Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 21
— 1 milljón
Afborgun
Eftir 15 ár
— 1 milljón
Afborgun
Eftir 20 ár
nær fólk hins vegar ekki umtalsverðri
eignastöðu fyrr en það kemst vel yfir
miðjan aldur. Um næstu aldamót
verður íslenska þjóðfélagið að öllum
líkindum ennþá þjóðfélag eigna-
manna. Hins vegar bendir allt til þess
að Byggingarsjóður ríkisins verði þá
eigandi fyrsta veðréttar í meirihluta
húseigna landsmanna og þar með
heildarskuldar er nemi rúmum helm-
ingi samanlagðs matsverðs þessara
eigna!
Raunverulegur eignarhluti hins al-
menna íbúðareiganda á íslandi mun
þannig minnka mjög á næstu árum.
Hægt og sígandi mun staða hans líkj-
ast meir þeirri stöðu sem eigendur
verkamannabústaða hafa í dag: að
vera íbúðareigandi að nafninu til en
fá aðeins greiddan út smávægilegan
eignarhluta ef hann selur húsnæðið.
Hin hægfara eignaaukning gerir vart
meira en vega upp á móti eðlilegum
afskriftum af húsnæðinu, auk þess
sem henni er stöðugt ógnað af hætt-
unni á verðfalli á fasteignamark-
aðnum.
Pað verðtryggða langtímalánakerfi
sem nú er verið að innleiða fellur
þannig ekki sérlega vel að hugmynd-
um manna um virka sjálfseignar-
stefnu í framkvæmd. Þetta kerfi hent-
ar á hinn bóginn mjög vel til fjár-
mögnunar leiguíbúða og félagslegra
eignarforma á borð við kaupleigu-
íbúðir eða húsnæðissamvinnufélög.
Verðtryggt húsnæðislánakerfi opnar
möguleika á fremur lágum árlegum
greiðslum yfir langt tímabii með mun
lægri nafnvöxtum en óverðtryggt
lánakerfi býður upp á. Eftir 1.
september verður reyndar sú ótrú-
lega staða komin upp, að hús-
næðislánakerfi okkar dreifir hús-
næðiskostnaði jafnar og yfir lengri
tíma en tíðkast í nokkru ná-
grannalanda okkar!
Nýja lánakerfið þarfnast hins vegar
endurbóta í anda þeirrar sósíaldemó-
kratísku félagshyggju sem íslenskir
vinstri menn játa með vörunum en
heykjast ætíð á að framkvæma, hvort
sem þeir setjast í ráðherrastóla við
Arnarhvol eða að samningaborði í
Garðastræti. Með samstilltu átaki fé-
lagshyggjuaflanna getum við sett
okkur það markmið — t.d. fram til
næstu aldamóta — að vinna upp það
forskot sem nágrannalönd okkar hafa
í mótun mannsæmandi hús-
næðiskjara og raunverulegs valfrelsis
fyrir hinn almenna launamann.
EIGNAMYNDUN í NÝJA KERFINU
Samkvæmt nýja lánakerfínu falla
greiðslur vaxta mest á fyrstu 15 ár láns-
tímans. Eftir fímm ár hefur sá sem tók
2,1 miiljón króna lán greitt lánið niður
um 84.683 krónur, en hann hefur að
auki greitt 346.604 krónur í vexti.
Eftir tíu ár hefur hann greitt lánið niður
um 246.772 krónur og 706.328 krónur í
vexti.
Eftir 15 ár er vaxtahluti greiðslna lán-
takans enn yfirgnæfandi. Hann hefur
aðeins greitt um 400 þúsund krónur af
láninu en rúmlega eina milljón í vexti.
Það er ekki fyrr en á 27. ári lánstímans
sem helmingur lánsins er greiddur.
Jón Rúnar Sveinsson er félagsfræðingur
og vinnur hjá Húsnæðisstofnun ríkisins.
ÞJÓÐLÍF 21