Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Blaðsíða 13
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON - MINNING
um sínum lýsir það manni, sem dæmdur er á marklausa heljargöngu,
klofinn á milli draums og lífs, með óeirð í blóði, einn og engum þekkt-
ur.“ I höfundarverki Matthíasar má þræða sig eftir heljargöngunni. Líkt
og í skáldskap Kristjáns má einnig þreifa á móthverfum, ef ekki „ævisögu
sálar“. Þrátt fýrir fádæma kortlagningu heljargöngunnar var svarti prins-
inn ljósberi. Móthverfurnar í sögu Matthíasar eru því ekki aðeins skap-
andi, heldur í raun ekki gerðar íýrir skilninginn. Eins og að opna bók og
lesa skrift hans: „I sandhafi eyðimerkurinnar er stundum eins og eg ...“.
I áraraðir hélt Matthías nútímanum á lífi í Arnagarði. Það var líka hann
sem í samræðum og skrifum skóp hvert ævintýrið á fætur öðru og gat
ekki annað en tælt nemendur til sköpunar. Komi einhver auga á tiltekin
hvörf í lífi Matthíasar eru þau í senn uppskera og fundur. Líkt og dauð-
inn, eru trúin og ástin lífstíðarverkefhi.
Matthías var fundvís á Steinunni. Hún auðgaði líf hans enn frekar með
Nönnu Elísu Jakobsdóttur, fósturdóttur Matthíasar. Og saman eignuð-
ust þau Jóhönnu Steinu. Veturinn 2002-2003 var Matthías í rannsóknar-
leyfi í Edinborg og vann þá m.a. að ritun ævisögu Héðins Valdimarsson-
ar. Hann greindist með krabbamein vorið 2003 og kom þá aftur heim
með fjársjóðinn sinn. Hamraborg með arnarhöfuð, sagði Matthías um
meinið. Hann var til í slaginn. Hann hafði allt að vinna. Það var komið
sumar og þau gáfu mér vöfflur með rjóma, hvítar liljur og bókina Hng-
leiðingar um höfuðatriði kristinnar trúar eftir J.P. Mynster. Ætlarðu að
segja mér að þú hafir ekki lesið þessa bók! Og þú kallar þig doktor!, sagði
sá helsjúki og glotti. Eg þóttist halda kúrs nokkrum mánuðum síðar þar
sem ég sat grunlaus í öðru landi og las bók heilagrar Teresu ffá 16. öld
um sálina. Það var 3. febrúar, daginn sem Matthías skildi við.
Teresa er að ráðleggja reglusystrum sínum að hugsa um sálina sem
kastala, gerðan úr demöntum eða öðrum fíngerðum kristal og sem felur
í sér marga verustaði. I hennar huga er ekkert sambærilegt við fegurð sál-
ariimar og mikilfenglega eiginleika hennar. Efdr mínum skilningi, segir
hún, er lykillinn að hliði kastalans bæn og íhugun. Það er hins vegar ekki
sama hvernig beðið er. Auk sálarkrypplinganna sem aldrei biðja og gera
sig ánægða með að dvelja utan kastalans, upp fyrir haus í veraldarvafstri
og líkjast þess vegna meir og meir skordýrunum og smákvikindunum
sem skríða upp eftir kastalanum, eru þeir sem biðja illa, segir hún. Eg
hélt áfram að lesa. I fyrsta verustað kastalans af sjö tekur myrkrið völdin.
Myrkrið, segir Teresa,