Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 28

Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 28
Er ekki Bjartur í okkur öllum? Árið 1982 barst á markað hér á landi bók sem ýmsum landsmönnum varð samstundis illa við. Þessir lands- menn voru framámenn í verkalýðs- hreyfingunni. Bókin Ó, það er dýr- legt að drottna fjallaði um meint svik verkalýðshöfðingjanna við mál- staðinn, verkalýðinn í landinu, og lýst var hvernig lífsmáti þeirra stakk í stúf við þau lífskjör sem umbjóðend- um höfðingjanna voru búin. Höfund- ur bókarinnar var Guðmundur Sœm- undsson, uppreisnarmaður og maó- isti, og ófáar voru þær greinarnar sem hann reit í dagblöð á árunum kring- um 1980 um verkalýðshöfðingja, flokkana og yfirleitt spillingu í landinu. Fjórum árum síðar situr hann á eigin skrifstofu við Hverfisgötuna, umkringdur tölvum og skrifstofubún- aði keyptum fyrir eigið fé, og býður þjónustu við aðra landsmenn. Sem sé orðinn atvinnurekandi, vinstri maður í einkabisness. Skrifstofuhúsnæðinu deilir hann með tveimur öðrum, ekki síður til vinstri en hann er sjálfur. Það eru þeir Þröstur Haraldsson, fyrrum blaðamaður á Þjóðviljanum, og Frosti Jóhannsson, fyrrum maóisti. Fyrirtæki þeirra heitir Ráðgjafar- og útgáfuþjónuslan. „Verkefnasvið okkar er mjög vítt,“ segja þeir um starfsemina. „Við get- 28 ÞJÓÐLÍF um boðið upp á þjónustu í sambandi við að skipuleggja ráðstefnur, og nú er Guðmundur t.d. að skipuleggja Bókaþing. Við aðstoðum við útgáfu á bæklingum, gerð eyðublaða, hand- rita- og prófarkalestur, úttektir og rannsóknir, ársskýrslur fyrirtækja og félaga, önnumst samninga við prent- smiðjur og fylgjum hlutum eftir. Við getum tekið að okkur útgáfu á blöð- um og jafnvel bókum. Fjölmörg fé- lagasamtök gefa út eigin blöð og eyða miklum og dýrmætum starfskrafti í þá hluti, sem kannski væri betur var- ið í annað. Með lækkandi prentkostnaði er orðið viðráðanlegt fyrir flesta að kaupa þessa þjónustu af öðrum og losa þannig fólk. Einnig bjóðum við upp á ritvinnslu og tölvu- þjónustu, en segja má að tölvan sé millistig milli prentunar og Ijósritun- ar. Félög og lítil fyrirtæki eiga því möguleika á því að fá þokkalegt útlit á það sem þau þurfa að láta prenta án þess að eyða miklu fé.“ Þröstur Haraldsson hefur 14 ára starfsreynslu sem blaðamaður og út- litsteiknari og er flestum hnútum kunnugur á prentsviðinu, allt frá því að skrifa til þess að reka á eftir í prentsmiðjum. Frosti Jóhannsson er þjóðháttafræðingur að mennt og tók upplýsingatækni með í því námi og mun nýta sér það í þessu nýja starfi í einkageiranum. Guðmundur Sæm- undsson er málfræðingur, en hann stofnaði fyrirtækið sl. febrúar og fékk þá Þröst og Frosta nýlega með sér. Vart þarf að taka fram að allir eru tölvuvæddir, en tölvurnar bjóða upp á marga fýsilega kosti í sambandi við þau mál sem þeir félagar hyggjast sinna. Finnst vinstri mönnum og alrœmd- um róttœklingum áður fyrr ekkert óþœgilegt að vera komnir í þessa stöðu — sitja hinu megin við borðið í hlutverki kapítalistans? spyr ÞJÓÐ- LÍF (illyrmislega!). Þeir félagar brosa. Frosti þó mest: „Nú fataðist þér í hugmyndafræðinni. Samkvæmt kennisetningunni erum við ekki orðnir kapítalistar, fyrr en við erum komnir með fimm manns í vinnu hver,- samtals 15 manns. Við erum bara réttir og sléttir smáborgar- ar enn.“ „Ég hef lengi verið sjálfstæður at- vinnurekandi,“ segir Guðmundur. „Ég gaf út bók sjálfur á árinu 1982 og kynntist mörgu við það! Nei, mér finnst þetta ekkert óþægilegt, þetta gengur ekki þvert á rnínar grundvall- arskoðanir um réttlæti og jafnrétti. Hins vegar gengur þetta á svig við trúarbrögð heimsfrelsara vinstri hreyfingar, m.a. maóista. Ég hef ekki lengur áhuga á safnaðarstarfi stjórnmálanna. Það eru því engir árekstrar í mínum huga. E.t.v. er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.