Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 51
aldrei komist lengra en svo að þegar
formenn flokkanna tóku að ræða
„sameiningarmálið" virtist sem öll
sund lokuðust. Morgunblaðið var í
stórsókn 1985-87, bæði hvað varðaði
prentgæði og efnisaukningu. Hremm-
ingar hinna blaðanna virtust engan
endi taka: „Kraftaverkamaðurinn"
Kiddi Finnboga reis upp úr öskustó
Steingríms Hermannssonar (að þessu
sinni) og gerði útaf við leifar þeirrar
viðleitni sem NúTíminn hafði; Svav-
ari (sögðu brotthlaupsmenn) tókst að
herða tök flokksins á Þjóðviljanum
eftir „vorið sem var“ eins og fráfar-
andi ritstjóri sagði í viðtali númer tvö
við Heimsmynd; Alþýðublaðið bara
var.
A sama tíma gerðust ákveðnir
hlutir í fjölmiðlaheiminum sem urðu
til þess, á endanum, að ekki var unað
við lengur í hópi vinstrisinna og fé-
lagshyggjufólks: Ríkisútvarpið hvarf
smám saman inn undir „hagræðinga"
Hagvangs á reksturssviðinu og hag-
ræðinga Sjálfstæðisflokksins á menn-
ingarsviðinu. Fréttastofa sjónvarps
hélt áfram uppteknum hætti: seldi
„fréttir" eða gaf þær („jákvæð um-
fjöllun um atvinnuvegina“ eins og
það hét) og varð að skyndibitastað
þjóðmálanna. Fréttastofa útvarps var
rekin út í hornið þar sem hún var í
upphafi áttunda áratugarins (Alberts-
og Guðmundarmálið var aðeins for-
smekkurinn af samtryggingu flokk-
anna í útvarpsráði þegar fréttamenn
reyndu (af veikum mætti) að rispa
gljáfægt yfirborð samþagnarinnar).
Með hinni frægu „endurskipulagn-
ingu“ voru skæðir (eða svo voru þeir
taldir) fréttamenn settir á bása sér-
verkefna og stjórn færð undir „dag-
lega ábyrgð útvarpsstjóra“, eins og
það var kallað.
„Frjálsu“ útvarpsstöðvarnar, sem
stofnaðar voru, reyndust allt annað,
ÞJÓÐLÍF 51