Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 55
að ná 30 þúsund áskrifendum. Alltaf var litið svo á að sam- keppnin yrði fyrst og fremst við Morgunblaðið. Hún tók þó á sig flóknari mynd. Með tilkomu Nýs Birtings vonuðust menn til að fólk áttaði sig á að Morgunblaðið var ekki lengur nauðsyn á hverju heimili, að til væri annar miðill sem jafn vel eða betur gæti komið skipan á heiminn. Þá var vonast til að auglýsendur not- færðu sér þennan miðil í mun ríkari mæli en gömlu dagblöðin þrjú til samans. Þetta gekk eftir að nokkru leyti, en hægar en menn vonuðust til. Þeir sem tóku hins vegar fyrst við sér voru greinarhöfundar, sem aðallega höfðu notað DV og í minna mæli Morgunblaðið sem vettvang fyrir skoðanir sínar. Þetta voru eðlileg við- brögð þeirra, sem höfðu mestan áhuga á framgangi Lýðræðishreyfing- arinnar, sem þá var aðeins til með litlu /. Þar með hvarf allstór hluti lesenda DV, sem enga ástæðu hafði til að kaupa blaðið í lausasölu, enda aðdráttaraflið, fjörugar kjallaragrein- ar, horfið. Þetta gerðist á mjög heppilegu augnabliki í sögu Lýðræðishreyfing- arinnar. Pólitísk umræða var ákaf- lega heit, stofnun Nýs Birtings mikill atburður (Loksins! Loksins! var yfir- skrift fyrsta leiðara blaðsins) og lif- andi áhugi á þessu fyrirbrigði, sem hafði tekist það sem enginn hélt að væri hægt: sameina fjölmiðlakrafta á vinstri væng stjórnmálanna. (Morg- unblaðið birti frétt um „stofnun nýs dagblaðs" á síðu þrjú, við hliðina á fréttatilkynningu frá Útsýn - undir mynd af sólarstúlku). Þá kom í ljós að blaðið þótti trúverðugt í frétta- flutningi. Þrátt fyrir að nýir áskrif- endur hefðu sig hæga (nær enginn sagði upp blaðinu úr hópi gömlu áskrifenda þríblaðanna — nema nokkrir sem komið höfðu með Þjóð- viljanum) gerði lausasala gott betur en fara fram úr björtustu vonum. Smám saman tóku áskrifendur við sér („náttúrulegur“ vöxtur Moggans ið“ og uppgjörið í kjölfarið. Megin- ástæðan er sú, að hann varð boðberi nýrra tíma, nýrrar hugsunar og um- fram allt pólitísks siðgæðis. Fólk kaupir og les blaðið, ekki aðeins vegna þess að það fær í því fjöl- breyttar almennar og tiltölulega óhlutdrægar fréttir, heldur vegna þess að blaðið tók að sér það hlut- verk að vera lifandi vettvangur þjóð- málaumræðunnar. Það hafðist í krafti tveggja sigra sem blaðið vann. í fyrsta lagi hélt aðalristjórn sjálf- stæði sínu, barðist fyrir því og lét ekki deigan síga. Hnignun ríkisfjölmiðl- anna átti sinn þátt í því að almenning- ur var móttækilegur fyrir heiðarlegri blaðamennsku: sölumennska sjón- varpsins og undirlægjuháttur samfara hugleysi útvarpsins („voldugur hljómur samþagnarinnar" sagði frá- farandi fréttaritari) skópu tóm, sem Morgunblaðið, eðlis síns vegna, gat ekki fyllt, allra síst ef boðið var upp á annað. Það var Nýjum Birtingi líka fengur að Helgarpósturinn var tekinn inn sem sunnudagsútgáfa blaðsins með mjög sjálfstæða ritstjórnar- stefnu, sem oft var gagnrýnin á rit- stjórn Nýs Birtings. Blaðið hafði því aðhald, innan frá. Ofríki gagnvart starfsmönnum, viðskiptavinum, eða greinahöfundum gekk hreinlega ekki þar sem „Helgarpóstur Birtings“ hafði nokkurt sjálfstæði. „Regnhlíf- arhugmyndin“ var því útfærð frekar, og alltaf reiknað með að HelgarBirt- ingur, eins og hann nú heitir, væri litli, óþægi bróðirinn. Þetta gerði það að verkum, að blaðið kom út sjö daga vikunnar. Ekki má heldur gleyma því, að á opnum þjóðmála- kálfsins fékk blaðið mjög strangt og gott aðhald (þótt stundum væri all ótæpilega vegið), sem varð því til góðs. Innri jafnt sem ytri gagnrýni reyndist vel. Blaðamennska fékk uppreisn á íslandi. I öðru lagi vann blaðið siðferði- legan sigur á sjálfu sér og aðstand- endum. Allir muna deilurnar um það hvort Kvennaiistinn ætti rétt á rit- Margir blaðráðsfundir reyndust þeim Eiði Guðna og Ólafi Ragnari þungir. stöðvaðist, DV stórtapaði) og síðan fylgdu auglýsendur. Tveggja ára áætl- unin stóðst, og nú, eins og allir vita, er Nýr Birtingur stærsta blað lands- manna og „verndari" lífvænlegrar út- varpsstöðvar. ÁSTÆÐUR VELGENGNI. Ástæða þess að Nýr Birtingur varð það afl sem hann er í dag er ekki bara sú að hans var þörf eftir „stóra áfall- stjórnaropnu eins og hinir flokkarnir. Kvennalistinn hafði auðvitað ekki lagt fram nein efnisleg gæði í líkingu við hina flokkana (gárungarnir sögðu þeirra meydóm mikilsverðari en skuldir hinna!) Þarna sigraði lýðræð- issjónarmiðið með því að Kvennalist- inn var gerður að meðútgefanda, þvert á heilræði flokkseignarmanna í A-flokkunum, og við hávær mótmæli kraftaverkamanna í ónefndum flokki þeim til hægri. Jafnframt fengu Sam- Indriði G . setti á sig snúð og hneykslaðist á blaði sem „rífst við sjálftsig“. ÞJÓÐLÍF 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.