Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 30
Íslendingar á Broadway Höfund­ arnir Höfundar verksins eru bræðurnir Ívar Páll og Gunnlaugur. Pabbi þeirra er Jón Steinar Gunnlaugs­ son, fyrrum hæsta­ réttardómari. Ívar Páll er menntaður hagfræðingur og fyrrum blaðamaður á Morgunblaðinu. Gunnlaugur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Eykon. Framleið­ endurnir Karl Pétur Jónsson og Óskar Eiríksson framleiða verkið. Karl Pétur hefur unnið við markaðs­ setningu um árabil og Óskar hefur meðal annars unnið að uppsetningu Hellisbúans erlendis auk þess sem hann stofnaði fyrirtækið Leikhús­ mógúlinn. Lista­ mennirnir Bergur Þór Ingólfs­ son er leikstjóri verksins. Hann er landskunnur leikari og leikstjóri. Stefán Örn Gunnlaugsson er tónlistarstjóri. Hann hefur starfað með fjölda hljóm­ sveita síðasta áratug og gaf í fyrra út sína fyrstu sólóplötu. Búninga­ hönnuð­ irnir Hrafnhildur Arnar­ dóttir og Edda Guð­ mundsdóttir sjá um hönnun búninga. Hrafnhildur er þekkt undir nafninu Shoplifter og hefur meðal annars unnið með Björk Guð­ mundsdóttur. utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND Á R N A S Y N IR Meindl ohio Léttir og þægilegir til notkunar á göngustígum. Verð: 42.990 kr. Meindl Kansas GTX þægilegir og traustir skór fyrir flestar leiðir. Verð: 42.990 kr. Meindl Island GTX Hálfstífir og öflugir. hentugir í lengri ferðir. Tnf verbara lite mid gtx Sérlega léttir og liprir fyrir léttara land. Verð: 35.990 kr. Betra útsýni í betri gönguskóm Verð: 59.990 kr. s öngleikurinn „Revolution in the elbow of Ragnar Agnarsson furniture painter“, sem saminn er af þeim Ívari Páli og Gunn- laugi Íslensk innrás á Broadway Í ágúst mun nýr íslenskur söngleikur verða frum­ sýndur í New York. Nánar tiltekið í leikhúsinu Minetta Lane Theater í hinu fornfræga leik­ húshverfi á Broadway. Söngleikurinn nefnist „Revolution in the elbow of Ragnar Agnarsson furniture painter“. The Minetta Lane leikhús­ ið er í listamannahverfinu Greenwich Willage í New York og telst eitt af mörgum „off Broadway“ leikhúsum í stóra eplinu. Það hefur verið starfrækt síðan 1984 og er partur af leikhúskeðju sem rekur þrjú leikhús á Broadway. Minetta leikhúsið tekur um 400 manns í sæti og hefur frá opnun hýst sýningar sem hafa notið vinsælda. 400 manna leikhús „off Broadway“ Jónssonum, gerist í olnboga húsgagna- málara sem heitir Ragnar og fjallar um fólk sem býr í bænum Elbowville sem er þar staðsettur. Í olnboganum búa þrír bræður sem leiða söguna. Ástir, áhuga- mál og lífsbarátta þeirra er uppistaða sögunnar. Einn bræðranna, Peter, verður aðalsöguhetjan þegar hann setur saman vél sem eykur hagsæld íbúa olnbogans, en allt sem gott er tekur enda og fórnar- kostnaðurinn er oft mikill. Það er vissulega fréttnæmt að ís- lenskur söngleikur sé settur upp á Broadway, en hverjir eru þessir menn sem standa að þessu, og hvernig datt þeim þetta í hug? Aðalhöfundur verksins er Ívar Páll Jóns- son hag- fræð- ingur, sem unnið hefur við blaðamennsku undanfarin ár. Ívar hefur fengist við það að búa til músík frá því að hann var unglingur. Árið 2011 vaknaði hann með hugmynd að söngleik sem hann ákvað að fylgja eftir. Hann fékk til liðs við sig tónlistarmanninn Stef- án Örn Gunnlaugsson sem útsetjara og tónlistarstjóra verkefnisins. Stefán hefur verið afar iðinn í tónlistar- lífi Íslendinga undanfarin ár. Hann hefur unnið að músík með tónlistarfólki eins og Jónasi Sigurðs- syni, Eyþóri Inga og Láru Rúnars, ásamt því að hafa verið meðlimur hljóm- sveitarinnar Buff undan- farin 10 ár. Stefán gaf svo út plötu síðasta haust undir nafninu Íkorni, og hlaut hún gríðargóða dóma. Með Ívari var svo bróðir hans, Gunn- laugur Jónsson, sem hefur verið framkvæmdarstjóri verkefnisins ásamt því að vera meðhöfundur handritsins. Árið 2012, þegar handritið var á loka- stigum, fengu þeir svo framleiðendurna Karl Pétur Jónsson og Óskar Eiríksson og þá fóru hjólin að snúast af alvöru. Í kjölfarið var svo Bergur Þór Ingólfs- son ráðinn leikstjóri söngleiksins og hann tók með sér þá Lee Proud danshöfund og Petr Hlousek leikmyndahönnuð. Þeir höfðu unnið saman að uppfærslu Borgar- leikhússins á söngleiknum Mary Poppins sem naut gríðarlegra vinsælda. Aðalhlutverkin í sýningunni verða í höndum erlendra aðila, enda er erfitt fyrir íslenska leik- ara að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og stóð það aldrei til. Íslenski hópurinn hélt utan í apríl þar sem haldnar voru prufur eins og gengur og gerist í leikhúsum og var gríðarlegur fjöldi sem sótti um, enda er markaðurinn stór og margir sem berjast um fá hlutverk á Broadway. Aðal- hlutverkið verður í höndum leikkonunnar Cady Huffman. Huffman á að baki tæplega 30 ára langan feril á Broadway. Hún hlaut hin eftirsóttu Tony-verðlaun árið 2001 fyrir hlutverk sitt í söngleikn- um „The Produ- cers“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn eftir Mel Brooks. Aðrir leikarar í sýningunni hafa allir umtalsverða reynslu í leikhúsum Bandaríkjanna og má því með sanni segja að íslenski hópurinn sé að stinga sér á bólakaf í djúpu laugina eins og sönnum Ís- lendingum sæmir. Leikkonan Cady Huffman mun fara með aðalhlut­ verkið í söngleiknum en hún á að baki tæplega 30 ára langan feril á Broadway. 30 úttekt Helgin 20.­22. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.