Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 36
Fréttanefið lengist Þ Þótt íslenska sé um margt gagnsætt tungu- mál á það ekki við um orðið fréttir. Þar kemst danskan nær með sínar nyheder og news í enskunni, frásagnir af því sem ný- lunda er. Það má lengi deila um hvað frétt- næmt sé og hvað ekki. Hið sígilda er að það þyki vart tíðindi að hundur bíti mann en hitt fréttnæmara bíti maður hund. Gamall lærifaðir minn, Þorbjörn Broddason pró- fessor, orðar það svo, þegar spurt er hvað sé frétt, þá sé tilraun til skilgreiningar á þá leið að frétt sé frásögn af atburði eða fyrir- bæri sem almenning varðar um og var ekki áður kunnugt um. Þorbjörn minnir jafn- framt á að fréttamaðurinn velur þá atburði sem hann fjallar um og mótar fréttina þó hann fylgi þá oftast hefðum. Þorbjörn talar um fréttanef, innbyggða eða áunna tilfinningu fyrir fréttnæmi – og að nálægir atburðir verði frekar fréttaefni en fjarlægir – en tilgreinir jafnframt að frétt verði ekki til fyrr en fréttamaðurinn hefur skapað hana og ekki síst að fram fari val. Einungis örlítið brot af öllum þeim aragrúa viðburða sem almenning getur varðað um rúmast á fréttasíðum blaða eða í fréttatímum ljósvakamiðla. Fréttastjóri og fréttamaður standa frammi fyrir því á hverjum degi að hafna margfalt fleiri frétt- um en þeir birta. Þannig mætti með nokk- urri kaldhæðni segja að fréttamaðurinn sé sífellt í því lítt öfundsverða hlutverki að stöðva fréttir, segir Þorbjörn Broddason. Þótt maður eigi að gleyma vinnunni bregði maður sér í nokkurra daga frí er það hægara sagt en gert. Við hjónakornin héld- um á dögunum í vikudvöl á suðlægum slóð- um. Þar var veður að vonum með allt öðru móti en hér í norðrinu. Það snjóaði þegar við ókum árla morguns suður til Keflavíkur en fjórum tímum seinna mætti okkur 30 stiga hiti á Spánarströnd. Við spókuðum okkur í góða veðrinu þessa daga, bættum okkur upp rigningarsumarið og fengum í okkur D-vítamín þótt það viðurkennist að dökkt litaraft míns betri helmings henti betur á þeirri breiddargráðu en hánorræn ásjóna mín. Meðal þess sem við stunduð- um okkur til vetrarundirbúnings var dag- leg ganga í gullnum sandi þar sem öldur Miðjarðarhafsins léku um tærnar. Lítið atvik í einni slíkri göngu varð til þess að ég mundi eftir vinnunni, hinu fréttnæma, fréttanefinu og mikilvægi nálægðar við at- burðinn. Í þessari göngu okkar á strönd- inni setti ég mig nefnilega í stöðu blaða- mannsins, þótt í fríi væri – en minntist um leið eins minnisstæðasta samferðamanns míns í blaðamennskunni, Sveins Þormóðs- sonar ljósmyndara. Þegar ég hóf störf á Dagblaðinu, vorið 1977, voru þar ýmsar hetjur fyrir á fleti og þeirra á meðal Sveinn ljósmyndari, á aldri við föður minn og landskunnur af störfum sínum. Hann hafði áður verið ljósmyndari á Morgunblaðinu og var síðar með okkur á DV, eftir sameiningu síðdegisblaðanna Dagblaðsins og Vísis haustið 1981. Sveinn er látinn fyrir allmörgum árum en skildi eftir sig myndræna sögu þjóðar um langt árabil. Fáir höfðu jafn öflugt fréttanef og Sveinn Þormóðsson en hann sérhæfði sig í lögreglu- og slysafréttum. Mikil áhersla var lögð á þennan þátt í dagblöðum þess tíma, ekki síst síðdegisblöðunum. Sveinn var vel búinn tækjum, jafnt heima og í bíln- um, og fylgdist grannt með fjarskiptum lögreglu, sjúkraliðs og slökkviliðs og var oft fljótari á vettvang en þessar mikilvægu starfsstéttir. Þessi árvekni hans skilaði ótölulegum grúa mynda – og þar með frétta í þau blöð sem Sveinn starfaði við. Svo inngróinn var áhugi Sveins á slysa- málum að hann myndaði jafnvel árekst- ur tveggja fólksbíla í Amsterdam og bauð mér, sem fréttastjóra DV, myndina við heimkomu úr fríi. Flestar fréttamyndir Sveins fengu skjóta afgreiðslu á síður blaðsins en þessari varð ég að hafna, beitti vali fréttastjórans sem Þorbjörn nefnir í yfirliti sínu um hið frétt- næma og benti hinum ágæta ljósmynd- ara og fréttahauki á einn grunnþátt frétt- næmis, nefnilega nálægð við atburðinn. Það taldist ekki fréttnæmt uppi á Íslandi þótt Fiat Uno rækist á annan bíl á götu í Amsterdam. Myndin hefði kannski sloppið í gegnum nálaraugað í tveggja dálka pláss á innsíðu ef áreksturinn hefði orðið á mót- um Bankastrætis og Lækjargötu. Atburðurinn sem við hjónin urðum vitni að á strandgöngunni okkar þessa ljúfu haustdaga okkar á Spáni var svipaðs eðlis og á Amsterdamgöngu Sveins forð- um daga. Við sáum skútu sigla meðfram ströndinni, seglum þöndum, en veittum henni svo sem ekki sérstaka athygli fyrr en hún var komin óeðlilega nálægt landi. Þá var augljóst að eitthvað var að enda strand- aði skútan skömmu síðar, lagðist þvert fyr- ir og fylltist af sjó. Hún var þá komin svo grunnt að skipverjar óðu í land. Strand- gestir ruku til og reyndu, með áhöfninni, að beina stefni hennar til sjávar á ný en það var árangurslaust. Fréttanef mitt lengdist vitaskuld við þennan atburð og síminn var nálægur svo auðvelt var að mynda. Sendimöguleikar heim voru allt aðrir en þegar Sveinn sá Únóinn skella á öðrum bíl í Amsterdam – en fjarlægðin við atburðinn var of mikil. Þess vegna gerði ég ekki neitt, annað en að horfa á, enda veit ég ekki hvað samstarfs- fólk mitt á Fréttatímanum hefði hugsað ef ég hefði, svona upp úr þurru, sent myndir heim af skútustrandi á Spánarströnd. Þess vegna sendi ég heldur enga mynd frá göngutúr okkar hjóna næsta dag þegar dráttarbátur reyndi árangurslaust að draga skútuna af strandstað. Taugin slitnaði enda sýndist mér hún heldur ómerkileg. Ég tók heldur ekki mynd og sendi enga frétt heim frá göngu okkar síðasta frídaginn þar sem skútan lá með brotið mastur grafin í sandinn. Þar bar hún beinin – en það þykir víst ekki fréttnæmt uppi á Íslandi. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 22.10.14 - 28.10.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Arfurinn Borgar Jónsteinsson Í innsta hring Viveca Sten Svarthvítir dagar Jóhanna Kristjónsdóttir Koparakur Gyrðir Elíasson Náttblinda Ragnar Jónasson Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson Nála - Riddarasaga Eva Þengilsdóttir Leitin að Blóðey Guðni Líndal Benediktsson Í krafti sannfæringar Jón Steinar Gunnlaugsson Litlu dauðarnir Stefán Máni 36 viðhorf Helgin 31. október-2. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.