Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Page 26

Fréttatíminn - 20.06.2014, Page 26
sumarkaffið 2014: afríkusól - veitir gleði og yl Afríkusól frá Rúanda. Dökkir Afríkuskuggar eru mjúkir og yndislegir í þessu kaffi. Hentar í allar gerðir uppáhellingar. kaffitar.is Deilir hafréttaráhuganum með unnustunni Þjóðréttarfræðingurinn Tómas H. Heiðar var frambjóðandi Íslands í kjöri dómara við Alþjóðlega hafréttardóminn á dögunum og sigraði austurríska mótframbjóðandann með miklum yfirburðum, 142 atkvæðum gegn 30. Fyrir Tómasi er hafréttur ástríða og segir hann sterka stöðu Íslands á því sviði sýna að smáríki geti náð sambærilegri stöðu og stórveldi sé forgangsraðað á skynsaman hátt. Tómas deilir hafréttaráhuga sínum með argentískri unnustu sinni. T ómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneyt- isins, sigraði með miklum yfirburðum í síðustu viku þegar aðildarríki hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna kusu dómara til setu í Alþjóðlega hafréttardóminum í Hamborg. Mótframbjóðandinn var Austurríkismaðurinn Helmut Türk, sitjandi dómari sem sóttist eftir endurkjöri, og voru niður- stöður kjörsins þær að Tómas fékk 142 atkvæði gegn 30. Hann segir það hafa komið á óvart að sigra með svo miklum yfirburðum því 3/4 hluta atkvæða þurfi til að ná kjöri og oft sé kosið nokkrum sinnum þar til sú niðurstaða fæst. Tómas ásamt unnustu sinni, Fernöndu Millicay, eftir að úrslit kjörsins voru tilkynnt. Hún starfar að hafréttarmálum fyrir hönd Argentínu hjá Sameinuðu þjóðunum. Tómas H. Heiðar og María Mjöll Jónsdóttir kosningastjóri þegar úrslit um kjör dómara við Alþjóða hafréttardóminn voru tilkynnt. Aðeins þurfti að kjósa einu sinni því framboð Íslands sigraði með miklum yfirburðum. 26 viðtal Helgin 20.-22. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.