Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 58
Eftir Helgu Sigurjónsdóttur
Teikning: Brian Pilkington
Rætur klámsins:
MÓÐUR-
MORÐIÐ?
Fljótlega eftir seinna stríö tóku
sterkir þrýstihópar karla að knýja á
um að liðkað yrði til fyrir klámfengnu
efni á almennum markaði. Það var
óspart talað um frelsi í þessu sam-
bandi; fólk átti að hafa frelsi til að sjá
og skoða hvaðeina sem hugurinn
girntist. Kröfur þessar um frelsi voru
í beinu framhaldi af umræðu og
deilum um kynferðislegt eðli og
frjálsar ástir á þriðja og fjórða áratug
aldarinnar. Þar bar hátt mannúðar-
sálfræðinginn Wilhelm Reich og
kenningar hans um kynlíf og kyn-
hegðun, en hann hallaðist að því að
hvers konar hömlur á þessum sviðum
væru til baga og oft stórtjóns fyrir
sálarheill manna. Á stríðsárunum
höfðu þjóðir Evrópu öðrum hnöpp-
um að hneppa en velta fyrir sér slík-
um hlutum, en málið var tekið upp
að nýju strax og um hægðist. Þá hafði
líka Alfred Kinsey gert heyrinkunnar
niðurstöður úr hinni frægu könnun
sinni á kynhegðun karla og kvenna,
en svo sem kunnugt er vakti skýrsla
Kinseys mikið umtal og deilur er hún
var gefin út 1948.
Norðurlöndin voru mun fyrri til að
sleppa kláminu lausu heima fyrir en
Bandaríkjamenn, og fóru Danir þar í
58 ÞJÓÐLlF
broddi fylkingar. Um 1960 var mið-
borg Kaupmannahafnar farin að bera
blæ af klámbylgjunni og um tíu árum
síðar voru margar götur í borginni
orðnar eins og ein samfelld klám-
búlla. Flestir telja, að klámbylgjan
hafi byrjað að flæða yfir Bandaríkin
árið 1953 þegar fyrsta tölublað af
herratímaritinu Playboy kom út. Að-
standendur blaðsins voru þó ekki al-
deilis á þeim buxunum að viðurkenna
að blaðið væri klámfengið. Þvert á
móti, sagði ritstjórinn Hugh Hefner,
þetta er menningarlegt blað, létt-eró-
tískt, en alveg laust við klám. Vissu-
lega hafði blaðið á sér annan blæ en
þau klámfengnu neðanjarðarrit, sem
gengu manna á milli. Blaðið lagði frá
upphafi áherslu á að hafa ævinlega
gott og vandað efni með, s.s.
greinargóð viðtöl við merka menn,
ýmist stjórnmála- og embættismenn í
æðstu stöðum eða heimsfræga lista-
menn. Varla færu slíkir menn að
leggja nafn sitt við ómerkilegt
sorpblað?
Þessi áróður Hefners og samstarfs-
manna hans var listilega unninn,
enda féllu flestir fyrir honum fyrir-
hafnarlítið. Þetta blað var þó frá upp-
hafi úlfur í sauðargæru. í skjóli
menningar og ytri fágunar átti ritið
afar hægt um vik að koma á framfæri
hugmyndafræði klámsins og reka
áróður fyrir henni. Hugmyndafræði
sem var og er sterkur þáttur í hinni
vestrænu karlamenningu og er ekki
ný af nálinni. í Playboy, eins og í
öðrum og svæsnari tímaritum sem
fylgu í kjölfarið, er meginþemað nið-
urlæging kvenna og lítilsvirðing á
þeim — og hvorugt á neitt skylt við
erótík.
HVAÐ ER KLÁM? Þegar rætt
er um klám líður sjaldan á löngu þar
til farið er að heimta skilgreiningar á
fyrirbærinu. Gjarnan er spurt hver sé
munur á klámi og eðlilegri umfjöllun
um heilbrigt kynlíf, hvar mörkin séu
milli kláms og erótíkur og loks hvort
nokkurt klám sé yfirleitt til — hvort
það sé ekki aðeins til í hugum þeirra
sem þykjast sjá það.
Með þannig röksemdafærslum hef-
ur talsmönnum klámsins orðið býsna
vel ágengt og hefur oftar en ekki
tekist að drepa málinu á dreif. Það er
erfitt að festa hendur á orðhengils-
hætti þeirra og andmælendurnir, sem
oftast eru konur, kjósa fremur að
þegja en lenda í erfiðum stælum.