Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 42
Þ að er komið haust. Eða eiginlega fimbul-vetur að mínu mati. Lungun hrökkva ofan í brók þegar ég dreg fyrsta andardráttinn
utandyra á morgnana. Hrímaðar bílrúður bíða
mín glottandi í vetrarhúminu. Fingurnir frjósa
utan um stýrið á meðan líkaminn bíður þess
skjálfandi að miðstöðin hrökkvi í gang. Fínhreyf-
ingar verða erfiðar fram yfir hádegi og ég tek af
mér hátíðlegt loforð um að pakka saman öllum
kjólum og krúttlegum jökkum um óákveðin
tíma. Föðurlandið og fimm ára gamla dúnúlpan
mín framvegis. Ósmekklegt en praktískt. Og
útlimir virka sem skyldi.
Á þessum árstíma fækkar kvöldrúntum í Ísbúð
Vesturbæjar. Helst fer ég ekki ótilneydd út fyrir
hússins dyr. Að vera heima eins og björn í híði er
vænlegasti kosturinn. Samgróin sófanum með
lúkuna á kafi í sælgætispokanum. Á þessum árs-
tíma er gott sjónvarpsefni að sjálfsögðu lykilat-
riði. Ekki japlar maður á Bingókúlunum sínum
og horfir út í loftið. Ó, nei. Þar sem ég er ein af
þeim sem hef fasta búsetu í sófanum allan ársins
hring ætla ég að leyfa mér að mæla með fáeinum
dagskráliðum til þess að ylja sér yfir á komandi
vetrarkvöldum.
Hefjum leikinn á mínum uppáhalds þætti,
Scandal. Magnaður spennuþáttur – stútfullur af
lygum, svikum, blóði, kynlífi og forboðinni ást.
Forseti Bandaríkjanna er ein af helstu sögupers-
ónum. Guðdómlega fagur yfirlitum og mann
langar mest að smyrja honum á brauð og snæða.
Nöktum sko. Namm. Suits er annar stórgóður
þáttur. Lögfræðidrama með gamansömu ívafi.
Þættirnir skarta unaðslega girnilegri aðalpers-
ónu, Harvey Specter, sem ég klæði reglulega úr
með augunum. Ég lét meira að segja setja mynd
af honum á púða í sumar. Þannig að ég sænga
iðulega hjá honum. Stalker eru þættir sem hófu
göngu sína vestanhafs í haust. Ég er búin að
horfa á tvo slíka með lífið í lúkunum og hland
fyrir hjartanu. Æsispennandi þættir, passalega
óþægilegir með vænu magni af morðum, ofbeldi
og kynþokka. How to get away with murder
eru einnig nýir af nálinni. Spilling, svik, morð,
framhjáhald og kynlíf. Fullt af gullfallegu fólki
með nánast sjálflýsandi tennur. Bandarískur
krimmi par exelans. The Mindy Project eru
þættir sem eru í afskaplega miklu uppáhaldi
hjá mér. Pissfyndnir og dásamlegir. Mindy
er læknir af indverskum uppruna, fáeinum
kílóum of þung, talar áður en hún hugsar,
er passlega óviðeigandi og klæðaburður
hennar minnir stundum á jólatré sem
lítið barn hefur skreytt. Hver einasta
persóna í þáttunum er skemmtilega spes
og hlægileg. Þó lítið sé um fola til þess að
afklæða með augunum tekst The Mindy
Project alltaf að gera mig örlítið hamingju-
samari. Svo drekkur Mindy líka vínið sitt af
stút – það gleður mig ósegjanlega að sjá aðrar
virðulegar konur við slíkan verknað.
Nú ef ekki er nenna til þess að kynnast
nýjum karakterum og lifa sig inn í ókunnar
aðstæður má að sjálfsögðu hlýja sér yfir
gamalli klassík. Sex and the city,
Friends, Gilmore Girls, Desperate
Housewives eða bara Bubba-
myndböndum á You-
tube. Glæstar vonir
standa einnig
ávallt fyrir sínu –
að lýsa ást minni
á Bill Spencer er
efni í annan og
mun dónalegri
pistil.
Gleðilegan
vetur.
Bragðgo og
glútenlaust
– beint úr frystinum
Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus
Guðrún Veiga
Guðmunds-
dóttir er mann-
fræðinemi frá
Eskifirði sem
vakið hefur
athygli fyrir
bloggskrif sín.
Hún stjórnaði
sjónvarps-
þættinum
Nenni ekki að
elda og gefur
út samnefnda
bók fyrir jólin.
Guðrún Veiga
er komin í
föðurlandið og
býr sig undir
langan vetur í
sjónvarpssóf-
anum.
Afþreying í skammdeginu
Guðrún Veiga
Guðmunds-
dóttir
ritstjorn@
frettatiminn.is
Guðrún Veiga klæðir
Harvey Specter í Suits
reglulega úr með aug-
unum. Ást hennar á Bill
Spencer í Glæstum vonum
er hins vegar efni í annan
og dónalegri pistil.
42 pistill Helgin 17.-19. október 2014