Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 32
F yrir nokkrum árum stofnaði ég aftur tríó ásamt Helgu, systur minni og víólu- leikara og Kristjáni Hrannari Pálssyni píanóleikara og við kölluðum okkur Tvær á palli með einum kalli, sem var svona útúrsnúningur af Þremur á palli. Við vorum ekkert að syngja um Jörund heldur ein- beittum við okkur að kvikmyndatónlist. Svo lenti syst- ir mín í alvarlegu slysi og lamaðist. Það var mikið áfall og sárt að vera án hennar en við Kristján héldum samt áfram og fengum til liðs við okkur Pál Einarsson kontrabassaleikara og son hans, Magnús, sem spilar á klar- inett, og þá vorum við orðin Fjögur á palli,“ segir Edda Þórarinsdóttir. Svo í fyrrasumar vorum við beðin um að flytja lögin um Jörund á þjóðlagahá- tíðinni á Siglufirði. Magnús Geir, sem þá var leikhússtjóri Borgarleikhúss- ins, var á tónleikunum og þá kviknaði sú hugmynd á milli okkar að gaman væri að flytja þessi skemmtilegu lög og reyna um leið að segja þessa ótrúlegu sögu Jörundar á nýjan hátt, ásamt Karli Olgeirssyni píanóleik- ara,“ segir Edda. Verkið heitir Leitin að Jörundi og lýsir Edda því sem kabarett með dill- andi tónlist í bland við söguna sem er sögð á gáskafullan hátt. „Sagan um Jörund á alltaf erindi á nokkurra ára fresti, því hann kom hingað og hristi upp í þjóðfélaginu. Tveimur árum eftir að hann kom til Nánar um sölustaði á facebook Höfuðhandklæðin frá Sif eru saumuð úr gæðabómull. Létt og þægileg í notkun og henta jafnt síðu sem stuttu hári og dömum á öllum aldri. Fáanleg í 12 litum Leik og söngkonan Edda Þórarinsdóttir var um árabil mjög áberandi á leik- og tónlistarsviðinu á Íslandi. Bæði sem leikkona í Þjóðleikhúsinu, hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Iðnó sem og í þjóðlagasveitinni Þremur á palli, sem var stofnuð út frá leikritinu Þið munið hann Jörund, eftir Jónas Árnason, sem sýnt var um árabil í Iðnó í kringum 1970. Nú, rúmlega 40 árum síðar, er Edda mætt aftur á svið og segir núna sína eigin sögu af Jörundi í tali og tónum. Jörundur hefur ekki sagt sitt síðasta orð á íslensku leiksviði. Íslands fæddist Jón Sigurðsson. Kannski var hundadagakonung- urinn búinn að hrista þannig upp í okkur þá að við vorum tilbúin að takast á við sjálfstæðið. Það þarf kannski að hrista upp í okkur með nokkurra ára fresti.“ Í Leikhúskjallaranum, þar sem sýningin okkar verður, sitja gestir við borð og hafa það huggulegt og við erum leikhópur sem segir þessa skemmtilegu sögu okkar Ís- lendinga í tali, tónum og myndum frá þessum tíma,“ segir Edda. Lítið um hlutverk fyrir full- orðnar konur Edda lék í mörgum verkum á áttunda og níunda áratugnum. Hún var lengi formaður Félags íslenskra leikara sem og stjórnar- maður í Borgarleikhúsinu í mörg ár. Hvað er langt síðan þú lékst á sviði? „Ég hef leikið dálítið í sjón- varpi, en ég lék síðast í leikhús- uppfærslu árið 2005 þegar ég lék í söngleiknum Kabarett sem var settur upp í Gamla Bíói af leik- hópnum Á senunni. Það var mjög skemmtilegt því fyrir ótalmörgum árum lék í sama verki í Þjóðleik- húsinu. Þá lék ég ungu stúlkuna Sally Bowles, en þarna fékk ég að leika gömlu dömuna, Fräulein Schneider, og í rauninni lokaði þannig hringnum sem var mjög gaman,“ segir Edda. „Ég varð formaður félags ís- lenskra leikara upp úr 1990 og var í um 11 ár í félagsmálum og finnst mjög gaman að því. Eftir það fór ég í stjórn Borgarleikhúss- ins og var þar í 9 ár og var það mjög skemmtilegur tími. Ég var efins um hvort ég gæti leikið aftur en í Kabarett kviknaði löngunin aftur.“ Hefurðu ennþá gaman af þessu? „Alveg óskaplega, ég er líka svo heppin að söngröddin er enn á sínum stað,“ segir Edda og bankar í borðið. Eru alltaf næg hlutverk í boði? „Nei þegar við konur eldumst fækkar hlutverkum. Það hefur því miður alltaf verið þannig. Leikhúsbókmenntirnar eru bara svoleiðis í laginu. Karlarnir halda þó sínum status en það er eins og það sé ekki nógu spennandi að skrifa ofan í fullorðnar konur. Það er í rauninni stórfurðulegt að höf- undar skuli ekki endalaust skrifa flott hlutverk fyrir konur sem eru á sínu blómaskeiði, komnar með lífsreynslu og slíkt. Það er sorg- legt. Þetta gerir það að verkum að leikhúsgestir fá alltof sjaldan að sjá alla flóruna. Mér finnst þetta Veisla með hundadaga- konungi Edda Þórarinsdóttir: Það voru komnar kjaftasögur á kreik um að ég væri lömuð, jafnvel dáin. Mynd/Hari Það vantar hlutverk fyrir konur þegar þær eru á sínu blómaskeiði, og komnar með lífs- reynslu. Framhald á næstu opnu 32 viðtal Helgin 17.-19. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.