Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 24

Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 24
koma fram vegna ákveðinna þarfa, vegna þess að fólk vill koma ákveðn- um hugmyndum á framfæri. En tím- arnir kunna að breytast og því þarf ávallt að vega og meta í hvert sinn hvort grundvöllur er fyrir áframhald- andi starfi á sömu braut og áður. Flokkar mega ekki gerast sjálfvirkir að þessu leyti, en þeir eru allir með því marki brenndir nú.“ En á hún sjálf von á þvíað Kvenna- listinn í Reykjavík bjóði aftur fram? »Ég á von á því, án þess þó að geta fullyrt nokkuð um það. Eins og ég nefndi áðan, og konur vita, hefur staða kvenna síst farið batnandi á undanförnum árum. Það hefur stund- um hvarflað að mér, að kvennabar- áttan geti haft neikvæð áhrif á jafn- réttisbaráttuna; hún geti þjappað karlmönnum saman gegn konum. Við vitum að jafnréttisbaráttan tekur langan tíma og við vitum jafnframt, að það er hættulegt að hætta barátt- unni í miðju kafi, því þá getur út- koma baráttunnar fyrir jafnréttinu orðið sú að styrkja karlveldið. Þetta eru sterk rök fyrir því að halda áfram að bjóða fram. Við erum auðvitað að þessu til þess að ná þeim áhrifum, sem þarf til þess að breyta hlutun- um.“ Mun hún gefa kost á sér aftur? „Ég veit það ekki,“ svarar Sigríður Dúna. „Við eigum eftir að ræða þessi mál í vetur. Stóra spurningin er sú, hvort við teljum það æskilegt eða óæskilegt að sömu konur verði áfram, hvort aðeins ein eða tvær verði áfram, eða jafnvel alveg skipt um. Við sem setið höfum á þingi fyrir kvennalista búum að töluverðri reynslu, en það er svo aftur spurning hvort besta leiðin til að miðla henni áfram sé endilega í gegnum áfram- haldandi setu okkar á þingi. Ég hef ekki gert þetta upp við mig enn; ég sé kosti og galla við hvoru tveggja en ég mun hugsa málið og vega það með stallsystrum mínum.“ Hversu kvenmörg er kvennalista- hreyfingin? „Stærð okkar er ákaflega sveigjan- leg,“ svarar Sigríður Dúna með glampa í augunum. „Stundum erum við fáar og stundum margar. Það fer eftir verkefnum og eins hinu, að að- stæður kvenna eru svo mismunandi. Stundum koma þær hér í bullandi vinnu en hverfa síðan, stundum í langan tíma, heim til bús og barna. Konur hafa svo mörg járn í eldinum að vinna í pólitík eða félagsmálum vill lenda utangarðs. Vegna þessa er kvennahreyfingunni lífsnauðsynlegt að vera sveigjanleg; hún þarf að taka tillit til aðstæðna kvenna. Við höfum félagaskrá, en hún er ekki mikið not- uð, því margar eru virkar hér án þess að hafa skráð sig félaga.“ Eruð þið þingkonurnar í miklum tengslum við „grasrótina“ í kvenna- hreyfingunni? „Tengslin eru mikil, en þau mættu alltaf vera meiri. Ég vil benda á, að við erum bara þrjár á þingi og það er hætta á að við hreinlega köfnum í vinnu. Það er svo mikið sem leggst á hverja og eina. Þess vegna er alltaf hætta á að við komumst ekki yfir meira en vinnuna. Allavega hefur mér fundist gefast afskaplega lítill tími til skemmtilegra stunda með stallsystrum mínum.“ Hvað með konur úti íþjóðfélaginu, sem ekki endilega heyra kvennalistum til — heyrið þið mikið í þeim? „Já, við heyrum töluvert mikið í konum. Konur snúa sér mikið til okk- ar með sín lífsvandamál, eins og t.d. það að geta ekki lifað af launum sín- um eða vita ekki hvernig þær eiga að leita réttar síns. Frammi fyrir mörg- um þessara mála höfum við staðið magnþrota — og satt að segja veit ég ekki hvað við hefðum getað gert hefðum við ekki haft Kvennaráðgjöf- ina á Hótel Vík. Við erum ekki fé- lagsráðgjafar og vitum ekki alltaf hvert best er að snúa sér, og því er starfsemi Kvennaráðgjafarinnar ómetanleg fyrir okkur og þær konur sem til okka,r leita. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að kona hefur staðið hér á gólfinu fyrir framan mig og hágrátið í neyð sinni. Slík upplifun er ætíð skelfileg, en hún batnar ekki við það að geta lítið gert til hjálpar.“ Gætuð þið ekki hringt í bankastjóra og fyrirskipað aðstoð, eins og karl- arnir gera? Sigríður Dúna verður alvarleg á svip. „Við hringjum ekki í banka- stjóra og þekkjum enga bankastjóra. Ég er ekki hrifin af fyrirgreiðslupóli- tík af þessu tagi. Meðan fyrir- greiðslupólitíkin er við lýði er vand- anum ýtt til hliðar,— vandinn verður ekki eins sýnilegur og mörgum finnst allt í lagi að hafa þetta bara svona vegna þess að hann Albert eða Guð- mundur eða hver má vita hver muni redda þessu fyrir blessaða manneskj- una. Þörfin fyrir lagfæringar yrði miklu brýnni ef fyrirgreiðslupólitíkin væri ekki fyrir hendi — og meiri von til að lagfæringar yrðu gerðar. Meðal annars af þessum ástæðum hafna ég fyrirgreiðslupólitík. Síðan má einnig benda á, að það eru miklu fleiri sem ekki leita á náðir pólitíkusa með sín mál — og ekki er þeirra vandi leystur með þessum hætti." Hefur þú einhvern tíma hringt í bankastjóra fyrir aðra? „Nei, ég hef aldrei hringt í neinn bankastjóra. Hins vegar sagði ég eitt sinn við konu að hún mætti biðja sinn bankastjóra að hringja í mig ef hann vildi. Hann hringdi hins vegar aldrei.“ Sigríður Dúna segir, að álagið á fjölskyldur alþingismanna sé gífur- legt. „Við eigum lítið prívatlíf,“ segir hún. „Það er mikið hringt heim til okkar, stundum jafnvel á nóttunni. Einkanlega var þetta þó slæmt í sam- bandi við nauðgunarmál, sem kom upp hér fyrir tveimur árum. Við vor- um með tillögu á þingi um endur- skoðun nauðgunarmála, höfðum boðið öðrum þingkonum að vera með í flutningi hennar en allar neituðu þannig að við vorum með hana einar og ekkert gekk að hafa hana úr nefnd. Síðan gerðist þessi voðalegi atburður á Hverfisgötunni og þá opnuðust augu manna og málið fékkst í gegn. í kjölfar þeirrar um- ræðu, sem fylgdi þessu máli í fjöl- miðlum, var dálítið um óhugnanlegar hringingar hingað heim. Ég svaraði ekki í símann í hálfan mánuð eftir að ég fékk þá fyrstu og lét manninn minn um að svara. Þetta var stundum um miðjar nætur og það átti aldeilis að taka þessa konu í karphúsið — menn kannski búnir að fá sér neðan í því til að manna sig upp. Þetta var óhugnanlegt og mér leið ekki vel að vera ein á ferli á kvöldin.“ Nú ákvað Kvennaframboðið í Reykjavík að bjóða ekki fram aftur, en Kvennalistinn tók upp þráðinn. Hver var þín afstaða í því máli? „Ég tók ekki virkan þátt í þeim umræðum sem fóru fram í Kvenna- framboðinu um þetta mál, því ég hafði svo lítið getað starfað þar og Eiður virðist fá aðsvif í hvert sinn sem við opnum munninn! Hjörleifur Guttormsson er stundum nefndur „fjórða Kvennalistaþingkonan". Ánægð með að Alþingi skyldi viðurkenna að konur standa ekki jafnt að vígi og karlar. 24 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.