Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 70
H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 12 atriði sem geta komið í veg fyrir krabbamein Alþjóða heilbrigðisstofnunin gaf út á dögunum 12 atriða lista um leiðir sem fyrirbyggja að fólk fái krabbamein. n Ekki reykja. Ekki neyta tóbaks í neinu formi. n Gerðu heimilið reyklaust. n Reyndu að halda líkamsþyngd þinni í kjörþyngd. n Hreyfðu þig reglulega. Takmarkaðu kyrrsetu. n Borðaðu heilsusamlega. Forðastu fituríkan mat. n Ef þú neytir áfengis. Takmarkaðu áfengisinntöku þína. n Forðastu að vera í of mikilli sól. Ljósabekkir eru á bannlista. n Forðastu mikla geislun frá rafmagnstækjum á vinnustað og heimili. n Brjóstagjöf minnkar líkur á krabbameini. n Verndaðu þig gegn krabbameinsvaldandi efnum með því að fylgja leiðbeiningum um heilsuvernd og öryggi. n Tryggðu að börnin þín fari í bólusetningu gegn lifrarbólgu B og HPV-veiru. n Taktu þátt í krabbameinsleit og mættu í skoðun fyrir allar tegundir krabbameins.  NáttúrulækNiNgafélagið málþiNg um hvítt hveiti Skaðvaldur eða næringarlaus orkugjafi N áttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings um hvítt hveiti á Icelandair hótel Reykjavík Natura, þriðjudaginn 21.október. Hvítt hveiti hefur lengi verið í umræðunni sem ein óhollasta fæðan í nútíma næringarfræði. Hvítt hveiti inniheldur ýmis lífs- nauðsynleg næringarefni en þó í mun minna magni heldur en er til staðar í heilu hveiti. Hvítt hveiti er því snauðara af vítam- ínum, steinefnum og trefjum en heilhveiti eða hveitiklíð. Þetta er meginástæða þess að hvítt hveiti hefur verið talið óhollt, þó svo að það hafi ekki beint slæm áhrif á líkamann – eða er það bara ekki eins hollt og heilkorn? Á mál- þinginu koma ýmsir aðilar fram og ræða þennan meinta skaðvald. Meðal spurninga sem leitað verður svara á málþinginu eru hvort hvítt hveiti sé ofnæmisvald- ur, áhrif glútens á meltinguna, hvernig hvítt hveiti er unnið, munurinn á spelti og hveiti og líf- rænu korni eða hefðbundnu. Þeir sem flytja ræður á þinginu eru Sigurjón Vilbergsson lyf- læknir og meltingarsérfræðing- ur, dr. Björn Rúnar Lúðvíksson prófessor, Ösp Viðarsdóttir nær- ingarþerapisti, Birna Óskarsdótt- ir hjúkrunarfræðingur og Sigfús Guðfinnsson bakarameistari. Þor- leifur Einar Pétursson flugmaður segir reynslusögu og Sólveig Eiríksdóttir frá Gló flytur pistil. Í lokin verða pallborðsum- ræður. Málþingið hefst klukkan 19.30. Aðgangseyrir er 2.000 krónur en frítt er fyrir félags- menn Náttúrulækningafélags Ís- lands. -HF Sólveig Eiríksdóttir hjá Gló er meðal frum- mælenda. MyPlate – Calorie Tracker Í MyPlate Calorie Tracker app- inu er hægt að hafa stjórn á mataræði sínu og matarinntöku. Hafa yfirsýn yfir þyngdartap og aukningu. Setja sér markmið og fylgjast daglega með hitaein- ingum og hreyfingu. Með mark- miðasetningu í forritinu er hægt að léttast auðveldlega og fylgjast með framförum í matardagbók sem fylgir forritinu. Forritið inniheldur yfir 1 milljón fæðutegunda og einnig er hægt að fylgjast með dagbókum annarra notenda þar sem hægt er að sækja hugmyndir af uppskriftum. Mögulegt fyrir iPhone og Android 70 heilsa Helgin 17.-19. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.