Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Blaðsíða 17
NAFNIÐ OGINNTAK ÞESS
skref og stefnir óðfluga að eigin þrotum, óbreytt hið ytra en kjarni þess
harla afskræmdur.
Eg velti því fyrir mér hvort stjórnvöld geta ábyrgst að aðgerðir þeirra
séu raunverulega lýðræðislegar þegar þau nýta sér það lögmæti sem þau
öðluðust í almennum kosningum og reyna með öllum ráðum að beina at-
hygli okkar frá þeirri augljósu staðreynd að sjálfar kosningarnar fólu þeg-
ar í sér tvo þætti sem stönguðust á; annars vegar hirrn pólitíska vilja, sem
menn létu í ljós með atkvæði sínu, og hins vegar sjálfkrafa afsal borgara-
legs valds, í flestum tdlvikum ómeðvitað? Með öðrum orðum: Skyldi það
ekki vera rétt að nákvæmlega á því augnabliki sem kjósandinn stingur at-
kvæðinu í kjörkassann felur hann í aðrar hendur það brot af pólitísku
valdi sem fram að því tilheyrði honum sem borgara í ríkinu, og fær ekk-
ert í staðinn nema kosningaloforð?
Mönnum kann að virðast vanhugsað þetta hlutverk málsvara Myrkra-
höfðingjans sem ég virðist taka að mér með því að benda fyrst á regin-
djúpið sem í lýðræðiskerfum okkar aðskilur vald þeirra sem kusu ffá valdi
hinna sem voru kosnir, og draga síðan í efa fyrirvaralaust - andstætt regl-
um ræðulistarinnar - réttmæti og virkni þeirra pólitísku farvega sem
framsal, umboð og vald fara eftir í lýðræðisskipulagi. Hér er ástæða til að
staldra við og hugleiða hvað og til hvers lýðræði okkar er áður en við
reynum, eins og orðið er árátta nú á tímum, að gera það að alþjóðlegri
skyldu. Því að þessi skrípamynd af lýðræði, sem við reynum eins og boð-
berar nýrrar trúar með fortölum eða valdbeitingu að breiða út og koma
á annars staðar í heiminum, er ekki lýðræði hinna vitru og frjálsu Grikkja
heldur hitt lýðræðið, sem hinir hagsýnu Rómverjar hefðu komið á í sín-
um löndum hefðu þeir séð sér hag í því eins og ég leyfi mér að segja að
þeir gerðu núna, í upphafi nýs árþúsunds, þegar við sjáum lýðræðið
smækkað og lítillækkað á alls kyns forsendum (efhahagslegum, fjárhags-
legum og tæknilegum), sem — drögum það ekki í efa - hefðu orðið til þess
að landeigendurnir í Latíum hefðu snögglega skipt um skoðun og gerst
athafnasamir og ákafir „lýðræðissinnar“.
Nú er meira en líklegt að sá óþægilegi grunur læðist að mörgum sem
hafa hlýtt á mig með velvild hingað til að ég sé fráleitt lýðræðissinni, en,
eins og hinir ffóðari geta vottað, ætti það að vera augljóst þar sem hug-
myndaffæðilegar tilhneigingar mínar eru almennt þekktar ... Hér er
hvorki staður né stund fyrir réttlætingu eða vörn enda ætlaði ég mér að-
eins að nefna hér nokkrar af hugleiðingum mínum um hugmyndina, til-