Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 62
Sjónvarpskonan Rikka er klár í slaginn fyrir WOW Cyclothon í næstu viku. Hún hjólar á Specialized-hjóli sem bóndi hennar, Skúli Mogensen, gaf henni í jólagjöf. Ljósmynd/Hari  TónlisT sönghópurinn Olga leggur í Tónleikaferðalag um ísland Allar Olgur landsins fá boðskort á tónleika Á næstu dögum leggur Sönghópurinn Olga af stað í tónleikaferðalag um Ísland. Á dögunum sendu þeir öllum Olgum landsins boðs- kort á tónleikana og vonast til að sem flestar þiggi boðið. Í fyrra gerðu þeir það sama og þá mættu tæplega þrjátíu Olgur. „Tónleikaferðalagið okkar síðasta sumar gekk mjög vel og fengum við góðar undir- tektir áheyrenda. Margar Olgur létu sjá sig en við viljum gera enn betur í sumar,“ segir Pétur Oddbergur, einn söngvaranna í hópnum. Sönghópinn Olgu skipa fimm söngvarar sem allir leggja stund á klassískt söngnám við Tónlist- arháskólann í Utrecth í Hollandi og njóta þar leiðsagnar Ólafs- firðingsins Jóns Þorsteinssonar, prófessors í söng. Nú í vetur stóð sönghópurinn fyrir hóp- fjármögnun á vefnum Karolina Fund sem gekk vonum framar. „Eftir gott gengi við fjármögn- unina gátum við unnið að geisla- disk sem kemur út á næstu dög- um. Svo flytjum við með okkur kvikmyndatökumann til Íslands til að dokúmentera ferðina.“ Tónleikarnir verða víða um land og á tónleikum í Langholts- kirkju þann 1. júlí mun Söng- hópurinn Elfur koma fram með Olgu. Elfur er skipaður sex menntuðum söngkonum og að sjálfsögðu er öllum sem bera nafnið Elfur boðið frítt á þá tónleika. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  hjólreiðar um 500 manns hafa skrÁð sig í WOW CyClOThOn Rikka hjólar hringinn á jólagjöfinni frá Skúla Hin árlega hjólreiða- keppni WOW Cyclothon fer fram í næstu viku, dagana 24.-27. júní. Hjólað er kringum landið og hvert lið eða keppandi getur safnað áheitum til góðs málefnis. Í ár er safnað fyrir bækl- unarskurðdeild Landspítalans. Sjónvarps- konan Rikka keppir fyrir Stöð 2 á hjóli sem Skúli Mogensen, maður hennar, gaf henni í jólagjöf. V ið erum búin að vera að æfa okkur í vetur, mismikið en búin að stefna að þessu í svolítinn tíma. Sumir frá því síð- asta sumar og aðrir skemur,“ segir sjónvarpskonan Friðrikka Hjördís Geirsdóttir eða Rikka sem er til í slaginn. Rikka er í liði Stöðvar 2 í hjól- reiðakeppninni WOW Cyclothon í næstu viku. „Hópurinn samanstend- ur af fólki sem er mis-vant hjólreið- um, sumir mjög vanir og aðrir sem höfðu varla stigið á hjól fyrr en við fórum að undirbúa þátttökuna. Ekk- ert okkar hefur tekið þátt í svona keppni áður.“ Í liðinu eru tíu starfsmenn stöðv- arinnar, þar á meðal fréttafólkið Thelma Tómasson, Lóa Pind Al- dísardóttir og Þorbjörn Þórðarson. „Við höfum sýnt alveg ótrúlegar framfarir í undirbúningnum, og erum öll mjög spennt. Svo hefur þetta líka svo góð áhrif á fyrirtækið í heild og samstarfsfólkið sýnir okk- ur mikinn stuðning.“ Fatnaður skiptir gríðarlega miklu máli þegar haldið er í hjólatúr sem þennan. „Fötin verða að henta. Veðráttan á Íslandi er síbreytileg og mikil óvissa um það sem maður get- ur lent í á þremur dögum. En það er nauðsynlegt að líta vel út, ef maður klikkar þá getur maður allavegana huggað sig við það að hafa „lúkk- að“ vel,“ segir Rikka. Liðið verður í sérmerktum klæðnaði sem feng- inn var frá versluninni Fjallakofan- um. „Þetta er mjög smart fatnaður, strákarnir verða í rauðum jökkum og stelpurnar í bláum.“ Í svona keppni skiptir hjólið gríð- arlega miklu máli og er allur hópur- inn vel græjaður. En á hvernig hjóli er Rikka? „Ég er á mjög fínu Spe- cialized hjóli sem maðurinn minn gaf mér í jólagjöf um síðustu jól. Ég fékk það að vísu ekki afhent fyrr en í mars, og við runnum saman á fyrsta deiti. Síðan þá höfum við ver- ið óaðskiljanleg, ég og hjólið það er að segja,“ segir Rikka sem er meira en til í verkefnið. „Tilhlökkunin er gríðarleg.“ Þátttakan í hjólreiðakeppninni hefur farið fram úr björtustu von- um og eru um 500 manns búnir að skrá sig til leiks. Bæði einstaklingar og lið. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is TónlEikar Olgu í sumar Eru EFTirFaranDi: Fim. 26. júní kl. 20 í Tjarnar- borg á Ólafsfirði. Sun. 29. júní kl. 20 í Hvolnum á Hvolsvelli. Þri. 1. júlí kl. 20 í Langholts- kirkju í Reykjavík. Söng- hópurinn Elfur kemur þá einnig fram. Mið. 2. júlí kl. 20.30 í Bláu kirkjunni. Þeir tónleikar eru hluti af sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar. Fös. 4. júlí kl. 20 í Hafnar- kirkju á Höfn í Hornafirði. Nánari upplýsingar um Sönghópinn Olgu má nálgast á heimasíðu hópsins, www.olgavocalensemble.com. Sönghópinn Olgu skipa þeir Jonathan Ploeg, Philip Barkhudarov, Gulian van Nierop, Pétur Oddbergur Heimisson og Bjarni Guðmundsson. Nú í sumar kemur hópurinn fram á nokkrum tónleikum hér á landi. Ljósmynd/Felipe Pipi SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 HM Í FÓTBOLTA Í BEINNI Í BÍÓ PARADÍS FRÍTT INN  lisT heilaþVOTTur ThOru karlsdóTTur Hreinn heili, betri heili Undanfarna viku hefur óvenjuleg sjón blasað við vegfarendum um Listagilið á Akureyri, þvottavél úti á gangstétt með yfirskriftinni „Ókeypis heilaþvottur.“ Það er listakonan Thora Karlsdóttir sem ber ábyrgð á þvottavélinni en Thora var að flytja inn í nýja lifandi vinnustofu við Kaupvangs- stræti þar sem hún hefur einnig opnað gallerí í forstofunni sem hún kallar einfaldlega Forstofu- gallerí. Hún segir þvottavélina hafa vakið mikla kátínu og fjölmargir hafi nýtt sér ókeypis heilaþvott. En hvers konar heilaþvottur er þetta? „Þetta er öðruvísi heila- þvottur en þér dettur fyrst í hug. Hér býð ég fólki beinlínis að þvo heilann þannig að hugsanirnar verði hreinni og fallegri,“ segir Thora. Hún bendir á að fólk þvær fötin sín og þvær híbýli sín en ekki sé síður mikilvægt að þvo heilann. „Það verður allt svo mikið skýrara þegar heilinn er hreinn.“ Thora er borin og barnfædd á Akureyri en er nýflutt heim eftir 20 ára búsetu erlendis. Þegar hún flutti út byrjaði hún að skrifa nafið sitt, Þóra, með „Th“ til að gera það aðgengi- legra fyrir útlendinga. Eftir tvo áratugi sem Thora hélt hún ósjálfrátt áfram að skrifa það þannig þegar til Íslands var komið. „Sumir voru þá að finna að því að ég skrifaði nafnið mitt með Th þannig að ég ákvað bara að fara að gera það gagngert. Það er engin önnur Thora Karls- dóttir,“ segir hún. Síðustu árin hefur Thora verið búsett í Lúxemborg en þar hélt hún sína fyrstu einkasýningu árið 2007. Þá hefur hún einnig sýnt í Þýskalandi og Austurríki. Hún segir gaman að vera kom- in aftur heim og er í fullu starfi á vinnustofunni. „Ég er yfirleitt hér þannig að það er alltaf hægt að kíkja við. Yfirleitt er ég þar að vinna að næstu sýningu eða öðr- um verkefnum,“ segir hún. -eh Listakonan Thora Karlsdóttir hefur að undanförnu boðið veg- farendum um Listagilið á Akureyri upp á ókeypis heilaþvott. 62 dægurmál Helgin 20.-22. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.