það hefur fengið góðan hljómgrunn og um 80 nemendur skráðir í fyrstu tilraun sem er rúmlega helmingur af þess- um hjúkrunarfræðinemum við HA. „Þessi hluti starfseminnar er orð- inn mjög viðamikill,“ segir Theodór um fjarnámið. Alls eru um eitt þúsund nemend- ur í Námsflokkum Hafnarfjarðar – Miðstöð símenntunar á hverjum vetri og viðfangsefni þeirra eru sannarlega fjölbreytt. Boðið er upp á starfsréttinda- og símenntunar- námskeið fyrir dagforeldra, ýmis námskeið í samvinnu við Vinnu- málastofnun og fjölbreytt úrval af tónlistarnámi og matreiðslunám- skeiðum. Þá er hægt að læra kín- versku og fræðast um kínverska menningu, skella sér á hraðlestrar- námskeið eða hressa upp á dönsku- kunnáttuna. Vinsælasta tungu- málanámið er þó enska, að sögn Theodórs. Eitt athyglisverðasta námskeiðið á síðustu önn var námskeið í pylsugerð sem haldið var samstarfi við Pyls- umeistarann. „Þetta gekk frábærlega, það voru 30 manns á námskeiðinu og fólk fór heim með alls kyns tegundir af pylsum,“ segir Theodór. Áformað er að bjóða upp á samskonar námskeið aftur nú á haustönninni. Þá verður einnig boðið upp á nýtt og spennandi námskeið í persónulegum fatastíl sem Hildur Inga Björnsdóttir sér um. Hún er m.a. menntuð í tískuhönnun frá Mílanó. Námsflokkar Hafnarfjarðar voru settir á stofn í núverandi mynd árið 1971 og hafa starfað óslitið síðan. Að sögn Theodórs varð mikil breyting til batnaðar árið 2003 þegar starfsemi þeirra var flutt í gamla Lækjarskólann í Hafnarfirði. „Það var vendipunktur. Nú heitir þetta Menntasetrið við Læk- inn.“ Nánari upplýsingar um Námsflokka Hafnarfjarðar og námsframboð þar má finna á heimasíðunni nhms.is. Unnið í samstarfi við Námsflokka Hafnarfjarðar  Símenntun námSflokkAr HAfnArfjArðAr Kenna allt frá pylsu- gerð til hjúkrunarfræði t æplega 3000 nýnemar hafa innritað sig í grunnnám við Háskóla Íslands í haust. Skipting nemenda eftir kynjum er sú sama og undanfarin ár, tveir þriðju nemenda eru konur og þriðj- ungur karlar. Viðskiptafræði er fjöl- mennasta námsgreinin meðal ný- nema núna líkt og síðustu ár, en alls 275 nemendur hafa innritað sig í ár. Vinsældir tölvunarfræði aukast með hverju árinu sem líður en hún kemur fast á hæla viðskiptafræðinn- ar, með 220 nýnema. Til samanburð- ar voru nýnemar í tölvunarfræði að- eins 54 haustið 2010. Um 200 nemendur hafa skráð sig í sálfræði, 150 í hjúkrunarfræði og 220 í verkfræði. Athygli vekur að konum fjölgar verulega í rafmagns- og tölvuverkfræði miðað við síðustu ár. Fjöldi nýnema í lögfræði lækkar verulega, en nú hefja 80 nýnemar nám til samanburðar við 200 í fyrra. Björn Gíslason, kynningarstjóri Há- skóla Íslands, segir fækkunina skýr- ast af því að tekin voru inntökupróf við lagadeild í vor. Stefnt er að því að taka upp inntökupróf í fleiri náms- leiðum við skólann á næstu misser- um með það að markmiði að draga úr brottfalli, ef la gæði háskóla- starfsins og auka stoðþjónustu. Auk lögfræðinnar eru nú tekin inntöku- próf í læknisfræði, sjúkraþjálfun og hagfræði, sem Björn segir gefa mjög góða raun. -hh  nýnemAr ViðSkiptAfræði VinSæluSt í HáSkólA íSlAndS Viðskiptafræðin er vinsælasta grein Háskóla Íslands líkt og fyrri ár en vinsældir tölvunarfræðinnar vaxa hratt. Stefnt er að því að setja inntökupróf á fleiri námsleiðir til að draga úr brottfalli. Tveir þriðju nemenda við HÍ eru konur og þriðjungur karlar. Konum fjölgar verulega í rafmagns- og tölvuverkfræði miðað við síðustu ár. Konum fjölgar í rafmagns- og tölvunarverkfræði Aldrei of seint! Langar þig í stutt hagnýtt nám? Námssprettir í september og október! Danska og menningarmiðlun – 39.000 kr Hagnýt enska – 39.000 kr Íslenska og Illustrator/Photoshop – 39.000 kr Sögur, ljóð og hreymyndagerð – 39.000 kr Fagurfræði og silfursmíði – 49.000 kr Lífsspeki og jóga – 39.000 kr Öðruvísi heimspeki – 39.000 kr Skapandi skrif og leikræn tjáning – 39.000 kr Spænska og spænsk matargerð – 51.000 kr Fatahönnun og silkiþrykk – 41.000 kr auk efnis Nánari upplýsingar á http://namsokkar.is/ Skráning: idunn.antonsdottir@reykjavik.is eða esther.agustsdottir@reykjavik.is eða í síma 411 6540 Tvisvar í viku, mánudaga – mmtudaga kl. 14:00-16:00 Alls 16 skipti Hússtjórnarskólinn í Reykjavík Opið hús í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur laugar- daginn 11. maí kl. 13:30-17:00 Sýning á handavinnu nemenda, ka- og kökusala. Allir velkomnir. ússtjórnarskólinn í Reykjavík Hússtjórnarskólinn í Reykjavík er einnar annar nám ,teknir eru inn 24 nemendur á önn. Heimavist er fyrir 15 nemendur. Kennd er matreiðsla, prjón, hekl, vefnaður, fata og vél- saum - Námið er eininganám og til að einingar fáist þarf að skila skyldustykkjum í handmenntagreinum til prófs. Próf eru tekin í verklegum og bóklegum greinum. Mætingaskylda 85%. Mikil heimavinna . Haustönn hefst 25. ágúst. Vorönn hefst snemma í janúar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.