Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 18
Nýstárlegt og glæsilegt útlitið kemur á óvart, en þú verður fyrst verulega hissa þegar þú kemur inn í bílinn og finnur hversu rúmgóður hann er. Fóta- og höfuðrýmið í þessum fyrsta hlaðbaki sinnar tegundar frá Škoda er nefnilega það mesta sem fyrirfinnst í þessum stærðarflokki bíla. Skyggða sóllúgan, sem hægt er að fá sem aukabúnað, og stór afturrúðan auka svo enn frekar á frelsistilfinninguna. Þegar við þetta bætast allar góðkunnu „Simply Clever“ lausnirnar frá Škoda er útkoman bíll sem á engan sinn líka. Sestu inn og njóttu þess að láta fara vel um þig. Nýr ŠKODA Rapid Spaceback HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · www.skoda.is 5 stjörnur í árekstrar- prófunum EuroNcap Eyðsla frá 4,4 l/100 km CO2 frá 114 g/km 114g 4 ,4 Nýr ŠKODA Rapid Spaceback kostar aðeins frá: 3.080.000,- m.v. ŠKODA Rapid Spaceback 1.2TSI, 86 hestöfl, beinskiptur. SIMPLY CLEVER UPPLIFÐU RÝMI með samskipti nógu vel á hreinu og oft áttaði hún sig ekki á því hvaða áhrif hegðun hennar hafði á aðra. Henni fannst alltaf mikilvægt að rétt skyldi vera rétt, og ef hún til dæmis heyrði fólk spjalla um eitthvað sem hún taldi sig hafa meira vit á átti hún til að vaða inn í samræðurnar og segjast hafa lesið hið rétta í „þess- ari“ bók á „þessari“ blaðsíðu,“ segir mamma hennar og brosir. Þegar minningarnar streyma getur það sem eitt sinn var svo erfitt að eiga við virst afar kómískt. „Lengi vel bar hún ekki skynbragð á þetta en á síðustu árum var hún farin að gera sér betur grein fyrir þessu.“ Pabbi Tinnu segir þau hafa reynt að leiðbeina henni í þessu sem öðru og lagt áherslu á mikilvægi þess að reyna að lesa fólk ekki síður en bækur. Með sterka stöðu sína sem náms- maður að leiðarljósi ákvað Tinna að reyna að komast úr Oddeyrarskóla sem fyrst og í Menntaskólann á Akur- eyri. „Menntaskólinn tók inn útvalda nemendur úr 9. bekk í grunnskóla og setti í svokallaðan krílabekk. Hún einsetti sér að komast í þennan bekk, hélt sínum góðu einkunnum og sigldi í gegnum viðtal í menntaskólanum. Hún sá þetta sem leið út.“ Náði sér aldrei á strik Nektarmyndirnar sem hún sendi af sér voru á þessum tímapunkti komnar mikla í dreifingu. Eins og hún sagði frá í pistlinum þá fékk hún að heyra nánast daglega athugasemdir á borð við „Gaman að sjá þig í fötum“ frá ýmsum samnemendum sínum í MA. Það var ekki fyrr en eftir andlát hennar sem foreldrar Tinnu fréttu að hún hefði byrjað að prófa kannabisefni um þetta leyti. En hún eignaðist líka kærasta sem bar virðingu fyrir henni og sýndi henni stuðning, kærasta sem síðar var einn af þeim sex vinum hennar sem héldu á kistunni hennar í gröfina. Tinna fór að njóta sín á nýjan hátt; hún tók þátt í leiklistarlífinu í MA, í söngvakeppninni og hellti sér síðan út í pólitík. Allt þetta kom for- eldrum hennar nokkuð skemmtilega á óvart. „Í menntaskólanum gekk hún til liðs við VÍMA, Vinstri menn í MA. Þar voru aðallega strákar starfandi og þeir dæmdu hana ekki. Það var alveg dásamlegt. Hún byrjaði þarna líka að mynda vináttusambönd við stelpur í meira mæli en áður,“ segir Inga Vala. Tinna náði sér samt aldrei námslega á strik eftir að hún fór í menntaskóla og var í viðtölum hjá námsráðgjafa. Eftir á að hyggja velti ég fyrir mér hvort þessar myndbirtingar hafi valdið hjá henni kvíða sem truflaði hana við námið. Á þessum tíma vorum við samt bara rosalega ánægð. Við vildum ekki þrýsta á hana. Við fundum að það var mikilvægara, ef ekki bara það mikilvægasta, að ná að fúnkera sem unglingur frekar en að vera með topp- einkunnir.“ Fengu myndirnar inn um póst- lúguna Í pistlinum sem Tinna birti á Freyj- urnar.is þann 23. apríl síðastliðinn kom fram að sumarið 2008 hafi for- eldrar hennar komist að því að nektar- myndir af henni væru í dreifingu, þegar ófrímerktu umslagi með út- prentuðum myndum var laumað inn um póstlúguna hjá þeim. Þau segja að sér hafi vitanlega brugðið en fyrst og fremst hafi þau verið sorgmædd fyrir hönd dóttur sinnar. Tinna hafði fengið tölvu í ferm- ingargjöf og vegna þess hve mikið hún fór að vera í tölvunni síðustu árin í grunnskóla og einangraði sig, að mömmu hennar fannst, ákvað hún að brjóta trúnað við dóttur sína og fara inn í tölvuna hennar til að skoða hvað hún væri að gera. „Ég hafði áhyggjur af netsamskiptum hennar og fór inn í tölvuna þar sem ég fann myndir sem hún hafði tekið af sjálfri sér. Ég las henni pistilinn og sagði henni að þetta mætti hún ekki gera. Til dæmis væri hægt að brjótast inn í tölvuna í gegnum netið. Ég hugsaði ekki út í að hún ætlaði að senda þessar myndir en þarna hefur hún líklegar þegar verið búin að því.“ Tinna var ekki móttæki- leg fyrir því að ræða dreifingu nektar- myndanna eftir að þær bárust inn um póstlúguna og liðu fimm ár þar til þær mæðgur settust niður og ræddu málin af alvöru, í ársbyrjun 2013. Þunglynd með kvíða Eftir útskrift frá MA, árið 2011, flutti Tinna til Reykjavíkur og skráði sig í mannfræðinám við Háskóla Íslands. Hún átti kærasta sem hún bjó hjá en eftir að upp úr slitnaði hjá þeim lenti Tinna á vergangi þar sem hún átti erfitt með að finna sér húsnæði. Hún átti í raun erfitt með að finna sig í til- verunni, fór í mikla kannabisneyslu um tíma og féll í skólanum. Inga Vala, mamma Tinnu, var greind með brjóstakrabbamein haustið 2012 og mest af orku hennar fór í baráttuna við krabbameinið. Vorið eftir ákvað Tinna að eyða nokkrum vikum hjá for- eldrum sínum á Akureyri og það er þá fyrst sem þeir heyra að hún hafi fallið í skólanum og að hún þjáist af mikilli vanlíðan og kvíða. Þetta er á þeim tíma sem kynferðisbrot Karls Vignis Þorsteinssonar komast í hámæli vegna umfjöllunar Kastljóss og Stefndi á fræðSluStarf Sama dag og Tinna lést sam- þykkti skóla- og frístunda- svið Reykjavíkurborgar einróma tillögu Vinstri grænna að fara af stað með fræðslu- og forvarnar átak fyrir börn og unglinga vegna myndbirtinga. Sóley Tómasdóttir, borg- arfulltrúi Vinstri grænna, kom að máli við Tinnu eftir að hún skrifaði pistilinn opinskáa. „Ég dáðist að styrk og hugrekki Tinnu. Ég hafði samband við Tinnu og spurði hvort ég mætti ekki mæla með henni í samtal við unglinga í grunnskólum borgarinnar. Hún var heldur betur til í það. Það er synd að unglingarnir í Reykjavík hafi orðið af fræðslu með Tinnu. Áhrifa hennar gætir þó í samfélaginu og mun gæta áfram. Hún opnaði á umræðu um erfitt en brýnt vandamál og nú er það okkar hinna að halda henni áfram og koma í veg fyrir að fleiri unglingar þurfi að ganga í gegnum allt það sem hún þurfti að gera.“ Fjölskyldumyndataka frá fermingu Steinars á hvítasunnunni 2012. Þarna eru f.v. Logi, Inga Vala, Tinna, Steinar, Ragnhildur. Framhald á næstu opnu 18 viðtal Helgin 20.-22. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.