Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 6
AliciA Svefnsófi B 163 D 83 H 78 cm. Dýnustærð 147x197 cm. Slitsterkt áklæði. Litir: Rautt, svart, grænt, og blómamunstur. 119.990 Fullt verð: 139.990 SveFnSóFar í höllinni H ú s g Ag n A H ö l l i n B í l d s h ö f ð a 2 0 o g D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i E i t t s í m A n ú m E r 5 5 8 1 1 0 0 mElbournE SvefnSófi með tungu 169.990 Fullt verð: 199.990 mElbournE Svefnsófi Stærð: 243x170 H:70 cm. Slitsterkt áklæði. Litir: Svargrár, grænn og rauður. vinstri og hægri tunga. Rúmfata- geymsla í tungu. Áttu von Á geStum! SvefnSófaR í úRvaLi N ý bæjarstjórn tekur við í Reykja-nesbæ á næstu dögum eftir líflega kosningabaráttu. Tvö ný framboð, Bein leið og Frjálst afl, hlutu hvort tvö sæti í bæjarstjórn og mynda meirihluta með Samfylkingu. Tveir nýju bæjarfulltrúanna eru þær Elín Rós Bjarnadóttir, kennari og jógakennari hjá Frjálsu afli og Anna Lóa Ólafsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Beinni leið. Óhætt er að segja að bakgrunnur þeirra sé áhugaverður því báðar eru þær miklar andans konur. Elín Rós er jógakennari og lærður grunnskólakennari og hefur starfað við Akurskóla undanfarin ár en hætti störfum þar síðasta vor og starfar sem flugfreyja hjá Icelandair í sumar. Anna Lóa er náms- og starfsráðgjafi hjá Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum og hefur í nokk- ur ár skrifað vinsæla pistla um hamingjuna á Facebook-síðunni Hamingjuhornið. Um síðustu helgi lauk hún námi í sálgæslu frá Endurmenntun Háskóla Íslands og fagnaði fimmtugsafmælinu. Báðar stóðu þær því á tímamótum í vor þegar þeim bauðst að taka sæti á listunum. Elín Rós kveðst viss um að hugmynda- fræði jóga eigi vel heima við stjórnun Reykjanesbæjar. „Jú, ekki spurning. Mín tilfinning er sú að með meiri jákvæðni verði bænum betur stjórnað. Þó svo búið sé að skipta upp í meiri- og minnihluta vona ég innilega að allir geti unnið saman og að fólk geti lagt sínar hugmyndir fram án þess að þær verði brotnar niður af hinum sem eru í meirihluta. Þannig að öll dýrin í skóginum séu vinir og að fólk skiptist ekki í tvo hópa eftir því hvort það er í meiri- eða minnihluta,“ segir hún. Anna Lóa verður jafnframt forseti bæjarstjórnar og segir hún það spenn- andi áskorun að eiga sæti í bæjarstjórn. Í störfum sínum hefur hún einbeitt sér að hvetja fólk áfram og hjálpa því að takast á við áskoranir í lífinu. „Mannlegi og andlegi þátturinn gleymast stundum í stjórnmál- um. Ég hef nýlokið námi í sálgæslu og það sem ég lærði þar á án efa eftir að nýtast við störfin fyrir bæjarstjórn. Samtalið á milli hópa skiptir svo miklu máli. Það er enginn hópur æðri öðrum og samskiptin eru lyk- illinn að svo mörgu. Stjórnmál eru ekkert annað en samskipti.“ Í kosningabaráttunni kom það Önnu Lóu á óvart að enginn fjölmiðill skyldi hafa samband við hana og falast eftir viðtali þar sem hún var í öðru sæti á nýjum lista. Hún tók því málin í sínar hendur og tók við sig blaðaviðtal og sendi sem aðsenda grein til Víkurfrétta. Sömuleiðis tók hún við sig sjónvarpsviðtal og setti inn á YouTube þar sem hún brá sér í hlutverk spyrils og spurði sjálfa sig ýmissa spurninga um framboðið og stefnumálin. „Við ákváðum að vera í jákvæðninni og gleðinni í kosn- ingabaráttunni og það virkaði vel enda býr hér alveg ótrúlega jákvætt fólk. Það skiptir miklu máli að vera ekki alvarlegur þó mað- ur sé að taka á alvarlegum hlutum. Það er bæði hægt að vera faglegur og glaður.“ Meðal fyrstu verkefna hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar verður að ráða bæjar- stjóra, skapa fleiri atvinnutækifæri og vinna úr niðurstöðum óháðrar úttektar á fjármálum bæjarins. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  SveitarStjórNarmál aNdaNS koNur í bæjarStjórN Það er bæði hægt að vera faglegur og glaður. Hamingja og innri ró við stjórn Reykjanesbæjar Ný bæjarstjórn tekur við völdum í Reykjanesbæ á næstu dögum. Meðal nýju bæjarfulltrúanna eru jógakennari og höfundur vinsælla pistla um hamingjuna. Þær eru sammála um að jákvæðni og góð samskipti séu lykillinn að góðri stjórnsýslu. Elín Rós Bjarnadóttir og Anna Lóa Ólafsdóttir taka á næstu dögum sæti í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Þær ætla að leggja áherslu á jákvæð samskipti og að hlustað sé á hugmyndir fólks úr öllum flokkum. „Þannig að öll dýrin í skóginum séu vinir og að fólk skiptist ekki í tvo hópa eftir því hvort það er í meiri- eða minnihluta,“ segir Elín Rós. Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Hítarár skrif- uðu undir nýjan samning um leigu á veiðirétti í Hítará á árbakkanum síðastliðinn laugardag. Hítará verður því áfram hjá SVFR næstu árin. Hítará hefur verið einstaklega vinsæl meðal félagsmanna SVFR enda frábær laxveiðiá og veiðihúsið Lundur sem Jó- hannes á Borg reisti einstakt og heillandi, að því er fram kemur í tilkynningu SVFR. Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár og Árni Friðleifsson, formaður SVFR, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd félaganna. Árni segir það einstaklega ánægjulegt að farsælt sam- starf félaganna haldi áfram og að félagsmenn SVFR geti veitt í Hítará næstu árin. Áin sé fjölbreytt og skemmtileg og aðgengi að veiðistöðum gott. Veiði hófst í Hítará í fyrra- dag, miðvikudaginn 18. júní. „Í Hítará hafa veiðimenn getað eldað sjálfir í upphafi veiðitíma og á haustin en þar á milli er matreiðslumeistari á staðnum sem töfrar fram kræsingar fyrir veiðimenn á milli þess sem laxar eru dregnir á land,“ segir enn fremur. „Þetta fyrirkomulag hefur notið mikilla vinsælda. Sumarið 2013 veiddust um 1150 laxar í Hítará og Grjótá og Tálma sem eru hliðarár Hítarár. Vonir veiðimanna standa til þess að veiðisum- arið 2014 verði jafnframt gott.“ -jh  laxveiði Hítará áfram Hjá Svfr NæStu áriN Leigusamningur handsalaður á árbakkanum Árni Frið- leifsson, for- maður SVFR og Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár, handsala samninginn á bakka árinnar. 6 fréttir Helgin 20.-22. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.