Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 69
Hvers vegna líta tölustafirnir tíu svona
út? Hver fann þá upp og hvenær tók fólk
að nota einmitt þessa tölustafi?
Fram til miðalda notuðu Evrópubúar
latneska tölustafi, en þeir eru afar
óhentugir til síns brúks, svo ekki sé meira
sagt. Eða hvernig ætli fólki gangi að
leggja saman þessar tvær tölur og skrifa
útkomuna: MCMLXXXVI og MCML?
Latnesku tölustafirnir höfðu einnig þann
annmarka að það vantaði táknið fyrir
núll, eða ekkert. Arabar höfðu hins vegar
tekið núllið í sína þjónustu, en þá hug-
mynd höfðu þeir hins vegar fengið hjá
hindúum. Vitað er, að hindúar notuðu
tákn fyrir „ekkert" um 900 e. kr., ef ekki
fyrr.
Hér á öldum áður voru fáir læsir og
skrifandi meðal mannkyns og enn færri
sem gátu lagt saman. Menn hafa hins
vegar alla tíð haft einhver ráð með að
telja, en það þurfti algjöran snilling til að
finna upp tölustafi sem voru þess eðlis, að
allir sem á annað borð gátu talið upp að
tíu, gátu þreifað sig áfram eftir tölu-
stöfunum. Snillingurinn ókunni lagði
dæmið þannig upp, að hver sá sem horfði
á tölustafinn ætti að geta „talið" sig áfram
FRÉTTIR
AZH5E1B90
og þannig fundið út hvað tölustafurinn
táknaði. Hann byrjaði á því að teikna
einn vinkil og bætti síðan við einum vinkli
fyrir hverja einingu sem við bættist. Talan
einn hefur einn vinkil, talan tveir tvo,
o.s.frv.
Síðasta talan var „tóm", þ.e. hún hafði
engan vinkil. Orðið núll er reyndar komið
út latínu og þýðir ekkert. Ekki er vitað
hversu lengi tölustafimir voru notaðir
nteð skörpum vinklum, en þróunin varð
sem sé sú að stafimir voru rúnnaðir af,
vinklarnir hurfu. En þeir hafa reyndar
birst aftur á allra síðustu tímum í sinni
upprunalegu mynd. Líttu bara á vasa-
tölvuna þína!
Tölustafir
og útlitið
Ef þú ætlar að kaupa þér notaðan bfl,
gera stóran viðskiptasamning eða komast
að samkomulagi við óþægilegn aðila
ættirðu að hugleiða hvort ekki væri rétt
að tefla fram konu til samningaviðræðna.
Þetta segja tveir sálfræðingar vestur í
Bandaríkjunum, sem rannsakað hafa at-
hæfi kvenna og karla við samningagerð.
Sálfræðingarnir segja að konur nálgist
samningsaðilann með því hugarfari að
bæði eigi að hagnast af, bæði eigi að
vinna. Karlar aftur á móti einbeita sér
fyrst og fremst að því að vinna sjálfir.
Konur eru sveigjanlegri í samningum,
segja þeir, reiðubúnari að finna nýjar
leiðir, heiðarlegri og, kannski umfram
allt, líta á samningsaðilann sem aðila er
þær eigi eftir að eiga frekari afskipti af í
framtíðinni.
Hörð afstaða í samningagerð getur
verið gagnlegri en sú mjúka ef viðkom-
andi er að gera samning við aðila, sem
hann reiknar ekki með að hitta aftur. En
fæstir samningar í þjóðfélaginu eru hins
vegar þessa eðlis. Mestöll samningagerð
Semjuin
við konur
fer fram milli fólks, sem hittist oftar en
einu sinni og oftar en tvisvar. Og sál-
fræðingarnir mæla því frekar með konum
en körlum í þetta verkefni. „Konur eru
yfirleitt til muna vinsamlegri við samn-
ingaborðið en karlmenn,” segir annar
þeirra. „Þær eru fljótar að finna hvenær
eitthvað mun ekki ganga upp og leita þá
strax fyrir sér að nýjum Ieiðum, Ég hef séð
marga karlmenn ganga frá samninga-
borði og skapa sér óvild með því að vilja
alls ekki slá af."
Sálfræðingamir telja þessa mismun-
andi hegðun karla og kvenna við samn-
ingagerð eiga rætur að rekja til mismun-
andi kynhlutverka, sem fólk er alið upp í.
Stelpurnar temja sér frekar hegðunar-
mynstur þar sem mikið er lagt upp úr
samvinnu og persónulegum tengslum, en
strákar eru hvattir til að standa einir og
keppa við aðra stráka. Sálfræðingamir
benda að lokum á, að besta samningfólk-
ið sé það fólk sem finnur hvor aðferðin,
sú harða eða sú mjúka, hentar tilteknum
aðstæðum.
ÞJÓÐLÍF 69