Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 26

Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 26
vetur þar sem mörgum ofbauð fram- koma fréttamanna við þig. Eru þetta almenn viðbrögð karla við málflutn- ingi ykkar? Sigríður Dúnar brosir og segir að sér hafi ekki ofboðið framkoma fréttamannanna neitt sérstaklega. „Mér fannst þeir lítið dónalegri en sumir þingmenn eru í þingsal. Við erum ekkert óvanar þessu viðmóti, satt að segja. Við erum stundum sak- aðar um heimsku, fávisku o.fl. úr ræðustólum og kippum okkur ekkert upp við það lengur.“ Viltu nefna dœmi? „Ég vil taka það fram, að þetta gildir auðvitað alls ekki um alla þing- menn; þeir eru misjafnir eins og ann- að fólk. Ef ég ætti að nefna þá verstu, nefni ég Eið Guðnason í fyrsta sæti og Árni Johnsen var slæmur á tíma- Annars vegar fyrir þeim sjónar- miðum sem við stöndum fyrir og þeim málum sem okkur eru kær. Hins vegar fyrir rétti okkar, og allra kvenna, til að vera hvar sem er á okkar eigin forsendum. Skoðanir kvenna eru yfirleitt hafðar að engu og við erum ekki taldar færar um þetta eða hitt. Skoðanir kvenna eru þó auðvitað ekki síður merkilegar eða mikilvægar en skoðanir karla og við stöndum í þeirri baráttu á Alþingi svo að segja upp á hvern einasta dag að fá það viðurkennt.“ Hvað ert þú ánœgðust með eftir þessa þriggja ára þingsetu? „Ætli ég sé ekki ánægðust með það, að Alþingi viðurkenndi í fyrra- vetur að konur á íslandi standa ekki jafnt að vígi og karlar. Þá var sam- þykktur alþjóðasáttmáli um afnám Á bágt með að horfa á þingmenn greiða atkvæði gegn betri vitund. bili. Sverrir Hermannsson lét einnig illa um tíma. Eiður virðist fá aðsvif í hvert sinn sem einhver okkar opnar munninn. Árni lét illa í fæðingaror- lofsmálinu, en hefur stillst síðan. Hann hafði þýtt bók um brjóstagjöf og taldi sig af þeim sökum vel í stakk búinn til að takast á við okkur, trúi ég- Hins vegar leggja sumir þingmenn sig í líma við að hlusta á okkur og jafnvel tileinka sér málflutning okk- ar. Hjörleifur Guttormsson er t.d. stundum nefndur fjórða Kvennalista- þingkonan, svona í gamni! Mér finnst það auðvitað óhugsandi. Mér finnst stundum að karlmönnum sé nokkur vorkunn — þeir hafa vanist allt öðru hugarfari en konur, finnast aðrir hlutir mikilvægir en okkur og skilja okkur þess vegna ekki alltaf. Einn misréttis gegn konum og sett ný jafn- réttislög. Löggjafarvald íslendinga viðurkenndi þar með, að konur eru misrétti beittar, og sú samþykkt var mikils virði sem byrjunaráfangi. Það er alltaf verið að tala um það hér, að konur standi jafnfætis körlum, fái að gera allt sem þeir geri o.s.frv. — en þarna var það viðurkennt að svo er alls ekki. Af þeim málum sem við höfum flutt er ég ánægð með að við fengum í gegn endurskoðun á meðferð nauðgunarmála. Þeirri endurskoðun er að ljúka og þingið mun fá skýrslu um þessi mál í vetur. Á síðasta þingi fengum við samþykkta tillögu um að heimilisstörf skildu metin til starfs- reynslu; að vísu var tillögunni í nokkru breytt frá því sem við vildum, en þetta er skref í rétta átt. Þá er ég Hefur komið fyrir að konur hafa hágrátið fyrir fram- an mig í neyð sinni. þingmannanna sagði í vetur eftir langar umræður, að hann hefði hrein- lega ekki móttökutæki á okkur! Ég hugsa að karlmenn eigi erfiðara með að skilja konur en konur karla. Kon- ur hafa alla tíð þurft að laga sig eftir karlaheiminum og taka að einhverju leyti þátt í honum, og þær þekkja því talsvert inn á hann. Karlmenn eru hins vegar alltaf meira og minna í sínum heimi, stíga lítið út fyrir hann. En afstaða þingmanna er semsé mis- jöfn; hins vegar má segja að við séum ýmsu vanar frá þeim.“ Fyrir hverju berjist þið helst á þingi? „Segja má að baráttan sé tvíþætt. 26 ÞJÓÐLÍF einnig ánægð með ályktun þingsins um utanríkismál, en við áttum okkar þátt í henni. Ég tel, að þar hafi tekist að draga þingmenn upp til hálfs úr skotgröfunum. Einnig vil ég nefna viðhorfsbreytinguna í stóriðjumál- um. Við lögðum mikla áherslu á and- stöðu við stóriðju þegar við vorum að byrja okkar starf. Þá fékkst enginn til að hlusta á okkur; allir töldu þetta hina mestu fásinnu og við vorum jafnvel taldar fávitar. En nú hafa við- horfin breyst. Mörgum er orðið ljóst, að við erum stórskuldug vegna stór- iðjunnar og menn eru komnir með efasemdir vegna hennar. Þarna er þýðingarmiklum áfanga náð. Mikil- vægast er þó e.t.v. að fólk er almennt að vakna til vitundar um kynjamis- réttið í þjóðfélaginu og að svona get- ur þetta ekki gengið lengur." Hvernig er að vera á þingi og standa í daglegu stappi, vonbrigðum, jafnvel persónulegum svívirðingum, og koma litlu fram? Sigríður Dúna hallar sér fram í stólnum. „Ég tek það ekki persónu- lega nærri mér að vera sögð vitlaus, þótt mér finnast slík ummæli ekki samboðin þingmönnum. Hins vegar verð ég oft ægilega reið þegar ég sé vitleysuna, sem viðgengst á þingi. Ég reiðist líka þegar ég sé þingmenn greiða atkvæði gegn betri vitund. Það heitir á þingmáli að vera handjárnað- ur. Þetta á ég ákaflega bágt með að þola. Þingmennskan er alvarlegra starf en svo, að slík vinnubrögð séu réttlætanleg. Einnig á ég erfitt með að kyngja þeirri valdbeitingu, sem ríkisstjórnin sýnir oft þingmönnum. Hún leggur stundum stórmál fyrir þingið og ætlast til þess að þau séu afgreidd á nokkrum dögum. Þing- menn stjórnarandstöðunnar fá ekki að kynna sér stjórnarmál fyrr en þau eru lögð fram og því eru möguleikar þeirra til að setja sig inn í slík mál mjög litlir þegar þessum vinnu- brögðum er beitt. Ríkisstjórnin knýr því oft í gegnum þingið mál sem eru lítið rædd og að auki illa unnin. Út- koman er því oft hörmung, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Þessu reiðist ég. En auðvitað reiðist ég mest órétt- lætinu sem ég sé alls staðar í kringum mig í þjóðfélaginu, það er nú aðal- málið.“ Að lokum: hver er þín óskastjórn? Sigríður Dúna er ekki í nokkrum vafa. „Ríkisstjórn skipuð konum. En þær konur þurfa að vilja, þora og geta hlustað á sína kvennrödd. Þora að vera þær sjálfar, fara eftir sínum eigin kvennagildum og reka kvenna- pólitík. Láta ekki karlana kveða sig í kútinn, eins og gerist alltof oft. Allar konur hafa innst inni aðrar hugmynd- ir en karlar, og þá er að nota þær í pólitík."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.