Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Blaðsíða 30
GUNNAR KARLSSON
og tveimur bændum. En áður en árið var liðið voru félagsmenn orðnir
105 talsins, svo margir að meirihluti þeirra hlýtur að hafa verið bændur.20
Þá má nefna að bæjarstjóm í Reykjavík var kosin frá 1836, þrír fulltrú-
ar húseigenda og verslunarstjóra og einn fulltrúi tómthúsmanna. Frelsi
kjósenda var að vísu ekki mikið í þessu vali, þrú að bæjarfógeti valdi fyr-
irfram menn sem mátti kjósa um, þrisvar sinntrm fleiri en kjósa sk\ddi, og
var vald bæjarstjómar þó aðeins ráðgefandi.21 I sögu lýðræðisþróunar er
þessi fyrstd vísir að bæjarstjóm því eingöngu markverður vegna þess að
hann fól í sér kosningar.
Reglur um komingarétt og kjörgengi
Kosningaréttur var í upphafi einkum miðaður rið fasteign og lífstíðar-
ábúð á jörð:
Réttindi til hluttöku í kosníngu alþíngismanna bera einúngis
slíkum fasteignar haldendum, er annaðhvort eiga jörð, að
minnsta kosti af 10 hundraða dýrleika, ellegar múr- eður timb-
ur-hús í Reykjavík eður einhverju öðra landsins verzlunarplázi,
sem með löglegri rirðíngu í minnsta lagi hefir verið rnetið til
1000 ríkisbánkadala andrirðis, - ellegar ogsvo þeim, er af op-
inbera eður beneficeruðu gózi halda jörð með lífsfestu, í
minnsta lagi af 20 hundraða dýrleika.
Þá var kosningaréttur takmarkaður rið óflekkað mannorð; jaínvel maður
sem hafði sætt opinberri saksókn án þess að hafa enn fengið fullan sýknu-
dóm hlaut ekki kosningarétt. Aldurstakmark var rið 25 ár. Fullt fjárfor-
ræði var ennfremur skilyrði fyrir kosningarétti, þarrnig að maður sem
hafði misst yfirráð yfir eignum sínum vegna gjaldþrotsmeðferðar mátti
ekki kjósa.22
I íslenskum texta Alþingistilskipunarinnar, sem hér er ritnað til, er
ekkert ákvæði sem útilokaði konur frá kosningarétti, ef þær uppfylltu
skilyrðin að öðra leyti. Þegar þess er krafist í tilskipuninni „að hann hafi
óflekkað mannorð“ og „að hann á þeirri tíð, sem kosníngin skeður, hafi
20 Þorkell Jóhannesson (1937) bls. 94—106. I upptalningu stofhenda á bls. 97 vantar
nafh Þórðar Sveinbjömssonar yfirdómara.
21 Þorleifur Óskarsson (2002) bls. 219-20.
22 Lovsamling for Island XII (1864) bls. 499-500.
28