Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 64
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Mist Edvardsdóttir
Bakhliðin
Góð í öllu –
nema Monopoly
Aldur: 23 ára.
Maki: Einhleyp.
Börn: Á engin sjálf, en á 4 systurbörn
sem ég lít stundum á sem mín eigin.
Menntun: Er að klára BS í viðskipta-
fræði við HÍ
Starf: Knattspyrnukona í Val og nemi.
Fyrri störf: Atvinnukona hjá
Avaldsnes í Noregi.
Áhugamál: Íþróttir, hreyfing, tónlist,
söngur og útivist.
Stjörnumerki: Vog.
Stjörnuspá: Óvænt daður fær hjarta
þitt til þess að slá örar í dag. Leggðu
þig fram um að njóta dagsins með
góðu fólki. Njóttu góðrar vináttu og
taktu öllum heimboðum fagnandi.
Ef maður vill gera eitthvað skemmtilegt þá hringir maður í Mist. Hún er alltaf
til í að gera eitthvað skemmtilegt
enda er hún hrókur alls fagnað-
ar,“ segir Ólafía Sif Sverrisdóttir,
æskuvinkona Mistar. „Hún er
„alt muligmand“ og er góð í bók-
staflega öllu (nema Monopoly).
Hún er algjör nagli, mjög ákveðin
með mikið keppnisskap og það
kemur ekkert annað til greina en
sigur í einu og öllu. Það er alltaf
hægt að stóla á hana og vinskap-
ur hennar er ómetanlegur.“
Mist Edvardsdóttir, leikmaður Vals
og kvennalandsliðsins í knattspyrnu,
greindist á dögunum með krabbamein
í eitlum og ljóst er að hún verður frá
knattspyrnuiðkun um einhvern tíma.
Hún byrjar fljótlega í lyfjameðferð, en
lítur á þetta sem verkefni sem þarf að
klára og ætlar sér í takkaskóna á nýjan
leik.
Hrósið...
... fær knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson sem kom
inn á sem varamður fyrir lið Bandaríkjanna gegn Gana.
Hann varð því fyrsti Íslendingurinn til þess að spila í loka-
keppni heimsmeistaramóts. En vonandi ekki sá síðasti.
Fallegar Útskriftargjafir
Verð 59.900,-
Verslun Laugavegur 45
Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg
Sími: 519 66 99