Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Page 40

Fréttatíminn - 31.10.2014, Page 40
40 fyrirtæki Helgin 31. október-2. nóvember 2012 F alleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti er gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna. „Ostakörfurnar frá MS hafa verið vinsæl gjöf meðal fyrir- tækja undanfarin ár en áhersla er lögð á að veita góða þjónustu og aðstoðar sölu- fólk MS aðilana við að velja körfur eða setja saman sínar eigin,“ segir Erna Er- lendsdóttir, verkefnastjóri hjá MS. Upp- lýsingar um innihald og verð karfanna er að finna á vef Mjólkursamsölunnar. Í öllum körfunum eru mygluostar úr Dölunum í aðalhlutverki en þeim fylgja einnig ostakex og sultur. Að sögn Ernu eru körfurnar af ýmsum stærðum og gerðum en minnstu ostakörfurnar kosta undir 3000 krónum. Einnig er hægt að velja um stærri og veglegri körfur sem innihalda fjölbreytt úrval mygluosta og annarra osta, ásamt því að innihalda kjöt og sælgæti. „Færst hefur í aukana að fyrirtæki panti stærri körfurnar en þar eru tvær tegundir í boði kjötkarfa og svo sælkerakarfa. Í öllum körfunum er hugað vel að því að úrval af ostum og meðlæti sé fjölbreytt og að ost- arnir passi vel saman á ostabakka,“ segir Erna. Þó nokkuð hefur bæst við úrvalið af ostum á síðustu miss- erum. Ljótur og Auð- ur eru dæmi um nýlega mygluosta sem hafa á frek- ar skömmum tíma náð mikl- um vinsældum meðal neyt- enda, að sögn Ernu. „Aðrir ostar, eins og Gullostur og Camenbert, eru ostaunnendum að góðu kunnir og þykja ómissandi á ostabakkann. Á undanförnum árum hefur færst í aukana áhugi neytenda á föstum bragð- meiri ostum á borð við sterkan Gouda ost og Óðals-Tind,“ segir Erna. Unnið í samstarfi við MS Tilvalin gjöf fyrir ostaunnendur Góð ráð við samsetn- ingu á ostabakka Þegar velja á saman osta á ostabakka er mikilvægt að hafa í huga að velja saman ólíka osta svo að bragð- eiginleikar hvers og eins njóti sín sem best. Einnig er mjög mikil- vægt að taka ostana úr kæli um 1-2 klukkustund áður en ostarnir eru bornir fram. Þannig njóta þeir sín best. Hvað meðlæti varðar þá er gaman að sjá hversu mikil breyting hefur þar orðið á, en vinsælt þykir að setja á bakkann vínber og hefðbundna berjasultu en undan- farin misseri er fólk farið að prófa sig áfram með þurrkaðar pylsur, hnetur, hunang, ávaxta- mauk og hráskinku, svo eitthvað sé talið. V ið vorum öll tiltölulega nýbúin að læra og vorum að þreifa fyrir okkur í þessum efnum, eins og margir,“ segir Jóhann Fannar um upphaf samstarf hönnunarteymisins Krí8. „Síðan kynnt- umst við í gegnum sameiginlega vini og ákváðum að skoða það að vinna saman.“ „Hér eru margar stórar arkitekta- stofur og okkur fannst vanta stofu þar sem nokkrir hönnuðir skapa eitthvað skemmtilegt saman og það gerir okkur svolítið kröftug,“ segir Aníta. „Við þrjú erum ólík og með ólíka styrkleika og vinnum mjög vel saman og veitum hvort öðru stuðning. Það er aldrei leiðinlegt á hugmyndafundum hjá okkur.“ Hver hafa helstu verkefnin verið að undanförnu? „Fljótlega eftir að við byrjuðum að vinna saman var haft samband við okkur um að hanna veitingastaðinn Meze á Laugavegi 42. Eigendurnir voru með ákveðnar hugmyndir sem við þró- uðum með þeim og erum rosalega sátt við útkomuna. Þetta tengdi okkur sem teymi og erum reynslunni ríkari. Einnig unnum við tillögur á breytingum fyrir Skautahöllina í Reykjavík,“ segir Jónína. „Innblásturinn kemur gjörsamlega úr öllum áttum. Það er auðvelt að ná sér í innblástur hérlendis sem og erlendis með því að fylgjast með öðrum hönn- uðum, tímaritum, vefmiðlum, listinni og umhverfinu öllu,“ segir Aníta. „Við pössum okkur á að fylgjast með hvað er í gangi. Og þar sem við erum þrjú sækjum við kannski öll svolítið sitt hvora staðina, á meðan einn tengir meira við arkitektúr, annar við húsgögn og vöruhönnun og sá þriðji við efnisval og lýsingu. Við erum gott teymi,“ segir Aníta. „Síðan eru sýningar líka mikil- vægar og nú síðast fór partur af teyminu á Salone del Mobile í Milanó í apríl og hafði verulega ánægju af,“ segir Jónína. Hvernig hefur gengið að koma fyrir- tækinu á framfæri? „Við höfum verið heppin að fá að spreyta okkur talsvert síðan við byrj- uðum á þessu ævintýri. Maður er alltaf þakklátur því að geta unnið við það sem maður hefur gaman af. Við erum í dag rétt að koma okkur fyrir á nýju skrif- stofunni okkar við Bankastræti 10 og erum staðráðin í að sækja okkur enn meiri innblástur í hjarta borgarinnar,“ segir Jóhann. „Erum núna með nokkur áhugaverð og skemmtileg verkefni í gangi þar á meðal bruggverksmiðju í Grafarholtinu, einbýli í Garðabæ og Kópavogi svo eitt- hvað sé nefnt. Yndislegt þegar maður getur verið í nokkrum ólíkum verkefn- um á sama tíma, þannig eru dagarnir okkar alltaf áhugaverðir. Nú er ferða- iðnaðurinn í mikilli grósku og vonumst við til að fá að spreyta okkur meira í tengslum við hann. Við erum bara mjög bjartsýn á framtíðina,“ segir Aníta. Allar nánari upplýsingar um Krí8 er að finna á heimasíðu þeirra www.kri8.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  Arkitektúr HönnunArstúdíó í BAnkAstræti Innblástur úr öllum áttum Krí8 Reykjavik Studio er ungt hönn- unarfyrirtæki í Bankastrætinu sem sérhæfir sig í öllu sem tengist innan- hússarkitektúr. Hönnunar- teymið Krí8 eru þau Jóhann Fannar, Jónína Einars- dóttir og Aníta Gísladóttir sem lærðu innan- hússarkitektúr í Evrópu og Asíu. Þau hafa unnið að ýmis- konar verk- efnum og segja öll verkefni áhugaverð. Hvort sem það eru heimili eða bruggverk- smiðjur. Aníta Gísladóttir og Jónína Einarsdóttir eru ásamt Jóhanni Fannari hönnunarteymi Krí8 Studio. Ljósmynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.