Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 56
Opnunartímar Júní — Ágúst
9:00 — 19:00 virka daga
10:00 — 17:00 laugardaga
12:00 — 17:00 sunnudaga
Aðalstræti 10, Reykjavík
Hönnunarsafn Íslands, Garðatorg 1, Garðabær
517 7797 — kraum@kraum.is
Kíkið á Kraum á Facebook
Notknot
eftir Ragnheiði Ösp
Fuzzy
eftir Sigurð Má Helgason
Mortar
eftir Gler í Bergvík As We Grow
Jónsmessuhátíð verður haldinn á
Eyrarbakka á morgun, laugardag-
inn 21. júní, í 15. skipti. Dagurinn
byrjar með viðburðum fyrir fjöl-
skylduna, meðal annars kemur
Brúðubíllinn í heimsókn, hoppu-
kastali og andlitsmálun verður í
boði. Síðan má kíkja í heimsókn til
valinkunnra Eyrbekkinga – Ellu
og Vigfúsar í Garðshorni, Mar-
grétar og Sverris í Bakaríinu,
Eygerðar og Erlings í Simbakoti
og Ástu Kristrúnar og Valgeirs
stuðmanns í Bakkastofu. Konu-
bókastofan í Blátúni dregur fram
rómantískar ástarsögur í tilefni
Jónsmessunnar.
Byggðasafn Árnesinga og
Sjóminjasafnið bjóða frían aðgang.
Rauða húsið verður með sérstakt
Jónsmessutilboð. Kvöldið hefst
svo með hópsöng í Húsinu, hinu
fornfræga Kaupmannshúsi, og
hápunktur hátíðarinnar er Jóns-
messubrennan í fjörunni. Fólk
gleðst saman og fagnar bjartri
sumarnóttinni við ljúfa tóna
Bakkabandsins í bland við nið
hafsins. Hátíðin endar svo á Jóns-
messudansleik í Hótel Bakka
– gamla frystihúsinu. Aldurstak-
mark er 18 ár.
Eyrbekkingar vonast til þess, að
sögn Magnúsar Karels Hannes-
sonar í Garðhúsum, að sjá sem
flesta á Bakkanum á Jónsmessuhá-
tíðinni 2014.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Spilmenn Ríkínís, Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir mezzósópran og Dúo Roncesvalles.
Jónsmessuhátíð Kátt á eyrarbaKKa
Hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir eru meðal þeirra sem
taka á móti gestum á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka.
Kíkja má í heimsókn til
valinkunnra Eyrbekkinga
sönghátíð KammertónleiKar á KirKJubæJarKlaustri
Söngur og tónlistarsmiðja
á Kirkubæjarklaustri
Þ að verður mikið um að vera á Kammertónleikum á Kirkju-bæjarklaustri – Sönghátíð,
sem nú er haldin í 24. sinn, helgina
27. til 29. júní næstkomandi. Hátíðin
býður upp á þrenna tónleika með
klassískri tónlist, ókeypis tónlistar-
smiðju fyrir börn og stuðlar að ný-
sköpun í tónlist með því að fá ungt,
íslenskt tónskáld til að semja nýtt
verk til frumflutnings á hátíðinni, að
því er fram kemur í tilkynningu.
Föstudaginn 27. júní, klukkan 21,
flytja Spilmenn Ríkínís íslenska þjóð-
lagatónlist úr safni Bjarna Þorsteins-
sonar, útsetta af hópnum, og tónlist
úr íslenskum handritum frá 11. öld.
Allir meðlimir hljómsveitarinnar
syngja og leika jafnframt á sjaldséð
hljóðfæri, sem heimildir eru um að
hafi verið til hér á landi á þessum
tíma, svo sem gígju, symfón, lang-
spil, hörpu og trumbu.
Laugardaginn 28. júní, klukkan
17, flytja Guðrún Jóhanna Ólafs-
dóttir og Dúo Roncesvalles spænsk
lög fyrir rödd, fiðlu og gítar af nýút-
komnum geisladiski þeirra, Secre-
tos quiero descuvrir. Efnisskrá tón-
leikanna er sérstaklega persónuleg,
þar sem öll lögin voru samin eða út-
sett með tríóið í huga, af tónskáldun-
um Francisco Javier Jáuregui, David
del Puerto og Agustín Castilla-Ávila.
Guðrún Jóhanna og Dúo Roncescal-
les hafa komið fram á tónlistarhá-
tíðum á Spáni, Bretlandi og í Þýska-
landi. Á Kirkjubæjarklaustri munu
þau frumflytja nýtt verk, Ég er brott
frá þér bernska, eftir staðartónskáld
hátíðarinnar í ár, Þóru Marteinsdótt-
ur (fædd 1978), við ljóð eftir Hall-
dór Laxness. Sunnudaginn 29. júní
klukkan 15 stígur kórinn Hljómeyki
á stokk, undir stjórn Mörtu Guðrún-
ar Halldórsdóttur, og syngur tónlist
frá sextándu öld til tuttugustu og
fyrstu aldarinnar, en kórinn heldur
upp á 40 ára starfsafmæli sitt í ár. Af
efnisskránni má nefna lög við ung-
versk þjóðkvæði og þjóðlagaútsetn-
ingar eftir Ligeti í íslenskum þýð-
ingum eftir Gunnstein Ólafsson og
kórverk eftir núverandi og fyrrver-
andi meðlimi kórsins, þau Hreiðar
Inga Þorsteinsson, Þóru Marteins-
dóttur og Hildigunni Rúnarsdóttur,
ásamt ástsælu lögunum Sofðu, unga
ástin mín og Vísum Vatnsenda-Rósu
eftir Jón Ásgeirsson.
Helgina 28. til 29. júní verður boð-
ið upp á menntandi og skemmtilega
tónlistarsmiðju fyrir 5-12 ára börn.
Þátttaka er ókeypis og skráning
fer fram í netfanginu kammerton-
leikar@gmail.com. Börnin munu
fara í tónlistarleiki, spinna og taka
svo þátt í tónleikum með tónlistar-
mönnum Kammertónleika á Kirkju-
bæjarklaustri sunnudaginn 29. júní,
klukkan 15. Stjórnandi er Gunnar
Ben úr Skálmöld.
Árið 2013 bauð hátíðin í fyrsta
skipti upp á tónlistarsmiðju og tóku
þá þátt hátt í fjörutíu börn. -jh
56 menning Helgin 20.-22. júní 2014