Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 64
64 ferðalög Helgin 17.-19. október 2014  Munkurinn seM svalaði sér á stjörnunuM Barcelona Spáni Stórfengleg borg Barcelona í beinu ugi frá Akureyri 6.-9. nóvember 3 nætur og 4 dagar Úrval veitingahúsa, verslana (m.a. H&M) og kafhúsa. Næturlíf eins og það gerist best. Riga Lettlandi Glæsileg borg Beint ug frá Akureyri 25.-28. október Miðaldaborg frá 12. öld Verð í tveggja manna herbergi einungis kr. 89.900,- Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli. Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda. Upplýsingar í síma 588 8900 Verð á mann í tveggja manna herbergi kr. 126.990,- Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli. Upplýsingar í síma 588 8900 Verð miðað við gengi EU og USD 14 mars. Barelona er ein glæsilegsta borg Evrópu og er í dag miðstöð menningar og lista á Spáni. Þar má nna allt sem hugurinn girnist; stórkostlega byggingalist, úrval safna, kafhúsa, verslana og spennandi veitingastaðir eru á hverju götuhorni. Má m.a. nefna hina heimsfrægu Kaþólsku kirkju La Sagrada Familia sem er á minjaskrá Unesco og á ekki sína líka, Gotneska hverð, Guell garðinn með sínar ótrúlegu byggingar, Camp Nou heimavöll Barcelona liðsins, svo og hina þekktu göngugötu Las Ramblas. Menningarborg Evrópu 2014 3 nætur og 4 dagar Nú fer hver að verða síðastur að ná sæti! Frábært verð! B rcelona í beinu flugi frá Keflavík og Egilsstöðum B int flug frá Keflaví og Egilsstöðum 13-16. nóvember 9 80 F ólki ber ekki saman um uppruna freyðivínsins en í Champagne héraði í Frakk- landi er þegjandi samkomulag um að það hafi verið munkurinn Dom Pérignon sem fyrstur manna fann leið til að framleiða vínið sem er kennt við héraðið. Á Dom að hafa opnað fyrstu flöskuna af þessum freyðandi, gyllta vökva, sem fram- leiddur var samkvæmt hans for- skrift, og sagt að nú hefði hann svalað sér á stjörnunum. Hvað sem sannleiksgildi sögunnar líður þá er það staðreynd að í dag starfa um fimmtán þúsund vínbændur í héraðinu við framleiðslu á kampa- víni sem byggir á aðferðum sem meðal annars munkurinn frægi lagði drög að. Verðmætar vínekrur Framlag Dom Pérignon til vín- menningarinnar í Champagne héraði þótti strax svo merki- legt að þegar hann dó var hann jarðsettur inni í aðalkirkjunni í bænum Hautvillers þar sem hann bjó og starfaði. Þetta fallega og sjarmerandi pláss er því í dag skyldustopp hjá öllum þeim sem fara um hið rómaða Champagne hérað. Ekki aðeins til að skoða gröf munksins heldur einnig smakka á framleiðslu bæjarbúa en Hautvillers er umkringt vín- ökrum. Meðal annars í eigu hins fræga kampavínsframleiðanda Moët&Chandon. Engum sveitarstjórnarmanni í þessum hluta Frakklands dettur í hug að ganga á vínræktarlandið til að stækka byggðina því ein vínekra kostar að minnsta kosti um 250 milljónir króna en engin þeirra mun hins vegar vera til sölu. Byggðin í Hautvillers mun því líklega haldast óbreytt um ókomna framtíð. Kjallaranir við Kampavíns- stræti Það eru fáir sem opna kampa- vínsflöskur að tilefnislausu enda kostar flaskan töluvert meira en hefðbundið freyðivín. Flöskurnar sem innihalda besta safann úr verðlaunaárgöngum eru svo virði tugi þúsunda króna, ef ekki meira. Margar þeirra eru geymdar í kjöllurunum við hina glæsilegu L’Avenue de Champ- agne, Kampavínsstræti, í bænum Épernay. En við þessa merkilegu götu er að finna aðalskrifstofur margra þekktra kampavínshúsa. Vegna þess hve mikil verðmæti eru geymd í kjöllurunum er gatan stundum sögð dýrasta Kampavínsbændur vonast til að héraðið þeirra verði sett á heimsminjaskrá á næsta ári. Það er ekki aðeins drykkurinn frægi sem laðar ferðamenn að þessu svæði heldur líka sveitasælan og einstaklega falleg þorp. Þú finnur það helsta í Champagne með því að elta svörtu skiltin. Vínekra Moët&Chandon við Hautvillers. Ferðaþjónusta er aukabúgrein víða í Champagne og túristar geta víða stoppað og fengið að prófa afurðir hússins. Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Ferðalag um freyðandi hluta Frakklands stræti Frakklands. Á næsta ári gæti verðmiðinn á götunni hækkað enn frekar því Samtök kampavínsframleiðanda, Comité Champagne, gera sér vonir um að UNESCO samþykki umsókn þeirra um að setja götuna og fleiri þekkta staði í héraðinu á heims- minjaskrá. Það yrði stór sigur fyr- ir samtökin en þó ekkert í líkingu við það þegar fallist var á beiðni þeirra um að aðeins þau freyðivín sem framleidd væru í héraðinu mættu kallast Champagne. Bærinn Épernay er skammt frá Hautvillers og það er því lítið mál að gera þeim báðum góð skil á ferðalagi um héraðið. Champ- agne liggur reyndar ekki langt frá París, aðeins um 150 kílómetra í austur og því hægt að sameina heimsókn til höfuðborgarinnar með ferðalagi út á þessar frægu vínekrur. Margir þeirra ferða- manna sem gefa sér lengri tíma í héraðinu halda til í borginni Reims og keyra svo þaðan um sveitirnar og koma við á vínekrun- um þar sem bændur taka á móti ferðamönnum. Það er þó reiknað með að gestirnir kaupi að minnsta kosti eina flösku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.