Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 13
persónuleg skeyti, um hundrað bréf auk hundruða símatala og heimsókn- ir frá fjölda manna. Hann segir, að hér hafi verið um ótrúlegasta fólk að ræða; einstaklinga, eldgamla vini og kunningja sem hann hefði ekki hitt lengi, jafnvel í 20 til 30 ár, símskeyti frá heilu vinnustöðunum o.s.frv. Þetta hafi orðið til þess að stappa í sig stálinu og verið ómetanlegt. Hann segist vera kominn með harðan skráp eftir margra áratuga starf að félagsmálum og pólitík, en slíkir menn fá að heyra sitt af hverju. Hins vegar hafi hann, eins og aðrir, viðkvæman blett þar sem fjölskyldan sé. Ef vegið sé að henni á einhvern hátt, eins og komið hafi fyrir, sé kvik- an opin. „Helgarpósturinn hefur oft- ar en einu sinni ráðist á konuna mína og nú síðast var sonur minn dreginn inn í mín mál. Ég átti von á því að barnabörnin yrðu dregin inn í þetta líka. Þetta féll mér þyngst og þarna er ég varnarlaus eins og aðrir.“ Hann neitar því ekki, að þetta hafi verið sér og sínum þung og hatrömm raun. Hins vegar komi sér í hug mál- tæki eitt þegar hann rifji upp mið- stjórnarfund Alþýðubandalagsins á dögunum, sem stóð í tíu klukku- stundir samfleytt til sex að morgni, en þá var „Guðmundarmálið“ til um- fjöllunar — ekki „tvísýnt ástand í landbúnaði, sjávarútvegi eða launamálum", eins og hann segir og bætir við, að „siðferði“, innan gæsa- lappa, eins manns sé þeim flokki mik- ilvægara en þjóðmálin öll. En mál- tækið hljóðar svo: Pólitískir flokkar éta mannamjöl. „Þeir gera það,“ segir hann. „Þeir éta mannamjöl. Kraftar þeirra sem gefa sig að pólitísku starfi í flokki eru gjörnýttir. Hins vegar skal sá hinn sami ekki treysta á mjög mikið frá flokknum. Flokkarnir skilja oft við menn í flaki." Aðspurður um hvort þetta yrði við- skilnaður Alþýðubandalagsins við hann, eða hans við Alþýðubandalag- ið, segir hann veðrið svo gott úti að hann vilji ekki spilla fyrir því með tali um Alþýðubandalagið! „Það eru engin húrrahóp hjá mér yfir þeim flokki, a.m.k. ekki forystu hans,“ segir hann. „Hins vegar er það mikið af góðu fólki í flokknum og fylgjandi honum, að mér fyndist ég vera að svíkja það fólk ef ég gengi úr flokknum. Það eitt heldur mér í Al- þýðubandalaginu. “ Guðmundur hefur lýst því yfir, að hann muni í kjölfar þessa máls endur- skoða þá ákvörðun sína að taka ekki aftur þátt í forvali. Sú endurskoðun stendur enn, segir hann. Ég spyr hvort hann telji sig eiga mikla mögu- leika, minnug útkomu síðasta forvals. Kannski vorum viö svona sjúkir að tefla hver við annan að eftir hverja skák lá við áflogum! (Ljósmynd: DV) Hann skellihlær. „Nei, ekki nokkurn! Ég er ekki vinsæll í flokknum. En ég myndi vera óhræddur ef kjósendur flokksins mættu taka þátt í forvali, en það fá þeir ekki núna. í síðasta forvali fékk ég öll atkvæði mín í annað sætið og var langlægstur. Hefði Ólafur Ragnar ákveðið að fella mig, hefði hann gert það með glæsibrag. Ég hef ekki lagt mig fram um að hegða mér þannig í daglegri umgengni við flokksfólk að það kjósi mig í forvali, síður en svo, og oft á tíðum hið gagnstæða. Ég er aldrei djúpt hugsandi um mína per- sónulegu pólitísku framtíð. Ég er sennilega ekki nógu mikill frama- spekúlant. En ég hlaut einróma traust frá Dagsbrún og Verkamanna- sambandinu þegar ég óskaði eftir að láta af störfum meðan á rannsókn málsins stæði, og forystumenn verka- lýðsfélaga víðs vegar um landið höfðu samband við mig til að votta mér stuðning meðan á þessu stóð. Ég er ekki mjög taktískur maður í póli- tík, það er rétt hjá þér. En ég er mjög ósammála mörgum í Alþýðubanda- laginu og verð að segja mína skoðun. Og ég get verið helv. stríðinn. Ég á marga hatramma óvildarmenn innan Alþýðubandalagsins og milli mín og margra er djúpur ágreiningur. En ég vil ekki svíkja þetta fólk, sem styður flokkinn og býst við einhverju af hon- um sem gæti fært okkur betra mannlíf og meira réttlæti. Ég hef ekki í huga að fara í annan flokk, — en ég er frjáls að því hvað ég geri að öðru leyti!“ Hefði Ólafur Ragnar ákveðið að fella mig, hefði hann gert það með glæsibrag. ÞJÓÐLÍF 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.