Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Blaðsíða 28
GUNNAR KARLSSON
óljós:11 „Fimm menn þá er bezt þikkja til fallnir, skal neíina til at hafa
stjóm ok forsjá fyrir því, er hreppinum varðar segir í handritinu sem
hefur verið valið til útgáfu. En ekki er tekið fram hver eigi að nefna; það
gæti þess vegna verið konungsumboðsmaður, eins og hann nefndi bænd-
ur til Alþingisreiðar og lögréttusetu. Fræðimenn hafa þó jafnan skilið
þetta svo að hreppsbúar hafi átt að nefha hreppstjórana. Heimildir em
líka um að hreppstjórakosningar tíðkuðust, sums staðar fram á einveld-
istíma, en sú skoðun hefnr verið ríkjandi að þá hafi þær lagst niður með
öllu.12 Sé svo hafa þær farið að tíðkast aftur án þess að vera nokkm sinni
lögboðnar. Arið 1853 kom það upp í umræðum um sveitarstjómarmál á
Alþingi að hreppstjórar, eins og segir í áhti þingnefhdar, „víðast hvar em
kosnir af hreppsbúum, sumstaðar með samsinníngu eða að ráðstöfun
sýslumanna og amtmanna, en án mótmæla þeirra annarsstaðar ,..“13
Tveir þingmenn mótmæltu þh að vísu að þetta tíðkaðist þar sem þeir
þekktu ttíl, annar í Vesturamtinu, hinn sunnanlands.14 Aftur á rnóti kann-
aðist fulltrúi Suður-Þingeyinga vel við þennan sið, og staðhæft var líka að
víða í Suðuramtinu tíðkaðist að kjósa hreppstjóra á manntalsþingum.15 I
riti sínu um sögu sveitarstjórnar á Islandi telur Lýður Björnsson að þessi
siður hafi komist á eftir að Jónas Hallgrímsson stakk upp á því í Fjölni
árið 1835 að hann yrði viðhafður.16 Mér finnst þó trúlegt að það sé eldra
að amtmenn og sýslumenn vísuðu því til bænda á manntalsþingum að
stinga upp á nýjum hreppstjómm; ég fann hann notaðan á manntalsþingi
í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu strax árið eftir að Jónas birti
uppástungu sína í Fjölni.1' Það kemur illa heim við ríkjandi hugmyndir
um álit íslenskra fyrirmanna á Fjölni að halda að sýslumaður hafi gripið
svo umsvifalaust upp róttæka lýðræðistillögu þaðan. Líklegra finnst mér
að hreppstjórakjör hafi verið eldri siður en svo, hvort sem hann hefur
11 Jónsbók (1904) bls. 109 (Um kvennagiptíngar, 31. kap.).
12 Þórður Eyjólfsson (1952) bls. 15, 24. - Lýður Björnsson (1972) bls. 58, 152-53,
156-57.
13 Alþingistíðindi 1853 (1853-54) bls. 470.
14 Alþingistíðindi 1853 (1853-54) bls. 477, 486.
15 Alþingistíðindi 1853 (1853-54) bls. 694, 714.
16 Lýður Björnsson (1972) bls. 157-58. Endursögn Lýðs á umræðunum á Alþingi er
raunar talsvert villandi, meðal annars snýr hann algerlega á höfuðið viðhorfi Jóns
Sigurðssonar bónda í Tandraseli til hreppstjórakjörs (Alþingistíðindi 1853 (1853-54)
bls. 478, 675, 688).
17 Gunnar Karlsson (1977) bls. 8.
26