Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 58
 Hafnarborg Ummerki sköpUnar Úrval nýrra verka úr safneign Um sumarsólstöður, laugardag- inn 21. júní, verður opnuð sýning á völdum verkum úr safneign Hafnarborgar. Sýningin kynnir aðföng síðustu tíu ára en verkin eru unnin á árunum frá 1952-2014. Yfir- skrift sýningarinnar er Ummerki sköpunar og beinir sjónum að safninu sem stað þar sem afrakstur sköpunar listamanna er varðveittur og honum miðlað, að því er fram kemur í tilkynningu safnsins. „Ólíkir straumar og stefnur koma við sögu en sýningin er einskonar ferðalag um list samtímans, allt frá formfestu módernismans í verkum Harðar Ágústssonar og Eiríks Smith frá árinu 1952 til nýrra leik- rænna myndbandsverka þeirra Ilmar Stefánsdóttur og Sigurðar Guðjónssonar.“ Verkin eru eftir marga af þekkt- ustu listamönnum landsins en einn- ig nokkra erlenda listamenn sem tengst hafa safninu ýmist með sýn- ingum eða dvöl í gestavinnustofu safnsins. Tæplega þrjátíu listamenn eiga verk á sýningunni en þeirra á meðal eru Davíð Örn Halldórsson, Georg Guðni, Guðrún Kristjáns- dóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hreinn Friðfinnsson, Ólafur Elíasson og Elías Hjörleifsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Stefán Jónsson. Jafnframt eru sýnd verk eftir Rúnu (Sigrún Guðjónsdóttir) en hún færði safninu nýlega rúman tug verka að gjöf. Fimmtudaginn 26. júní klukkan 20 annast Ólöf K. Sigurðardóttir safnstjóri leiðsögn um sýninguna Ummerki sköpunar en í Hafnar- borg er opið til klukkan 21 alla fimmtudaga. Sýningin stendur til 24. ágúst. -jh  bækUr Ágúst Óskar lætUr gamlan draUm rætast Læknir gefur út fimmaurabók Fyrir skemmstu kom út bók með safni 5 aura brand­ ara og orða­ leikja eftir Ágúst Óskar Gústafsson, heimilislækni í Vestmanna­ eyjum. Bókin nefnist „5 maurar – orðaleikir í máli og myndum“. Frústi, eins og hann kallar sig á kápu bókarinnar, hefur lengi haft áhuga á orðaleikjum og aula­ húmor. É g hef alltaf haft gaman af fim-maurabröndurum og orðaleikjum, skoða það er sem er að gerast á hverri stundu. En í seinni tíð einnig verið að skoða orð eða setningar meðvitað til að reyna túlka það á annan máta. Ég fékk þá flugu í höfuðið fyrir rúmu einu og hálfu ári að taka saman hugmyndirnar mínar og þegar þetta var komið í yfir 100 hugmyndir kviknaði sú stóra hug- mynd að halda utan um þetta. Örugglega svipuð tilfinning og þegar maður keypti sér myndaalbúm í gamla daga og raðaði myndunum í það,“ segir læknirinn. „Handritið að bókinni var tilbúið síð- asta sumar og þá hófst myndskreytingin. Síðan hafa nýir brandarar komið og aðrir farið. En mestur tími fór í teikningarnar. Ég sendi Hjalta Gunnari Tryggvasyni myndskreyti hugmyndina að því hvað á að vera gerast á hverri mynd, en hann fékk svo frjálsar hendur með persónusköp- un.“ Í svona safni geta ekki allir brandarar verið góðir, og hefur örugglega verið snúið að velja og hafna. „Ég hugsa að þegar mað- ur ákveður eitthvað og setur það í farveg skapast rými fyrir nýjar hugmyndir. Ég gerði einhverjar 20 breytingar eða svo og lokaði síðan handritinu fyrir frekari breytingum. Markmiðið var líka að hafa þetta fyrir breiðan aldurshóp, þannig að ég prufukeyrði þetta á fólki á ólíkum aldri, m.a. börnunum mínum.“ Verandi læknir þá hljóta skjólstæðing- arnir að heyra eitthvað af gríninu sem hefur verið safnað saman, hvernig hafa þeir tekið þessu? „Það er ekki langt síðan ég lét fólk vita af þessu, bara 3 vikur eða svo Þannig vonandi kemur þetta sem flestum á óvart.“ Ágúst segir það mikilvægt að greina á milli áhugamálsins og daglegra sam- skipta og hann þurfi oft að sitja á sér svo hann fari ekki strax að búa til orðaleiki eða aulabrandara. „En ég viðurkenni það að þegar ég var að vinna í þessu að þá greindi ég hvert orð og setningu sem ég heyrði. Annars voru margir í kringum mig sem var farið að þykja vænt um og það hvatti mig til þess að gera eitthvað skemmtilegt úr þessari vitleysu.“ Bókin á erindi við alla aldurs- hópa. Hún er tilvalin í fjölskyldu- ferðalagið eða til þess að glugga í á kaffistofunni. Á bakhlið bókarinnar stendur að list- formið henti einkar vel til salernisferða. Það er bókaforlagið Sögur sem dreifir en Ágúst sjálfur gefur út. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is BENOÎT frá Ethnicraft 3ja sæta sófi 176.000 kr. 2ja sæta sófi 135.200 kr. Stóll 92.000 kr. Einnig til í grænu Einnig til í rauðu CHARLEEN frá Habitat 3ja sæta sófi 196.000 kr. Stóll 99.200 kr. 20-30% afsláttur sófadagar af öllum sófum í júní TEkk COmpANy Og HABiTAT kAupTúN 3 Sími 564 4400 vEfvERSLuN á www.TEkk.iS Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 Ath. Öll birt verð eru afsláttarverð CLAyTON frá Habitat Tilboðsverð: 3ja sæta sófi 157.500 kr. AF öllum sóFum % AFsláttur 20-30 BREyTON frá Habitat 3ja sæta sófi 156.000 kr. – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR ÍS LE N SK A S IA .I S M SA 6 55 52 0 9/ 13 58 menning Helgin 20.­22. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.