Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 37
bakki. Rauð lína á myndinni sýnir þeg- ar nokkrir sentimetrar eru í að öku- maður klessi á. Útvarpið er hægt að stilla á snertiskjánum en ég var ekki eins hrifin af þeirri útfærslu og kann betur við gamaldags aðferðina þegar raunverulegir takkar eru hlið við hlið svo hægt sé að skipta um útvarpsstöð án þess að kíkja á tækið. Það er mjög erfitt að fikta í snertiskjá án þess að líta á hann. Þess má þó geta að í RAV4 er hægt að skipta um útvarpsstöð í stýr- inu, hækka og lækka og skipta á milli útvarps, geislaspilara, Bluetooth og USB og mæli ég eindregið með því að nota þá aðferð þegar bíllinn er á ferð og útvarpsdagskráin ekki spennandi. Loftkælingunni í framsætum er skipt á milli ökumanns og farþega svo hvor getur stillt fyrir sig sem líklega gæti komið í veg fyrir ósætti. Farangursgeymslan er 547 lítra og virkilega vel útfærð og vel afmörkuð frá aftursætunum með hlera og stöngum. Geymslan var líka í passlegri hæð svo auðvelt er að raða í hana. Hlerinn er rafstýrður svo ekki þarf annað en ýta honum niður um nokkra sentimetra eða ýta á einn takka og þá lokast hann. Það er alltaf gaman þegar bílar koma á óvart með tækni sem maður vissi ekki af en það gerði RAV4 á akstri undir mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæð- inu þegar bílinn jók lýsingu í mæla- borðinu á meðan ekið var í myrkri. Þá voru ljósin á Auto stillingu sem þýðir að Led dagljósin eru alltaf á en bíllinn kveikir sjálfur á aðalljósum og ljósum í mælaborðinu þegar dimmir. Best af öllu fannst mér þó barnalæsingin því hún var mjög einföld; takki og við hann áberandi mynd af barni. Svei mér þá, ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem ég á ekki í vandræðum með að finna takkann fyrir barnalæsinguna. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  ReynsluakstuR RaV4 GX Plus Dísil Skemmtilegur á mölinni bílar 37 Toyota RAV4 er lipur og skemmtilegur smájeppi fyrir fjölskylduna á ferðinni innan- bæjar sem utan. Hann er bú- inn sniðugri bakkmyndavél, rúmgóðri farangursgeymslu með rafdrifnum hlera og ýmsu öðru. t oyota R AV4 er virkilega rúmgóður og skemmtilegur fjölskyldubíll. Bíllinn er stór en samt ekki of stór svo þægilegt er að keyra á honum í þéttbýli sem og í minniháttar torfærum. Við reynslu- aksturinn lá leið okkar í Krísuvík þar sem við stilltum á „sport-takk- ann“ þegar á malarveginn var kom- ið. RAV4 er með nýja sportstillingu sem gerir kleift að nýta snerpu og lipurð bílsins til hins ýtrasta. Verð bílsins er um fimm og hálf milljón króna. Fyrir flesta er það dágóð summa en í samanburði við aðra nýja bíla verður það að teljast nokkuð hagstætt. Losun koltvísýr- ings RAV4 er 137 g/km og því er afsláttur af vörugjöldum sem ríkið innheimtir. Eftir því sem losun kol- tvísýrings ökutækja er meiri því hærri vörugjöld eru innheimt svo ökumenn sem kjósa umhverfisvæna bíla fá smá verðlaun. Á miðju mælaborðinu er snert- iskjár þar sem meðal annars er hægt að stilla útvarpið og fá hjálp við að bakka því í bílnum er hin fín- asta bakkmyndavél. Mér fannst hún mjög sniðug og nýtti hana í hverju Þægileg sæti Bakkmyndavél Rúmgóð farangurs- geymsla Sparneytinn Útvarp með snertiskjá Háir gluggar hjá aftur- sætum Helstu upplýsingar RAV4 GX Plus Dísil Beinskiptur, 5 dyra Vél 2,0 D4D Hestöfl 124 Gírar 6 Eyðsla: 7,2 l/100 km. Co2 137 gr/km Lengd: 4.570 mm Breidd 1.850 mm Hæð: 1.660 mm Farangursrými: 547 l. Verð frá 5.440.000 kr. Toyota RAV4 er með nýrri sportstillingu svo hægt er að nýta snerpu og lipurð til hins ýtrasta. Farangursgeymslan er stór, vel útfærð og afmörkuð frá aftursætunum með hlera og stöngum. Ljósmynd/Hari. Loftkælingin er tvískipt svo ökumaður og farþegi stilla hvor fyrir sig. Ljósmynd/Hari. Helgin 20.-22. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.