Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 2
LögregLumáL InterpoL LýsIr eftIr tveImur ísLenskum börnum
Veit ekki hvort
börnin mín eru á lífi
Sænskur faðir tveggja íslenskra barna sem Interpol lýsir eftir veit ekki hvort börnin hans eru lífs
eða liðin. Hann segir íslenska barnsmóður sína hafa numið börnin á brott sama dag og hann gekk
í hjónaband með annarri konu. Faðirinn er með fullt forræði yfir börnunum en Þjóðskrá Íslands vill
ekki ógilda vegabréf barnanna þar sem hann hefur ekki fært sönnur á að þeim hafi verið rænt.
É g veit ekki einu sinni hvort börnin mín eru á lífi,“ segir Goran Grcic, faðir tveggja íslenskra barna sem al-
þjóðalögreglan Interpol lýsir eftir. Goran
segir barnsmóður sína hafa numið börnin
á brott í fyrra og hann hafi hvort séð þau
eða talað við þau síðan. Íslenskir fjölmiðlar
sögðu frá því í mars þegar Interpol lýsti eftir
börnunum en ekkert hefur heyrst af málinu
eftir það.
Eftirlýstu börnin heita Michaela Angelina
Goransdottir og Alexander Oliver Gorans-
son, 11 og 12 ára. Móðir þeirra, Gína Júlía
Waltersdóttir, er fædd á Íslandi en flutti til
Svíþjóðar með fjölskyldu sinni árið 1983 og
hefur verið búsett þar síðan. Gína er íslensk-
ur ríkisborgari og eru börnin með íslenskt
vegabréf sem Goran hefur óskað eftir að
verði ógild. Í beiðni Gorans til Þjóðskrár Ís-
lands á síðasta ári um að ógilda vegabréfin
segir hann að móðir barnanna hafi rænt
þeim og að handtökuskipun hafi verið gefin
út á hendur henni í Svíþjóð. Í svari Þjóðskrár
frá október á síðasta ári er þessari beiðni
hafnað með vísan í lög um vegabréf þar sem
ekki séu til staðar „aðstæður eða atvik sem
gera það að verkum að óhjákvæmilegt er að
afturkalla vegabréf.“
Goran og Gína voru með sameiginlega
umgengni, voru með börnin viku og viku
í senn frá árinu 2009, en hann segir móður
barnanna ekki hafa skilað þeim á fyrirfram
ákveðnum tíma í febrúar 2013. Daginn sem
hann gekk í hjónaband með annarri konu,
þann 25. maí 2013, fór félagsráðgjafi heim
til móðurinnar að sækja börnin en gat bara
sótt dótturina. Eftir brúðkaupið fór móðir
þeirra síðan með bæði börnin úr landi. „Hún
var ekki sátt við að ég væri að halda áfram
með líf mitt og var í miklu uppnámi út af
brúðkaupinu,“ segir hann. Í beiðni sinni til
Þjóðskrár lét Goran fylgja staðfestingu þess
að hann hefði fengið fullt forræði yfir börn-
unum í ágúst. Þjóðskrá gefur hins vegar þau
svör að vegabréf barna séu ekki ógild þó
breytingar verði á forræði, auk þess sem
Goran hafi ekki fært sönnur á að börnunum
hafi verið rænt eða sýnt fram á nauðsyn þess
að vegabréfin verði ógild. „Mér finnst mjög
undarlegt að þeir ógildi ekki vegabréfin,“
segir Goran.
Móðuramma barnanna, sem er íslensk,
gaf félagsmálayfirvöldum í Svíþjóð skriflega
yfirlýsingu um að hún hefði heyrt frá dótt-
ur sinni og barnabörnum, að þau séu ekki
í Svíþjóð en neitar annars að gefa nokkuð
upp. Frá því lögreglan fór að rannsaka málið
hefur móðurfjölskyldan hins vegar sagt að
hún heyri ekkert frá þeim.
Mál barnanna barst til alþjóðadeildar
ríkislögreglustjóra á Íslandi í gegnum sam-
skiptakerfi. Þegar Fréttatíminn leitaði eftir
svörum frá Jóni F. Bjartmarz yfirlögreglu-
þjóni um hvað lögreglan á Íslandi sé að gera
til að rannsaka málið og hvort grunur leiki
á að börnin séu á Íslandi fengust þau svör
að hann gæti ekki tjáð sig um einstaka mál,
en sagði þó að upphaflega hafi það verið lög-
reglan í Danmörku sem lét lýsa eftir börn-
unum.
„Ég hélt að lögreglan á Íslandi myndi
hjálpa mér en ég hef ekki heyrt neitt frá
henni. Ég hef líka leitað til íslenska sendi-
ráðsins í Svíþjóð en þar geng ég líka á lok-
aðar dyr. Mér finnst gríðarlega erfitt að fá
hvergi aðstoð. Ég fæ hvergi nein viðbrögð,“
segir Goran Grcic.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Mér finnst
gríðarlega
erfitt að
fá hvergi
hjálp.
Gína Júlía Walters-
dóttir, móðir
barnanna.
Michaela Angela
Fædd 10. júní 2003.
150 cm, 40 kg.
Brúngræn augu, ljósbrúnt hár.
Alexander Oliver
Fæddur 27. júní 2001.
160 cm, 40 kg.
Ljósgrá augu, ljósbrúnt hár.
Michaela var við brúðkaup föður síns þann 25. maí í fyrra en þau hafa ekki sést síðan.
Ekkert lát er á tekjuvexti af erlend-
um ferðamönnum nú þegar hillir
undir stærstu ferðamannamánuði
ársins, að því er tölur Seðlabanka
Íslands um greiðslumiðlun sýna.
Alls nam heildarúttekt erlendra
greiðslukorta hér á landi 8,7
milljörðum króna í maí, sem er
rúmlega 28% aukning í krónum
talið á milli ára. „Hafa erlendir
ferðamenn nú náð að strauja kortin
sín fyrir 34 milljarða króna á fyrstu
fimm mánuðum ársins, sem er 7,5
milljörðum króna hærri fjárhæð
en þeir straujuðu kortin sín fyrir á
sama tímabili í fyrra,“ segir Grein-
ing Íslandsbanka.
„Þessi þróun er í ágætu sam-
ræmi við tölur Ferðamálastofu um
brottfarir erlendra ferðamanna
frá landinu um Keflavíkurflugvöll.
Samkvæmt þeim fjölgaði erlend-
um ferðamönnum um rúm 24% á
milli ára í maí sl., en sé tekið mið
af fyrstu fimm mánuðum ársins
hefur þeim fjölgað um 31%,“ segir
enn fremur.
Kortavelta Íslendinga í útlöndum
vegna ferðalaga og netviðskipta
nam 7,7 milljörðum króna í maí og
var kortaveltujöfnuður þar með já-
kvæður um 1 milljarð í mánuðinum.
„Er hér um að ræða langhagfelld-
ustu útkomu þessa jafnaðar frá upp-
hafi í maímánuði, og er útkoman
fjórfalt betri en hún var í maí í fyrra
þegar jöfnuðurinn mældist í fyrsta
sinn jákvæður.
Frá áramótum talið er korta-
veltujöfnuður jákvæður um sem
nemur 1,7 milljörðum króna og er
þetta í fyrsta sinn sem kortavelta
útlendinga hér á landi er umfram
kortaveltu Íslendinga í útlöndum
á þessu tímabili. Á sama tíma-
bili í fyrra straujuðu Íslendingar
kortin sín í útlöndum fyrir 2,2
milljörðum króna hærri fjárhæð
en útlendingar hér á landi, og árið
þar á undan munaði 7,2 millj-
örðum króna. Af þessu má sjá,“
segir greiningardeildin, að ferða-
þjónustan hefur gegnt lykilhlut-
verki við að afla gjaldeyris fyrir
þjóðarbúið, og þar með hjálpað
til við að halda styrknum í gengi
krónunnar á síðustu mánuðum en
dregið hefur töluvert úr afgangi
á vöruskiptum við útlönd á sama
tímabili.“ -jh
vIðskIptI ekkert Lát á tekjuvextI túrIsmans
Milljarðastraumur frá erlendum ferðamönnum
Veiði hafin Elliðaánum
Laxveiðin í Elliðaánum hófst í morgun,
föstudaginn 20. júní, að venju, en þá
renndi „Reykvíkingur ársins“ fyrstur
manna í Sjávarfossinn undir handleiðslu
árnefndar Elliðaánna. Auk hans voru
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og S.
Björn Blöndal, formaður borgarráðs,
viðstaddir opnunina ásamt forystumön-
num Orkuveitu Reykjavíkur. Laxinn mætti
í Elliðaárnar fyrir nokkru og hafa fiskar
verið að sýna sig. Það er Stangaveiðifélag
Reykjavíkur sem er með Elliðaárnar á leigu
eins og undanfarna áratugi. -jh
Flugvirkjar aflýstu
verkfalli
Til stóð að setja lög á verkfall flugvirkja hjá
Icelandair – og hafði Alþingi verið kallað
saman á miðvikudag – en til þess kom ekki
þar sem Flugvirkjafélag Íslands ákvað að
aflýsa boðuðu verkfalli sem átti að koma
til framkvæmda í gærmorgun, fimmtu-
dag. Fram kom hjá formanni félagsins að
félagsmönnum hugnaðist lagasetningin
ekki. Félagið
tekur sér
mánuð
til
umhugsunar áður
en næstu skref verða stigin. Hanna Birna
Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fagnaði
ákvörðun Flugvirkjafélagsins en fram kom
hjá ráðherra úr ræðustóli Alþingis von um
að samningar næðust án lagasetningar.
Icelandair felldi niður 65 flug síðastliðinn
mánudag vegna sólarhringsverkfalls
Flugvirkjafélagsins. - jh
Hanna Birna Kristjánsdóttir innan-
ríkisráðherra hefur skipað Ragnheiði
Harðardóttur, héraðsdómara við Héraðs-
dóm Reykjavíkur, til að leiða starfshóp
sem mun taka til skoðunar hvernig
komið verði á virkara eftirliti með starfs-
háttum lögreglu, að því er fram kemur á
síðu innanríkisráðuneytisins.
„Ástæðu þess að ákveðið er að hefja
þessa vinnu nú má meðal annars rekja
til erinda sem borist hafa ráðuneytinu
undanfarið þar sem fjallað er um þá
stöðu sem komið getur upp þegar íbúar
landsins telja á sér brotið vegna starfa
lögreglu,“ segir enn fremur.
Starfshópurinn mun leggja mat á
núverandi kerfi og lagareglur og gera
tillögur að breytu verklagi og lagabrey-
tingum, eftir því sem við á. „Markmiðið
með þessu starfi er að
treysta réttaröryggi
enn frekar, efla
öryggiskennd
borgaranna og
tryggja vandaða,
skilvirka og ré-
ttláta málsmeðferð
við rannsókn mála,“
segir Hanna Birna
Kristjáns-
dóttir inn-
anríkis-
ráðherra.
-jh
Virkt eftirlit með starfsháttum lögreglu
Aflamagn í maí jókst á milli ára
Fiskafli í maímánuði jókst um 46% miðað við maí í fyrra. Þar vegur mest mikil aukning á
veiddum kolmunna og nokkur aukning í þorskveiði, að því er Hagstofa Íslands greinir frá.
Ef borin eru saman 12 mánaða tímabil hefur hins vegar orðið 23% aflasamdráttur frá júní
2013 fram til maí 2014 miðað við sama tímabil árið áður. Á föstu verðlagi varð um 9,5%
samdráttur í maímánuði árið 2014 samanborið við maí 2013.
2 fréttir Helgin 20.-22. júní 2014