Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 84

Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 84
 Í takt við tÍmann við tÍmann anna Gréta Oddsdóttir Er að verða of gömul til að fara á b5 Anna Gréta Oddsdóttir er 25 ára og ólst upp í Fossvoginum. Hún lauk BS-námi í sál- fræði við HÍ og hefur starfað sem blaðamaður á Séð & heyrt síðasta árið. Anna Gréta er að læra að verða jógakennari og elskar bandarísku Office-þættina. Staðalbúnaður Fatastíllinn minn er frekar ein- faldur. Ég er yfirleitt í svörtum gallabuxum og para eitthvað í öðrum lit að ofan, stutt- ermaboli, skyrtur eða eitthvað þvíumlíkt. Ég geng svo oftast í ökklastígvélum við. Ég kaupi föt í útlöndum en hér heima í Zöru, Topshop og Corner. Hugbúnaður Ég stunda jóga og er að læra að verða jógakennari. Ég er ást- fangin af öllu sem viðkemur jóga og finnst það hrikalega gaman. Ég held meira að segja að það sé hægt að samræma sálfræðina og jóga. Ég hef verið í hestamennsku frá því ég man eftir mér með pabba mínum. Því miður hef ég ekki haft mikinn tíma til að sinna hesta- mennskunni undanfarið en ég reyni að fara sem oftast. Ég get horft endalaust á bandarísku Office-þættina og síðan horfi ég stundum á Modern Family. Ég skammast mín fyrir að segja að ég fari á b5, ég er nefnilega að verða of gömul til að vera þar. Þess vegna er ég byrjuð að kíkja líka á Kaffibarinn. Og Danska, mér finnst gaman að syngja þó ég sé ekki góð söng- kona. Á barnum panta ég mér gin & tónik eða Crabbies engi- ferbjór, ef hann er til. Vélbúnaður Ég á bæði iPhone 5 og iPad en það er brotinn skjárinn á þeim báðum. Ég þarf að fara að gera eitthvað í þeim málum. Svo var fartölvan mín að krassa þannig að ég ætla að kaupa mér Macbook Pro. Ég nota bara þessi helstu öpp í sím- anum; Snapchat, Instagram og Facebook. Svo er ég líka með jóga-app sem hjálpar mér að velja rútínur. Aukabúnaður Mér finnst rosa gaman að borða góðan mat, ég elska að borða. Mig langar að vera góð í að elda og er að reyna en það gengur ekki nógu vel. Ég er ekki með mjög frjótt ímyndunarafl og það vill stranda á því. Á virkum dögum borða ég oft á Fresco á Suðurlandsbraut, starfsfólkið er farið að þekkja mig þar. Svo finnst mér rosalega gaman að fara á Austur-Indíafjelagið. Ég keyri um á Toyotu Corollu, hvítu 2002 módeli sem virkar vel og hefur reynst mér vel. Uppáhaldsstaðurinn minn er Siglufjörður, þar á ég marga ættingja og hef dvalist mikið. Svo verð ég líka að nefna sveit- ina hjá pabba mínum, Búgarða- byggð, rétt fyrir utan Selfoss. Vinsæli formfix púðinn sem er fyrir meðgönguna, brjóstagjöfina og hægt að breyta í ömmustól. Okkar sívin- sæli Boob Warmer meðgöngu- og brjóstagjafapeysa með flísefni fyrir barminn til að halda hita á brjóst- unum peysan er úr lífrænum bómull. Boob warmer. Margir litir. Frábært burðarsjal fyrir börn frá fæðingu og upp í 18 kíló, margir litir. Fair trade og úr lífrænni bómull www.tvolif.is Tvö Líf fyrir verðandi foreldra og krílin þeirra Vinsælu dúkku-dulurnar sem verða besti vinur barnsins. Fair trade og úr lífrænum bómull. Margir litir. Verð 3.990,- Opið 11-18 virka daga, 12-17 laugardaga. Holtasmára 1, 201 Kópavogi, S. 517-8500  facebook.com/barnshafandi  PlötuhOrn hannesar Diskó Berlín  Ný dönsk Ferskt gáfumannapopp Diskó Berlín er 18. plata Ný danskra ef allt er talið á 27 ára ferli sveitarinnar. Sveitin hefur fyrir lifandi löngu sannað sig sem ein besta íslenska popp- sveitin og á undanförnum árum hafa plöturnar þeirra einkennst af því sem í mínum bókum kall- ast gáfumannapopp. Það sem mér finnst einkenna Diskó Berlín er að allur hljóðfæraleikur er litaður einhverskonar unggæð- ingsblæ, sem er frábært. Meðlimir sveitarinnar eru greinilega óhræddir við að prófa ýmsa hluti, sem er vel. Eflaust eru margir aðdá- endur sveitarinnar ennþá að bíða eftir nýju Horfðu til himins eða Nostrada- mus, en platan er góð poppplata með skemmti- legum textum sem allir aðdáendur sveitarinnar ættu að hafa gaman af. Bestu lögin eru Upp- vakningar, Stafrófsröð og Dagdraumaregn. Brighter Days  FM Belfast Fleiri bjartari daga Ég sá FM Belfast eitt sinn á tónleikum og skemmti mér konunglega. Gríðarlega hressandi hljómsveit sem hefur gaman af því sem hún er að gera og smitar út frá sér mikilli gleði og erfitt annað en að hrífast með. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar þegar ég settist niður með nýjustu skífu sveitarinnar Brighter Days. Platan byrjar á hinu bráðskemmtilega titillagi og maður fer ósjálfrátt að dilla sér. Platan líður í gegn og fyrr en varir er hún búin. Það er mikil stemning á plötunni, en þó finnst mér vanta fleiri lög í sama styrkleikaflokki og titillagið. Ég efast samt ekki um að lögin öðlist annað líf á tónleikum sveitarinnar. Bestu lögin eru Brighter Days, Holiday og Gold. Mannabörn  Tómas R. Einarsson Hugljúft og seiðandi Á plötunni Mannabörn er það sönghópurinn Við tjörnina ásamt Sigríði Thorlacius sem flytja lög Tómasar R. Einarssonar í útsetningum Gunnars Gunnarssonar. Lög Tómasar eru frábær fyrir þessa tegund útsetninga og hefur Gunnar fært þau í mjög skemmtilegan búning. Textar plötunnar eru í miklu hlutverki og verð ég að segja að Tómas mætti gera meira af því að semja texta, því þeir sem hann semur eru mjög skemmtilegir og fallegir. Platan er mjög þægileg og enginn vandi að renna henni aftur og aftur. Bestu lögin eru Stolin stef, Land þjóð og tunga, og Vorregn í Njarðvíkum. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Lj ós m yn d/ H ar i 84 dægurmál Helgin 17.-19. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.