Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 31.10.2014, Qupperneq 34
Karlmennskudraumar náttfatamanns Hvað er það sem skilur okkur frá hinum dýrunum? Jú, ef frá eru teknir einstaka púðluhundar erum við eina tegundin sem klæðist fötum. Það kveikir því í dýrslegum eðlishvötum þegar fötum fækkar á kvöldin sem aftur sér um að viðhalda stofninum. Þess vegna kemur kannski ekki á óvart að náttföt þykja ekkert sérstaklega sexí fatnaður. Það lekur ekki karlmennskan af þeim sem klæðist röndóttum flannels- náttfötum eða hvað? Eru þeir sem eru nógu öruggir með sig einmitt þeir sem klæða sig upp fyrir nóttina eða er betra fyrir karlmennskuímyndina að sofa á sprellanum allar nætur. Allsberir Frelsið er það fyrsta sem menn sem sofa allsberir tala um. En er það svona frelsandi að sofa á tittlingnum eða étur það menn smám saman að innan? Það er ekki bara óttinn við að börnin læðist upp í eða að ræningjarnir komi loksins að stela sjónvarpinu. Tilhugsunin um slagsmál við ræningja á fermingarbróðurnum yljar ekki hjartaræturnar. Svo er það líka óttinn um bremsufarið og hvað með þá sem eiga það til að ganga í svefni? Að sofa nakinn er því mest fyrir unga tarfa sem vilja sanna sig, ekki þá gömlu með börn, nágranna og siginn pung. Á brókinni Næsta skref er því yfirleitt að forða sér í nærbuxur. Brókin reddar karlmanninum yfir vel flest velsæmismörk án þess að hefta frelsið of mikið. Sérstaklega ef brókin er boxer frekar en aðsniðin. En einfalt lag lítillar bómullarpjötlu er ekki mikið ef óboðna gesti ber að garði. Hvort sem það eru ræningjarnir eða börnin. Þá er oft brugðið á það ráð að skella sér í bol. Margir eiga þó erfitt með að aðlagast næturlífinu í bol og bregða oft á það ráð að fara frekar í léttar náttbuxur. Bæta svo kannski hlýrabol við þegar fram í sækir. Líka ef það skyldi vera dragsúgur. Brókin er greinilega fyrir þá sem eru enn ungir í anda en farnir að síga á seinni helminginn í tilhugalífinu og vilja vera við öllu búnir. Heilgallinn Þá er nú orðið stutt í að náttfata sig almennilega upp. Hætta að leita eftir samþykki samfélagsins fyrir því hvað er karlmennska og hvað ekki. Flannelsnáttföt á veturna og létt bómullarföt yfir sumarið. Við búum jú ekki við miðbaug og það þarf að kynda ansi vel upp í kofanum til að verða of heitt. Svo er það líka harka að hafa svolítið svalt í svefnherberginu. Líka svo holt að sofa við opinn glugga og svona. Þeir sem geta enn ekki séð sig í röndóttum jakkanáttfötum ættu þá að prófa að galla sig upp. Það væri hægt að fullyrða hér að rauður heilgalli með rassrauf sé hámark karlmennskunnar og hver sá sem segir annað hefur einfaldlega rangt fyrir sér. Passa þó að bera hann meira eins og Jeff Bridges en Ofurguffi. Náttföt eru fyrir karlmenn sem hættir eru að reyna að aðlaga væntingar annarra að sinni tilveru. Alvöru menn sem jafnvel eru tilbúnir til að klæðast flottum velúrslopp heima við – en það er önnur saga. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Nýtt tilboð alla daga til jóla 1799kr.stk. Verð áður 2999 kr. stk. Mackintosh Quality Street, 1.3 kg 40%afsláttur 31. OKTÓBER AÐEINS Í DAG HÁMARK 1 STK. Á MANN á meðan birgðir endast! Fylgstu með nýjum tilboðum daglega á kronan.is og sparaðu stórt alla daga til jóla Jeff Bridges er maður sem ber náttföt einstaklega vel. Allr muna efitr honum á náttfötunum sem The Dude úr meistara- stykki kvikmyndanna The Big Lebowski en hann bar skítugan náttfatasamfesting ekki verr í kvikmynd- inni True grit um árið Ofurguffi ber náttfata- gallann sinn svo sem vel en er kannski ekki karlmennskan upp- máluð. Kannski röndótt henti honum betur. 34 náttföt Helgin 31. október-2. nóvember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.