Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 60

Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 60
Þögn þeirra er síðan skoðuð sem samþykki, en því fer fjarri. Langflest- ar konur finna og skynja muninn á klámi og erótík. Það er klám þegar kynferðisleg umfjöllun er þess eðlis að konur líta undan og blygðast sín. Það er klám þegar þær fyllast hryll- ingi og viðbjóði á því sem fyrir þær ber og vita um leið að þær sjálfar, systur þeirra og dætur, hafa beðið tjón á sálu sinni. Þetta er það sem konur skynja — og ekki að undra þar sem í klámi birtist hvað skýrast það kvenhatur sem karlamenningin er gegnsýrð af. Klám á því ekkert skylt við eðlilegt kynlíf, ekki fremur en nauðgun. Hvort tveggja er ofbeldi og hreinn og beinn sadismi. Bandarísk fræðikona og sálfræðingur, Susan Griffin, telur okkar menningu, hina vestrænu nú- tímamenningu, pornógrafíska þar sem karlar leika hlutverk sadistans en konur masókistans. Hún bendir jafn- framt á að til eru menningarsamfélög þar sem hugtakið klám er ekki til og nauðganir óhugsandi. Annars þarf ekki að seilast langt eftir skilgreiningu á klámi eða al- þjóðahugtakinu pornography. Það er komið úr grísku og er samsett úr orðunum porné og graphos. Fyrra orðið merkir hóra og þá ekki hvaða hóra sem er, heldur sú lægst setta af öllum, sú sem allir karlmenn borgrík- isins höfðu jafnan aðgang að. Graphos merkir skrif og porno- graphy þýðir því skrif um hórur. Þetta er frummerking hugtaksins og hún er óbreytt enn í dag. Með aukinni tækni hefur ýmislegt bæst við skrifin, s.s. myndefni af margvíslegu tagi, en það breytir engu. Þetta vita allar konur innst inni. Þær þekkja klám hvar sem það birt- ist, en þær þekkja líka Eros, sem erótíkin er kennd við. En Eros hefur verið hnepptur í fjötra, honum er útskúfað í okkar menningu. Erótík er ástin og blíðan, hið háleita og fagra, tryggð og trúfesta, sú umhyggja og hlýja sem konur fengu hjá móður sinni og sem þær sjálfar veita sjálf- krafa og umhugsunarlaust manni sín- um og börnum. í rauninni verður karlinn því aldrei móðurlaus — en konan verður það. Hún á að fá hlýj- una og umhyggjuna hjá karlinum og fær þetta stundum en oft fer hún í geitarhús að Ieita ullar. Þess vegna verður leit hennar að Erosi oft nokk- uð löng. HIN PORNÓ-GRAFÍSKA MENNING. Karlar hafa kennt konum um hið illa í heiminum svo langt aftur sem rekja má menningar- sögu okkar heimshluta. Þeir hafa gert þær að blórabögglum, sannkölluðum syndaselum, sem er fullgott að burð- ast með syndir wannkyns. Konum í klámtímaritum er meginþemað niðurlæging kvenna og lítils- virðing á þeim og hvorugt á neitt skylt við erótik. (Ljósmynd: Gunnar Elisson) hafa frá upphafi vega verið ætlaðar illar hvatir. Líkamir þeirra hafa verið taldir saurugir, sérílagi kynfærin, og farvegur fyrir syndina. Þær tœla karla og vekja upp í þeim syndsamlegar langanir, sem þeir fá ekki staðist. Og þegar þeir falla fyllast þeir ótta og hatri og beina hvoru tveggja að kon- unni. Það þarf að hefna sín á henni. Mjög víða má sjá merki um þenn- an þankagang þar sem karlamenning er ríkjandi. Þetta kemur fram í goð- sögnum víða um lönd þar sem sagt er frá drápi voldugrar gyðju og við þekkjum þetta öll í sköpunarsögu Biblíunnar þar sem Eva, formóðir kvenna, féll fyrir höggorminum og tældi Adam. Þessi hugsunarháttur gengur einnig eins og rauður þráður gegnum evrópskar og bandarískar bókmenntir allt fram á þennan dag. Sálfræðingar hafa lengi verið að bjástra við að rannsaka á hvern hátt konur hugsa og hegða sér ólíkt körlum — ævinlega með það leiðar- ljós að hugsunarháttur karla og mennin^arheimur þeirra sé það sem miða skuli við. Allt annað er frávik frá því normala eða eðlilega. Mér vitanlega hefur engum karlkyns-sálfræðingi dottið í hug að rannsaka hvernig stendur á hinni djúpstæðu sálarflækju sem er í karla- menningunni (og sumum körlum) — sálarflækju sem erfist kyn frá kyni. Ýmsar fræðikonur eru hins vegar farnar að grafast fyrir um rætur henn- ar, m.a. Susan Griffin er ég gat um framar. Hún telur, að ein hugsanleg skýring sé eftirsjá eftir móðurfaðmin- um og því algleymi, sem hann veitti. Paradísardraumur mannkyns og þrá- in eftir eilífri sælu sé því í raun óskin „Ég fæ mig aldrei fullsaddan á því að drepa hórur.“ (Órestes í leikritinu Oresteis eftir Æskylos) PENTHOUSEPE,vrWUSE ^ HOTTEST WOMEN IN ROCK'NV*® :lefon SEX suvtN SríilBCRC jwrtRvitw s Ttvu , SWflBÍRí, |ffnóma wmm Wm b OðtUlOrCUMB JUUS VUHI HÁUTHUí / tttirir wi S1 OSim ^ I' 1 ' V m&iiM J •• • :■ l , vV- -1 UANMAHK VL S^r 60 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.