Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 16
 www.odalsostar.is TINDUR OSTUR ÚR SKAGAFIRÐINUM Þessi bragðmikli meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig. tók bara vondar ákvarðanir og var hálfviti.“ Mamma Tinnu þvertekur hins vegar fyrir að hafa sagt þessi orð heldur tekur enn dýpra í árinni: „Ég sagði við hana að hún hefði orðið fyrir ofbeldi. Mér er illa við orðið misnotkun í þessu sambandi því mér finnst engin rétt notkun á börnum,” segir hún ákveðin. „Ég vissi að hún var að vinna að þessari grein. Hún hafði sagt mér frá því, fannst hún þurfa að vara okkur við því að hún ætlaði að gera þetta opinbert. Ég hvatti hana eindregið áfram.“ Þráði félagslega viðurkenningu Tinna var á aldrinum 13 til 15 ára þegar hún sendi myndirnar frá sér. Bæði var um að ræða stráka sem hún þekkti og treysti, en einnig ókunnuga menn sem hún kynntist á netinu og fékk frá þeim hrós og viðurkenningu fyrir að senda nektarmyndir, nokkuð sem hún var ekki vön að fá í félagslegum samskiptum. Foreldrar Tinnu segja hana hafa verið góðan náms- mann að upplagi en félagsfærni hennar hafi lengst af ekki verið upp á marga fiska og að hún hafi átt erfitt með að eignast vini. „Báðir bræður hennar eru greindir á einhverfurófinu. Eftir á að hyggja, eftir að hafa gengið í gegnum greiningarferlið með þá, tel ég líklegt að hún hefði fengið greiningu í dag. Strax sem barn finnst mér hún hafa haft einkenni þess að vera á einhverfurófinu líka,“ segir Inga Vala. „Hún var bráðgert barn, fljót að læra að lesa og saug í sig allan fróðleik. Í gegnum alla sína barnæsku fékk hún viðurkenningu fyrir hvað hún var klár og gáfuð. Hún lýsti því vel í pistlinum sínum hvað hún þráði félags- lega viðurkenningu og ég var ánægð að sjá hversu vel hún gerði sér grein fyrir aðdraganda þess að hún fór að senda myndirnar. Hún var þá orðinn unglingur, farin að upplifa sig sem kynveru og þá eru menn sem notfæra sér það og spila á það. Þeir gefa henna félags- lega viðurkenningu, segja að hún sé falleg en brjóta traust hennar. Samtalið sem við áttum þar sem ég gerði henni grein fyrir að hún hefði verið beitt ofbeldi snerist um að hún hefði þarna í raun bara verið barn og gæti á engan hátt borið ábyrgð á því sem gerðist. Það var eins og það opnaði augu hennar fyrir því í fyrsta skipti að þetta var ekki henna að kenna.“ Tveir bekkjarfélagar mættu í afmælið Inga Vala, móðir Tinnu, segir dóttur sína hafa verið jaðarsetta af bekkjarsystkinum sínum strax frá því að hún byrjaði í Oddeyrarskóla í öðrum bekk. „Hún varð aldrei fyrir þannig einelti að hún væri lamin heldur var hún félagslega útilokuð og kölluð kenn- arasleikja. Hún var smátt og smátt brotin niður og var á endanum orðin auðveld bráð. Hana langaði bara að það væri einhver strákur skotinn í sér. Okkur langar það öll.“ Tinna var alltaf hörð af sér og það var ekki fyrr en hún var orðin 9-10 ára þegar foreldrar hennar áttuðu sig á hve staða hennar var slæm. „Þá var umræða um einelti innan skólans á frumstigi og umsjónarkennarinn gerði tengslakönnun meðal nemenda. Rúmlega 20 nemendur voru í bekknum og þeir áttu að svara nafnlaust könnun þar sem þeir voru meðal annars spurðir hvort það væri einhver í bekknum sem þeir héldu að liði illa eða þeir vor- kenndu. Fjórtán svöruðu „Tinna“. Þetta kom kennar- anum mjög á óvart. Auðvitað voru ýmsar vísbend- ingar og okkur tók það mjög sárt þegar við buðum öllum bekknum í 9 ára afmælið hennar og það mættu tveir. Hún á reyndar afskaplega erfiðan afmælisdag, fyrstu vikuna í júlí, en það var bara eitt foreldri sem lét vita. Tinna lét samt sem ekkert væri. Hún reyndi alltaf að vera nagli. Eftir þetta reyndum við ekki að bjóða bekknum í afmælið hennar.“ Eftir að bræður Tinnu, þeir Steinar og Logi, voru greindir á einhverfurófi áttuðu foreldrar þeirra sig betur á hegðun Tinnu í uppvextinum. „Hún var ekki Það tók okkur mjög sárt þegar við buðum öllum bekknum í 9 ára afmælið hennar og það mættu tveir. Foreldrar Tinnu, Inga Vala Jónsdóttir og Ingólfur Samúelsson, eru afar stoltir af henni og því hversu langt hún komst í að styrkja sjálfa sig. Ljósmynd/HariFramhald á næstu opnu 16 viðtal Helgin 20.-22. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.