Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Blaðsíða 126
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
Landnám á ónumdum sléttum Ameríku, allt frá Alleghany
fjöllum í Pennsilvaníu til Kaliformu er einn af stórkosdegustu
þáttum nútímasögu. Þótt Islendingar væru fáir, miðað við þann
fjölda sem streymdi vestur um haf frá flestum löndum Evrópu
á 19. og 20. öld, þá áttu þeir samt sinn þátt í að skapa nýjan
heim þar vestra og setja íslenskt svipmót á afmörkuð svæði.
(bls. 7)
Hér er á ferð tvöföld rómantík; rómantísk afstaða til landnámsins í Am-
eríku og óneitanlega nokkuð kunnugleg upphafning á þætti Islendinga í
því, þótt ekki sé hér gengið alla leið, tekið er ffarn að Islendingar hafi
verið fáir og svæðin afmörkuð.
Þessi rómantíska sýn birtist líka í þeirri áherslu sem lögð er á að Is-
lendingum hafi verið mikið í mun að varðveita þjóðareinkenni í nýjum
heimi; þetta séríslenska. Hulda lætur að því liggja að það markmið hafi
ráðið miklu um hvar fólk settist að, og þegar Sumarliði fl}mir sig um set
í nýja heiminum til Garðar, segir: „Allir vissu líka að í fjölmennum Is-
lendinganýlendum var auðveldara að halda sínum séreinkennum, bók-
menntum og tungu þótt aðrar þjóðir væru allt rnn kring. Sumarliða leist
vel á þetta samfélag og þarna vildi hann setjast að og starfa eins og
heima“ (bls. 148). Hér höfum við því tvær skyldar hugmyndir, þ.e.a.s.
hugmyndina um ffækilega ffamgöngu Islendinga í útlöndum, þar sem
þeir setja mark sitt á landið, og hugmyndina um að varðveisla þjóðarein-
kenna hafi verið helsta markmið Islendinga í nýjum heimi.
Hér í upphafi var bent á að eitt af því sem einkennir vaxandi áhuga á
hinum horfnu Islendingum væri þörf fýrir að losa sig undan rómantískum
þjóðernishugmyndum, en fræðimenn hafa alls ekki verið á einu máli um
hvar sú rómantík liggur eða hve víðtæk áhrif hún hefur á umræðuna. Það
ríkir því síður en svo einhugur run efhið og sérstaklega hafa deilur nteðal
sagnfræðinga um þessi mál verið fjörugar.6 Og þær deilur snúast ekki síst
um það sem mætti kalla form þessara skrifa, eða ffæðilegan ramma.
6 Fyrir utan ummæli sem hafa fallið í ritdómum sem minnst er á hér að neðan og af-
stöðuna sem ffam kemur í verki Sigurðar Gylfa Magnússonar og Davíðs Olafesonar,
þá má til dæmis merkja þetta á þeim deilum sem staðið hafa á milli Vigfúsar Geirdal
annars vegar og Gunnars Karlssonar og Helga Skúla Kjartanssonar hins vegar á
Gammabrekku, póstlista sagnffæðinga, um útgáfu á verki Helga Skúla Kjartanssonar
og Steinþórs Hreiðarssonar, Framtíð handan hafs (Reykjavík: Háskólaútgáfán, 2003).
124