Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 31.10.2014, Qupperneq 8
Þið eruð verð verðlækkunar strax! Sældarlíf með Siemens Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Eins og alþjóð veit er afar líklegt að vörugjöld af heimilistækjum verði felld niður um áramót. Til að kæta ykkur ætlum við samt strax að lækka vöruverð um 20% til áramóta af þeim tækjum, sem nú bera vörugjöld; ofnum, helluborðum, eldavélum, uppþvottavélum, kæliskápum, þvottavélum og þurrkurum. 20%  Skordýr edikSgerla er hin eiginlega barfluga Sem Sækir í áfengi Barflugan tíðari gestur Ediksgerla verður sífellt tíðari gestur á heimilum lands- manna, þessi litla gula fluga sem er sólgin í bjór, edik og gerjaða ávexti. Erling Ólafs- son, skordýrafræðingur, segir að frá aldamótum hafi henni fjölgað nánast ár frá ári. Ediksgerla, sem stundum er ranglega kölluð ávaxtafluga, er ekki eiginlegt meindýr en til að losna við hana er best að þrífa vel. Jafnvel er hægt að lokka hana í skál með ediki. É g er með púlsinn á pöddusál þjóðarinnar og ég get fullyrt að ediksgerlu er að fjölga. Hennar fór að verða nokkuð vart eftir aldamótin og fjöldinn virðist aukast ár frá ári. Þetta er að verða mjög almennur húsvinur,“ segir Er- ling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ediksgerla er lítil gul fluga sem sækir í edik, vel þroskaða ávexti og gerjaða drykki á borð við bjór. Hún er einnig kölluð bananafluga eða ávaxtafluga en Erling heldur fast við nafnið ediksgerla enda er heil ætt annarra flugna sem kallast ávaxtaflugur. „Ediksgerla sækir í ýmislegt ónýtt og sem er að gerj- ast, eins og mar í ávöxtum, hún sést gjarnan við ruslafötur, tómar bjór- dósir sem safnað er saman og líf- rænan úrgang,“ segir hann. Ediksgerla er ein mest rannsak- aða lífvera heims á sviði erfðafræði og lengst af fannst hún aðeins á Ís- landi í tilraunastofum. Eins merk og þessi fluga er þá er fólk mishrifið af því að hafa hana á heimilum sín- um en ediksgerla lifir aðeins inn- anhúss, allt árið um kring. Erling segir hana hafa borist til landsins með innfluttum varningi og fólk komi jafnvel með þær inn á heim- ilið í ávaxtapokanum. „Þær geta hafst við heillengi á heimilum og eru fljótar að þefa það uppi ef maður fær sér bjórsopa. Þær eru hrifnar af bjór og víni og flögra jafnvel um vit fólks þegar það hefur fengið sér í glas,“ segir Erling. Ediksgerla er því hin eina sanna barfluga. Erlingur segir ediksgerluna ekki vera meindýr og tekur sem dæmi að á veitingahúsum erlendis sjáist þær víða flögra. Þeir sem vilja losna við þær ættu að reyna að einangra það sem flugurnar líta á sem æti. „Það þarf að losa sig reglulega við tómar dósir og flöskur, og fara út með lífrænan úrgang. Almennt er erfitt að góma flugurnar en hægt er að setja edik í eldhús- pappír í skál við vaskinn – hvítvínsedik er í sérstöku uppáhaldi – og þá sækja flugurnar í það. Þetta drepur þær ekki en þannig er hægt að safna þeim saman og þá mögulega spreyja á þær skor- dýraeitri,“ segir Erling. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Erling Ólafsson er skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og sannar- lega með púlsinn á pöddusál landsmanna. Mynd/Hari Ediksgerlan er agnarsmá, að mestu gul að lit með áberandi rauð augu og heldur dekkri afturbol, sérstak- lega karlflugurnar sem hafa nær svartan afturenda. Mynd/Erling Ólafsson Þær eru hrifnar af bjór og víni og flögra jafnvel um vit fólks þegar það hefur fengið sér í glas DDaglega D3 vítamín styrkir m.a. ónæmiskerfi, tennur og bein og hjálpar til við upptöku kalks. www.icewear.is ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR VETRAR- OG ÚTIVISTARFATNAÐUR FÁKAFEN 9 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 555 7412 EMILIA Vatteraður jakki Verð áður: 22.900 Verð nú: 4.990 Aðventuferð til Vínarborgar 27. - 30. nóvember VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444Flogið með Icelandair Verð frá 99.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v.í tvíbýli á Hotel Artis. Innifalið er flug og gisting með morgunverði. *Verð án Vildarpunkta 109.900 kr. 8 fréttir Helgin 31. október-2. nóvember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.