Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 10
www.siggaogtimo.is Demantshringur 0.70ct Verð 680.000.- H eimsmeistarakeppnin í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Brasilíu virðist ætla að verða ein sú skemmtilegasta frá upphafi. Mörkum rignir inn, heimsmeistar- arnir eru úr leik og stemningin magnast með hverjum deginum. En undir þessum stærsta íþrótta- viðburði heims krauma deilur, baktjaldamakk og spilling. Allt undir hatti FIFA, Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, sem Sepp nokkur Blatter er í forsvari fyrir. FIFA stórgræðir og borgar ekki skatt Í aðdraganda HM í knattspyrnu var hávær umræða um FIFA og skipulagningu mótsins. FIFA hefur enda núorðið á sér þann stimpil að allar aðgerðir þess séu vafasamar og til þess fallnar að einhver handgenginn sambandinu hagnist fjárhagslega. Eldræða sjónvarpsmannsins John Oliver í þættinum Last Week Tonight vakti mikla athygli en yfir fimm milljónir hafa horft á hana á Youtube. Þar var fullyrt að Brasilíumenn hafi eytt ellefu milljörðum dollara í undirbúning keppninnar en FIFA stórgræði á henni og sé að auki undanþegið skatti. Þar sem Budweiser er einn af styrktaraðilum keppninnar voru sett ný lög sem leyfa bjórrisanum að selja veigar á knattspyrnuvöll- unum. Frá árinu 2003 hafði áfengi verið bannað á knattspyrnuvöllum í Brasilíu vegna hárrar dánartíðni þar. 1,4 milljarðar dollara í banka Og tölurnar tala sínu máli. Á næstu fjórum árum mun FIFA græða fjóra milljarða dollara og talan á bankabókinni í Sviss er 1,4 milljarðar dollara. Styrktaraðil- arnir sækja í sambandið eins og flugur á skít; Adidas framlengdi Skuggahliðar fallegustu íþróttar heims Þó frábær byrjun Hollendinga og þrenna Thomasar Müller sé nú á allra vörum er ekki einhugur um framkvæmd HM í knattspyrnu í Brasilíu. Alþjóðaknattspyrnusam- bandið FIFA liggur undir ámæli fyrir spillingu og maðurinn í brúnni, Sviss- lendingurinn Sepp Blatter, er afar umdeildur. Svo umdeildur reyndar að hann hefur ákveðið að láta ekki sjá sig opinberlega í Brasilíu á næstunni. nýverið samning sinn til 2030. Þetta rímar allt saman frekar illa við að FIFA er skilgreint sem samband sem ekki er rekið með gróða í huga. Og er undan- þegið skatti í Sviss. Blatter staðhæfir að FIFA láti stóran hluta af innkomunni renna til aðildarfélaga sinna. Að því er breska blaðið Gu- ardian greinir frá eyðir það þó meira í rekstrar- kostnað, þar með talið laun og ferðakostnað, en í „knattspyrnuþróun“ eins og það er kallað. Umfang sambandsins hefur aukist ótrúlega. Þegar Blatter kom þar til starfa voru 12 starfs- menn hjá FIFA en í dag starfa þar 452. Launa- kostnaður er 75 millj- ónir dollara á ári. Nýverið eyddi FIFA sextán milljónum punda í gerð kvikmyndarinnar United Passions sem fjallar um sambandið. Þar leikur hinn kunni leikari Tim Roth Sepp Blatter. Umdeild keppni í Katar Höfuðstöðvar FIFA eru í Zürich og þar verður tekin ákvörðun um hvort hætt verði við að halda HM árið 2022 í Katar. Breska blaðið Sunday Times greindi frá því fyrir skemmstu að kjörnir fulltrúar þáðu mútur til að kjósa Katar sem gestgjafa keppn- innar. Í umfjöllun blaðsins kom fram að meirihluti þeirra sem þáðu mútur voru fulltrúar Afríkuríkja. Sepp Blatter hefur vísað þessum ásökunum á bug sem vestrænum rasisma gegn Afríku- þjóðum. Valið hefur frá upphafi verið afar umdeilt enda liggur fyrir að ekki er hægt að leika fótbolta yfir hásumarið í Katar; hitinn þar getur farið upp í fimmtíu gráður. Líkir sjálfum sér við Hróa hött Blatter hyggst gefa kost á sér í formanns- kjöri FIFA á næsta ári þrátt fyrir að hafa áður lofað því að þetta yrði síðasta kjör- tímabil hans. Flestir spá því að hann eigi sigurinn vísan í kjörinu. Fyrir utan spill- ingarmálin sem FIFA, undir hans stjórn, hefur mátt svara fyrir hefur honum tekist að afla sér ótal hatursmanna fyrir forn- eskjulegar yfirlýsingar og stjórnarhætti. Hann hefur sagt að góð leið til að auka vinsældir kvennaknattspyrnunnar sé að konur verði í styttri stuttbuxum. Þá tókst honum að hneyksla marga þegar hann truflaði mínútu þögn til minningar um Nelson Mandela. Sjálfur er Blatter kokhraustur. „Þið hald- ið kannski að ég sé miskunnarlaus afæta sem sjúgi lífið úr heiminum og fótbolt- anum. Ykkur hefur kannski verið talin trú um að FIFA sé hinn vondi fógeti af Notting- ham. En sannleikurinn er sá að við eigum meira sameiginlegt með Hróa hetti.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Sepp Blatter er 78 ára Svisslendingur. Hann hefur verið forseti FIFA síðan 1998. Blatter er menntaður viðskipta- og hagfræðingur. Hann er þrígiftur og á eina dóttur. Sem ungur maður starfaði Blatter við almannatengsl og blaðamennsku. Hann gat sér gott orð hjá Longines úragerðarfyrirtækinu og þaðan var hann sóttur til FIFA árið 1975. Hjá FIFA vann hann sig upp þar til hann var kjörinn forseti. Blatter á heiðurinn af útþenslu sam- bandsins en um leið hafa ýmis spillingarmál komið upp á hans vakt. Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty Hinn umdeildi Sepp Blatter er á allra vörum vegna spillingarmála hjá FIFA. Í bakgrunni er fundarher- bergi FIFA í höfuð- stöðvum þess í Zürich. 10 fréttaskýring Helgin 20.-22. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.