Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Blaðsíða 16
JOSE SARAMAGO
ríki.“ Ég ætla að leyfa mér að halda því ffam að samþykki menn skilgrein-
ingar á borð \dð þessa gagnrýnislaust, skilgreiningar sem eru vafalaust
svo merkilegar og hámákvæmar að forminu til að þær jaðra við að heyra
undir ströngustu vísindi, jafngildi það því, ef við nú flytjum okkur yfir í
okkar persónulega, lífffæðilega hversdagsleika, að skeyta ekki um sí-
breytilegar meinsemdir, sjúkdóma eða hrörnun á misalvarlegu stdgi, sem
alltaf má greina í okkar eigin líkama. Þetta þýðir með öðrum orðum að
þó svo að það megi skilgreina lýðræði samkvæmt ofangreindum orða-
samböndum, eða öðrum sömu merkingar, þýðir það ekki að við eigurn að
Kta á lýðræðið sem raunverulegt og virkt í öllurn tilvikum og við allar
kringumstæður aðeins vegna þess að í stjómtækjum þess eða skipulagi í
heild sé unnt að bera kennsl á eitt eða fleiri einkenrú sem nefhd era í
ffamangreindum skilgreiningum eða felast í þeim.
Þegar ég lít til baka yfir stjómmálasöguna er raennt sem ég vil benda
á til samanburðar, tvö atriði sem eru almennt kunn en eigi að síður - með
hinum gamalkunnu rökum að tímarnir hafi breyst - ævinlega hunsuð
þegar tækifæri gefst tdl að íhuga, ekki bara skilgreiningar á lýðræði, held-
ur raunverulegt inntak þess. Fyrra atriðið vísar til þess að lýðræðið varð
til í Grikklandi hinu forna, nánar tdltekið í Aþenu, í kringum 5. öld fýrir
Krists burð; að það gerði ráð fýrir þátttöku allra ffjálsra manna í stjórn
borgríkisins; að um var að ræða beint lýðræði þar sem menn voru gildir
í öll embætti eða tilnefndir til þeirra samkvæmt blönduðu kerfi hlutkest-
is og kosninga; að borgararnir höfðu rétt til að kjósa og leggja ffam tdl-
lögur á almennum þingum.
En hjá Rómverjum (og nú er komið að seinna atriðinu), sem fetuðu í
fótspor Grikkja og tóku í beinan arf siðmenningamýjungar þeirra, komst
lýðræðiskerfið ekki á þrátt fýrir reynsluna af því á upprunastaðnum.
Astæðurnar þekkjum við. Asamt öðru, sem hefur minna félagslegt og
pólitískt gildi, stafaði meginhindnmin og sú ótvíræðasta í veginum fjnir
því að lýðræði kæmist á í Róm af efnahagslegum ítökum landeigendaað-
als, sem sá í lýðræðiskerfinu - og mjög réttdlega svo - svarinn fjandmann
hagsmuna sinna. Þó að mér sé ljóst að ályktanir dregnar svo fjarri stund
og stað getd leitt tdl yfirgengilegra alhæfinga, hlýt ég að íhuga hvort það
sé ekki líka tryggð við hin einsýnu og miskunnarlausu rök hagsmunanna
sem ræður ferðinni nú á dögum, þegar efnahagsleg og fjármálaleg stór-
veldi vinna kaldrifjað og ákveðið að því að þurrka smám saman út leiðina
tdl lýðræðisins um leið og það fjarlægist æ meir í tíma sín fýrstu hikandi