Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Page 70

Fréttatíminn - 17.10.2014, Page 70
H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 12 atriði sem geta komið í veg fyrir krabbamein Alþjóða heilbrigðisstofnunin gaf út á dögunum 12 atriða lista um leiðir sem fyrirbyggja að fólk fái krabbamein. n Ekki reykja. Ekki neyta tóbaks í neinu formi. n Gerðu heimilið reyklaust. n Reyndu að halda líkamsþyngd þinni í kjörþyngd. n Hreyfðu þig reglulega. Takmarkaðu kyrrsetu. n Borðaðu heilsusamlega. Forðastu fituríkan mat. n Ef þú neytir áfengis. Takmarkaðu áfengisinntöku þína. n Forðastu að vera í of mikilli sól. Ljósabekkir eru á bannlista. n Forðastu mikla geislun frá rafmagnstækjum á vinnustað og heimili. n Brjóstagjöf minnkar líkur á krabbameini. n Verndaðu þig gegn krabbameinsvaldandi efnum með því að fylgja leiðbeiningum um heilsuvernd og öryggi. n Tryggðu að börnin þín fari í bólusetningu gegn lifrarbólgu B og HPV-veiru. n Taktu þátt í krabbameinsleit og mættu í skoðun fyrir allar tegundir krabbameins.  NáttúrulækNiNgafélagið málþiNg um hvítt hveiti Skaðvaldur eða næringarlaus orkugjafi N áttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings um hvítt hveiti á Icelandair hótel Reykjavík Natura, þriðjudaginn 21.október. Hvítt hveiti hefur lengi verið í umræðunni sem ein óhollasta fæðan í nútíma næringarfræði. Hvítt hveiti inniheldur ýmis lífs- nauðsynleg næringarefni en þó í mun minna magni heldur en er til staðar í heilu hveiti. Hvítt hveiti er því snauðara af vítam- ínum, steinefnum og trefjum en heilhveiti eða hveitiklíð. Þetta er meginástæða þess að hvítt hveiti hefur verið talið óhollt, þó svo að það hafi ekki beint slæm áhrif á líkamann – eða er það bara ekki eins hollt og heilkorn? Á mál- þinginu koma ýmsir aðilar fram og ræða þennan meinta skaðvald. Meðal spurninga sem leitað verður svara á málþinginu eru hvort hvítt hveiti sé ofnæmisvald- ur, áhrif glútens á meltinguna, hvernig hvítt hveiti er unnið, munurinn á spelti og hveiti og líf- rænu korni eða hefðbundnu. Þeir sem flytja ræður á þinginu eru Sigurjón Vilbergsson lyf- læknir og meltingarsérfræðing- ur, dr. Björn Rúnar Lúðvíksson prófessor, Ösp Viðarsdóttir nær- ingarþerapisti, Birna Óskarsdótt- ir hjúkrunarfræðingur og Sigfús Guðfinnsson bakarameistari. Þor- leifur Einar Pétursson flugmaður segir reynslusögu og Sólveig Eiríksdóttir frá Gló flytur pistil. Í lokin verða pallborðsum- ræður. Málþingið hefst klukkan 19.30. Aðgangseyrir er 2.000 krónur en frítt er fyrir félags- menn Náttúrulækningafélags Ís- lands. -HF Sólveig Eiríksdóttir hjá Gló er meðal frum- mælenda. MyPlate – Calorie Tracker Í MyPlate Calorie Tracker app- inu er hægt að hafa stjórn á mataræði sínu og matarinntöku. Hafa yfirsýn yfir þyngdartap og aukningu. Setja sér markmið og fylgjast daglega með hitaein- ingum og hreyfingu. Með mark- miðasetningu í forritinu er hægt að léttast auðveldlega og fylgjast með framförum í matardagbók sem fylgir forritinu. Forritið inniheldur yfir 1 milljón fæðutegunda og einnig er hægt að fylgjast með dagbókum annarra notenda þar sem hægt er að sækja hugmyndir af uppskriftum. Mögulegt fyrir iPhone og Android 70 heilsa Helgin 17.-19. október 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.