Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 73
í ofni ásamt brauðmylsnu, sem
krydduð er hvítlauk og kryddjurtum.
Annars er best að bera einfalt með-
læti með, t.d. ofnsteiktar kartöflur og
grænt salat.
HANDA 6 TIL 8 MANNS
1 lambalæn (2,5-3 kg)
‘h kg shallot-laukar, afhýddir og
skornir í tvennt
3-4 msk myntulauf (fást víða í sér-
pakkningum)
'/4 tsk nýmalabur pipar
'/3 bolli eplaedik
'/2 bolli + 3 msk kjúklingasoð
1. Hitið ofninn að 150°. Fjarlægið
sem mesta fitu af lærinu, þó ekki alla,
því þá verður kjötið of þurrt.
2. Skerið 2 lauka í sneiðar. Skerið
10 grunna skurði víðs vegar um lærið
og setjið lauk og myntulauf í hvern
skurð. Stráið pipar yfir lærið.
3. Steikið í ofninum í 30 mínútur,
hellið soðinu yfir lærið einu sinni og
látið hina laukana í pokann/ílátið sem
þið steikið lærið í. Steikið í 30 til 40
mínútur í viðbót eða þar til lærið er
steikt við hæfi. Ef þið viljið lítið
steikt ætti ein klst. og 10 mínútur að
duga, annars ein klst. og 30-40 mínút-
ur. Best er að nota kjötmæli, eins og
áður sagði. Hafið hugfast að kjötið
heldur áfram að stikna í ca. 15 mínút-
ur eftir að það er tekið úr ofninum.
4. Takið lærið úr ofninum og vefjið
það í álpappír og geymið.
5. Búið nú til soðið. Takið laukana
úr steikarílátinu og skerið gróflega.
Hellið edikinu í steikarílátið og hitið
að suðumarki. Skafið laukafgangana
upp af botninum meðan suðan er að
koma upp. Hellið kjúklingasoðinu út
í ásamt því soði sem kann að hafa
runnið af lærinu meðan þið voruð að
fást við sósugerðina. Sjóðið í eina
mínútu, eða þar til soðið er vel heitt,
en síið síðan í lítinn pott. Látið af-
ganginn af myntunni út í pottinn
ásamt viðbótarsoði af lærinu, ef eitt-
hvað er, piprið og saltið eftir smekk,
hitið upp og hellið síðan í sósuílát.
MARINERAÐ LÆRI
1 marineringuna þarf eina dós af
hreinni jógúrt, 2-3 marða hvítlauks-
geira, safa úr hálfri sítrónu, pipar og
það krydd, sem þið viljið gefa kjöt-
inu. Hér er hugmyndafluginu gefinn
laus taumur, nota má nánast hvaða
krydd sem er: myntu, oreganó, tími-
an, rósmarín, birkilauf o.s.frv.
Blandið þessu þó ekki öllu saman!
Öllu er hrært vel saman við jógúrt-
ina og smurt á lærið þegar búið er að
skera mestu fituna frá. Látið lærið
síðan í ílát með loki eða steikarpoka
og geymið í ísskáp í 1 '/2-2 sólar-
hringa. Rétt áður en steikingin hefst
er jógúrtin skafin af (skiljið þó dálitla
himnu eftir). Óþarft er að krydda
lærið frekar.
Gott meðlæti með þessu eru ofn-
steiktar kartöflur og einfalt salat (t.d.
blaðsalat, tómatar, paprikur ásamt
örlítilli kryddolíu).
Besta sósan er soðið sem rennur af
kjötinu. Piprið og saltið eftir smekk
og bætið e.t.v. örlitlum rjóma út í.
LAMBAHAKK MEÐ
HVÍTLAUK
Þessi uppskrift ætti að gleðja alla
hvítlauksunnendur.
HANDA 4 MANNS
1 kg lambahakk
V/4 tsk salt
3l/i msk grófmöluð piparkorn
32 hvítlauksgeirar, afhýddir
1 msk tímian
1 bolli myntulauf
1 tómatur, afhýddur og stappaður
3 msk ósaltað smjör
1. Setjið lambahakkið í stóra skál
og blandið 1 tsk af salti saman við.
Búið til 4 bollur (með hamborgara-
sniði), ekki of þéttar.
2. Kryddið bollurnar með möluð-
um piparkornunum og látið þær síð-
an standa í stofuhita í u.þ.b. 1 klst.
3. Setjið 2 bolla af vatni í pott,
hvítlauksgeirana, tímian og af-
ganginn af saltinu. Sjóðið í u.þ.b. 20
mínútur eða þar til hvítlauksgeirarnir
eru orðnir meyrir. Takið þá geirana
upp úr og geymið í skál. Veiðið tími-
anið upp úr og fleygið en sjóðið síðan
hvítlauksvatnið við háan hita þar til
eftir er tæplega bolli af því (ca. 10
mínútur).
4. Sjóðið myntulaufin í ca. 10 mín-
útur, takið þau úr vatninu og þerrið.
Myljið þau niður.
5. Hitið pönnu á plötu þar til hún
er orðin vel heit. Setjið lambahakks-
bollurnar á plötuna og steikið í 2
mínútur á hvorri hlið. Minnkið þá
hitann á plötunni og steikið aðrar 2
mínútur á hvorri hlið (þeir sem vilja
mikið steikt steikja lengur). Setjið
steikurnar síðan á heitan disk.
6. Ef einhver vökvi hefur komið á
pönnuna hellið honum þá af. Setjið
hvítlauksvatnið, tómatinn og mynt-
una á pönnuna, sjóðið við háan hita
uns nokkuð hefur gufað upp (ca. 1
mínúta). Skrapið upp þær agnir sem
kunna að vera fastar við pönnuna.
Hrærið smjörið út í, 1 msk í einu.
Saltið að vild. Látið hvítlauksgeirana
út í og hitið vel. Lambasteikurnar eru
settar hver á sinn disk, hvítlauks-
geirum raðað umhverfis og sósunni
hellt yfir.
ÞJÓÐLÍF 73