Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Blaðsíða 99
FRÁ FULLTRÚALÝÐRÆÐITIL ÞÁTTTÖKULÝÐRÆÐIS
ák\rarðanir og mynda oft þéttriðin net hagsmunahópa. Fólk getur færst á
milli sviða, t.d. úr atvinnuhfinu í stjómmál eða öfugt. Ein af þeim breyt-
ingum sem bent er á er að verkalýðselítan sem löngum hafði mikil áhrif
og var á öndverðum meiði við borgaraöflin er nú að mestu horfin. Það
era menntamenn sem stjórna verkalýðshreyfingunni og Verka-
mannaflokknum og þar með er rödd verkafólksins orðin allt önnur en
hún var.58 Umræðan í Noregi um elítur, ris þeirra, fall og völd, er eink-
ar spennandi og vekur upp margar spumingar sem vert væri að fá svör
við hér á landi, t.d. um áhrif menningar- og stjómmálaelítunnar and-
spænis dvínandi valdi verkalýðsforystunnar sem var leiðandi afl hér á
landi til skamms tíma.
Fjöhniðlar koma einnig við sögu en það er talin jákvæð þróun að fjöl-
miðlar em sjálfstæðari og óháðari stjómmálaflokkum en fýrr á tíð. Um-
ræðunni er ekki stýrt á sama hátt og áður og hún veitir stjórnmálamönn-
um aðhald. Aftur á móti hefur nýtt fyrirbæri orðið til tengt fjölmiðlum
sem norsku ffæðimennirnir kalla loftvogarlýðræði (barometerdemokrati).
Sífellt er verið að mæla allt milli himins og jarðar, fýlgi flokka, vinsældir
leiðtoga, hvað fólk kaupir, horfir eða hlustar á. Umræðan sem þessar
mælingar skapa, einkum meðal stjómmálamanna, minnir um margt á
vamir sérréttindahópa fýrr á öldum. Oþægilegar niðurstöður verða til
þess að ákveðnir hópar snúast til varnar. Skoðarúr fólks em sagðar
sveiflukenndar, mótsagnakenndar, skammsýnar eða til vitnis um skort á
umburðarlyndi og því dregið í efa að mark þurfi að taka á þeim. Fræði-
mennirnir benda á að þessar mælingar séu nýtt form lýðræðislegrar um-
ræðu sem eigi að taka alvarlega.59
Einsmálshreyfingar, breytingar á félagslegri þátttöku og frjáls félaga-
samtök er síðasta atriðið sem nefht verður af áherslum meirihluta norsku
nefndarinnar. Eins og áður hefur komið fram hefur félögum stjórnmála-
flokka fækkað mikið en þátttaka fólks og áhugi á þjóðfélagsumræðum
hefur þó ahs ekki minnkað, heldur tekið á sig nýjar myndir. Nýjar hreyf-
ingar em sífellt að verða til vegna ákveðinna mála sem upp koma, að-
stæðna eða áforma stjórnvalda, allt frá hverfasamtökum til smðnings-
hópa við böm sem eiga í erfiðleikum. Þær beita sér ýmist í þágu
hagsmuna einstaklinga, hópa eða að málefhum sem snerta samfélagið í
heild. Samtök atvinnurekenda hafa enn sterka stöðu en hreyfingar sem
- Makten og demokratiet - en introdnksjon, bls. 7.
ss Sama heimild, bls. 7-8.
97