Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 14

Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 14
Athyglisverð myndlistarkona Guðrún Guðrún Kristjánsdóttir hefur á undanförnum misserum hlotið lof gagnrýnenda á sviði myndlistarinnar fyrir þau fáu verk, sem hún hefur hingað til sýnt opinberlega. Hún telst til mjög efnilegra myndlistarkvenna og margir munu fylgjast með þróun- arferli hennar af athygli. Hún mun halda einkasýningu um mánaðar- mótin sept./okt. þar sem gefst kostur á að sjá klippimyndir, collage, eftir hana, aðallega unnar úr pappír sem hún vinnur að mestu sjálf. Hún hyggst snúa sér að olíunni aftur þegar sýningunni lýkur. Guðrún hefur tekið þátt í þremur samsýningum. Hin fyrsta var FÍM- sýning 1983; önnur var kvennasýn- ingin „Hér og nú“ á Kjarvalsstöðum 1985 og sú þriðja var Reykjavíkur- sýningin sem nú er nýlokið. Guðrún er fædd árið 1950 í Reykjavík, hjúkrunarkona að mennt en fór í Myndlistaskóla Reykjavíkur 14 ÞJÓÐLÍF 1973. Aðspurð um hvers vegna hjúkrunarkonan fór allt í einu í myndlistarnám segist hún alltaf hafa litið á hjúkrunina sem tímabundið starf — starf sem veitti visst sjálfstæði og sveigjanleika til að sinna öðru samhliða. „Mér hefur alltaf líkað vel að vinna við hjúkrun og sé ekki eftir þeim tíma sem í það hefur farið,“ segir hún. „En ég ætlaði alltaf að læra einhverja listgrein." Árið 1977 hélt Guðrún til Frakk- lands í myndlistarnám. Hún bjó í Aix-en-Provence til ársins 1979 og stundaði námið við listaskólann þar af kappi. Það var svo ekki fyrr en 1984 að hún hafði aðstæður til að stunda myndlist eingöngu. Um starf myndlistarmannsins segir hún: „Myndlistin er fyrst og síðast eins manns starf. Hún snýst um að koma skynjunum sínum, þeim áhrif- um sem maður verður fyrir, yfir í línur, liti og form. Hvernig aðrir skynja útkomuna er annað mál, en myndlistarmaðurinn gerir ekki ann- að, og getur ekki annað, en leitað inn á við - og reynt að koma þessu til skila. Mér finnst ég þurfa mikla kyrrð og mikinn tíma til að geta einbeitt mér og unnið vel. Það tók tíma að venja bæði mig og aðra á að láta myndlistina hafa forgang. En ef mað- ur ber sjálfur virðingu fyrir því sem maður er að gera, og fyrir tíma sín- um, stendur ekki á öðrum að gera það líka.“ Um myndefni sitt segir Guðrún: „íslenskt landslag hefur alltaf haft mikil áhrif á mig. Það er sterkt og mér finnst það freistandi myndefni. íslensk náttúra er stórbrotin, heill- andi. Veðrið sömuleiðis. Ég reyni að koma þessu yfir í abstrakt form - út á það ganga mín myndverk.“ Ljósmynd: Sigurður Bragason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.