Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 56
Opnunartímar Júní — Ágúst 9:00 — 19:00 virka daga 10:00 — 17:00 laugardaga 12:00 — 17:00 sunnudaga Aðalstræti 10, Reykjavík Hönnunarsafn Íslands, Garðatorg 1, Garðabær 517 7797 — kraum@kraum.is Kíkið á Kraum á Facebook Notknot eftir Ragnheiði Ösp Fuzzy eftir Sigurð Má Helgason Mortar eftir Gler í Bergvík As We Grow Jónsmessuhátíð verður haldinn á Eyrarbakka á morgun, laugardag- inn 21. júní, í 15. skipti. Dagurinn byrjar með viðburðum fyrir fjöl- skylduna, meðal annars kemur Brúðubíllinn í heimsókn, hoppu- kastali og andlitsmálun verður í boði. Síðan má kíkja í heimsókn til valinkunnra Eyrbekkinga – Ellu og Vigfúsar í Garðshorni, Mar- grétar og Sverris í Bakaríinu, Eygerðar og Erlings í Simbakoti og Ástu Kristrúnar og Valgeirs stuðmanns í Bakkastofu. Konu- bókastofan í Blátúni dregur fram rómantískar ástarsögur í tilefni Jónsmessunnar. Byggðasafn Árnesinga og Sjóminjasafnið bjóða frían aðgang. Rauða húsið verður með sérstakt Jónsmessutilboð. Kvöldið hefst svo með hópsöng í Húsinu, hinu fornfræga Kaupmannshúsi, og hápunktur hátíðarinnar er Jóns- messubrennan í fjörunni. Fólk gleðst saman og fagnar bjartri sumarnóttinni við ljúfa tóna Bakkabandsins í bland við nið hafsins. Hátíðin endar svo á Jóns- messudansleik í Hótel Bakka – gamla frystihúsinu. Aldurstak- mark er 18 ár. Eyrbekkingar vonast til þess, að sögn Magnúsar Karels Hannes- sonar í Garðhúsum, að sjá sem flesta á Bakkanum á Jónsmessuhá- tíðinni 2014. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Spilmenn Ríkínís, Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir mezzósópran og Dúo Roncesvalles.  Jónsmessuhátíð Kátt á eyrarbaKKa Hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir eru meðal þeirra sem taka á móti gestum á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka. Kíkja má í heimsókn til valinkunnra Eyrbekkinga  sönghátíð KammertónleiKar á KirKJubæJarKlaustri Söngur og tónlistarsmiðja á Kirkubæjarklaustri Þ að verður mikið um að vera á Kammertónleikum á Kirkju-bæjarklaustri – Sönghátíð, sem nú er haldin í 24. sinn, helgina 27. til 29. júní næstkomandi. Hátíðin býður upp á þrenna tónleika með klassískri tónlist, ókeypis tónlistar- smiðju fyrir börn og stuðlar að ný- sköpun í tónlist með því að fá ungt, íslenskt tónskáld til að semja nýtt verk til frumflutnings á hátíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu. Föstudaginn 27. júní, klukkan 21, flytja Spilmenn Ríkínís íslenska þjóð- lagatónlist úr safni Bjarna Þorsteins- sonar, útsetta af hópnum, og tónlist úr íslenskum handritum frá 11. öld. Allir meðlimir hljómsveitarinnar syngja og leika jafnframt á sjaldséð hljóðfæri, sem heimildir eru um að hafi verið til hér á landi á þessum tíma, svo sem gígju, symfón, lang- spil, hörpu og trumbu. Laugardaginn 28. júní, klukkan 17, flytja Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir og Dúo Roncesvalles spænsk lög fyrir rödd, fiðlu og gítar af nýút- komnum geisladiski þeirra, Secre- tos quiero descuvrir. Efnisskrá tón- leikanna er sérstaklega persónuleg, þar sem öll lögin voru samin eða út- sett með tríóið í huga, af tónskáldun- um Francisco Javier Jáuregui, David del Puerto og Agustín Castilla-Ávila. Guðrún Jóhanna og Dúo Roncescal- les hafa komið fram á tónlistarhá- tíðum á Spáni, Bretlandi og í Þýska- landi. Á Kirkjubæjarklaustri munu þau frumflytja nýtt verk, Ég er brott frá þér bernska, eftir staðartónskáld hátíðarinnar í ár, Þóru Marteinsdótt- ur (fædd 1978), við ljóð eftir Hall- dór Laxness. Sunnudaginn 29. júní klukkan 15 stígur kórinn Hljómeyki á stokk, undir stjórn Mörtu Guðrún- ar Halldórsdóttur, og syngur tónlist frá sextándu öld til tuttugustu og fyrstu aldarinnar, en kórinn heldur upp á 40 ára starfsafmæli sitt í ár. Af efnisskránni má nefna lög við ung- versk þjóðkvæði og þjóðlagaútsetn- ingar eftir Ligeti í íslenskum þýð- ingum eftir Gunnstein Ólafsson og kórverk eftir núverandi og fyrrver- andi meðlimi kórsins, þau Hreiðar Inga Þorsteinsson, Þóru Marteins- dóttur og Hildigunni Rúnarsdóttur, ásamt ástsælu lögunum Sofðu, unga ástin mín og Vísum Vatnsenda-Rósu eftir Jón Ásgeirsson. Helgina 28. til 29. júní verður boð- ið upp á menntandi og skemmtilega tónlistarsmiðju fyrir 5-12 ára börn. Þátttaka er ókeypis og skráning fer fram í netfanginu kammerton- leikar@gmail.com. Börnin munu fara í tónlistarleiki, spinna og taka svo þátt í tónleikum með tónlistar- mönnum Kammertónleika á Kirkju- bæjarklaustri sunnudaginn 29. júní, klukkan 15. Stjórnandi er Gunnar Ben úr Skálmöld. Árið 2013 bauð hátíðin í fyrsta skipti upp á tónlistarsmiðju og tóku þá þátt hátt í fjörutíu börn. -jh 56 menning Helgin 20.-22. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.